Bandaríkin Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. Erlent 6.9.2024 17:54 Rich Homie Quan er allur Bandaríski rapparinn Rich Homie Quan er látinn 33 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Atlanta í gær, en dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lífið 6.9.2024 10:17 „Gerir öll ferðalög skemmtilegri og lætur mig hlæja endalaust“ Tinna Brá Baldvinsdóttir athafnakona og Ari Eldjárn skemmtikraftur fögnuðu 43 ára afmæli Ara í New York í Bandaríkjunum í gær. Parið fór meðal annars í siglingu og spa á Governors-eyjunni þar sem þau nutu útsýnisins yfir Manhattan. Lífið 6.9.2024 09:58 Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. Erlent 6.9.2024 07:50 Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að banna ættleiðingar frá landinu, nema í þeim tilvikum þegar um er að ræða ættingja sem vilja ættleiða barn sér skylt. Erlent 6.9.2024 07:07 Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Faðir Colt Gray, fjórtán ára piltsins sem grunaður er um að hafa myrt fjóra í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér ákæru. Erlent 6.9.2024 06:50 Mæðgurnar fengu nei í fyrstu tilraun en gefast ekki upp Fjölskylda Söndru Sigrúnar Fenton vinnur nú að því með íslenskum lögmanni að reyna að fá hana framselda til Íslands. Lögmaðurinn hefur rætt við íslensk stjórnvöld og er í sambandi við dómsmálaráðuneytið vegna málsins. Innlent 5.9.2024 17:00 Hljómi eins og öskubakki Ástralski kántrísöngvarinn Keith Urban er yfir sig hrifinn af kollega sínum og stjörnunni Miley Cyrus. Hann hrósaði henni með frekar einkennilegum hætti í hlaðvarpsþætti nýverið þar sem hann sagði hana hljóma alveg eins og öskubakki. Lífið 5.9.2024 17:00 Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. Erlent 5.9.2024 16:45 Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. Erlent 5.9.2024 14:06 Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Yfirvöld í Egyptalandi og Katar vinna nú að breytingum á tillögum um vopnahlé á Gasa og eiga í samráði við Bandaríkjamenn. Enn er talað um „lokatilraun“ til að brúa bilið milli Ísrael og Hamas. Erlent 5.9.2024 07:56 Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Tveir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum segja hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gagnvart Kína og Rússland mögulega ógn við stöðugleika í heiminum. Erlent 5.9.2024 07:08 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. Erlent 4.9.2024 19:53 Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Í það minnsta fjórir eru látnir eftir að skotárás var framin í menntaskóla í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. Auk hinna fjögurra látnu eru fleiri tugir særðir. Erlent 4.9.2024 18:24 Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Skipstjóri tundurspillisins John McCain var nýverið rekinn af yfirmönnum sínum í sjóher Bandaríkjanna. Það var gert fjórum mánuðum eftir að mynd af honum sem þótti vandræðaleg var birt á samfélagsmiðlum sjóhersins. Erlent 4.9.2024 16:09 Svikakvendið ætlar að dansa með stjörnunum Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey, mun keppa í 33. þáttaröð af bandarísku dansþættinum Dancing with the stars. Dansfélagi hennar verður atvinnudansarinn Ezra Sosa. Lífið 4.9.2024 15:27 Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni. Erlent 4.9.2024 14:24 Svanhildur boðin velkomin Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins. Innlent 4.9.2024 14:07 Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gær ákærur á hendur Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas, og annarra leiðtoga samtakanna. Er það vegna árásanna á Ísrael þann 7. október í fyrra en ákærurnar snúast meðal annars að morðum, mannránum og hryðjuverkastarfsemi. Erlent 4.9.2024 09:32 Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. Erlent 3.9.2024 09:35 Æfðu viðbragð eftir stórt brunaslys með Bandaríkjaher Viðbragðsaðilar á Íslandi ásamt Bandaríkjaher æfðu í dag viðbragð við því ef fjöldi fólks fengi alvarleg brunasár á sama tíma. Æfingin gekk vel að sögn þátttakenda sem margir hverjir brugðu sér í gervi sjúklinga. Innlent 2.9.2024 23:02 Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. Erlent 2.9.2024 21:11 Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Erlent 2.9.2024 11:13 Lana Del Rey og krókódílamaður vekja athygli Söngkonan Lana Del Rey virðist vera að slá sér upp með nýjum gaur ef marka má myndir sem náðust af henni um helgina. Sá heppni heitir Jeremy Dufrene og er skipstjóri frá Louisiana sem sem sérhæfir sig í krókódílatúrum. Lífið 1.9.2024 15:09 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. Erlent 1.9.2024 08:39 Hneig niður á miðjum tónleikum Bandaríski rapparinn Fatman Scoop er látinn, 53 ára að aldri. Scoop hneig niður á sviði á miðjum tónleikum sínum í Conneticut í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi sjúkrahús og síðar úrskurðaður látinn. Erlent 31.8.2024 17:33 „Fína konan“ skyndilega umkringd fyllibyttum Jóhanna Guðmundsdóttir var þriggja barna útivinnandi móðir og eiginkona í Bandaríkjunum þegar hún vaknaði upp við vondan draum. Eftir áralanga áfengisneyslu sem hafði undið upp á sig var hún komin á róandi lyf og hrædd um að missa börnin. Í dag leikur lífið við hana. Lífið 31.8.2024 09:10 Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. Erlent 30.8.2024 23:13 Útgáfufyrirtækin höfða mál gegn Flórída vegna bókalaga Penguin Random House, stærsta útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, og fleiri útgefendur hafa höfðað mál á hendur menntamálayfirvöldum í Flórída vegna laga sem banna kynferðislegt efni á skólabókasöfnum. Erlent 30.8.2024 11:09 Starfsmaður Wells Fargo sat látinn við skrifborð sitt í fjóra daga Rannsókn stendur yfir á andláti starfsmanns Wells Fargo í Arizona, sem mætti til vinnu klukkan sjö á föstudagsmorgni og fannst látinn við skrifborðið sitt fjórum dögum síðar. Erlent 30.8.2024 06:59 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 334 ›
Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. Erlent 6.9.2024 17:54
Rich Homie Quan er allur Bandaríski rapparinn Rich Homie Quan er látinn 33 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Atlanta í gær, en dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lífið 6.9.2024 10:17
„Gerir öll ferðalög skemmtilegri og lætur mig hlæja endalaust“ Tinna Brá Baldvinsdóttir athafnakona og Ari Eldjárn skemmtikraftur fögnuðu 43 ára afmæli Ara í New York í Bandaríkjunum í gær. Parið fór meðal annars í siglingu og spa á Governors-eyjunni þar sem þau nutu útsýnisins yfir Manhattan. Lífið 6.9.2024 09:58
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. Erlent 6.9.2024 07:50
Stjórnvöld í Kína banna ættleiðingar frá landinu Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að banna ættleiðingar frá landinu, nema í þeim tilvikum þegar um er að ræða ættingja sem vilja ættleiða barn sér skylt. Erlent 6.9.2024 07:07
Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Faðir Colt Gray, fjórtán ára piltsins sem grunaður er um að hafa myrt fjóra í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér ákæru. Erlent 6.9.2024 06:50
Mæðgurnar fengu nei í fyrstu tilraun en gefast ekki upp Fjölskylda Söndru Sigrúnar Fenton vinnur nú að því með íslenskum lögmanni að reyna að fá hana framselda til Íslands. Lögmaðurinn hefur rætt við íslensk stjórnvöld og er í sambandi við dómsmálaráðuneytið vegna málsins. Innlent 5.9.2024 17:00
Hljómi eins og öskubakki Ástralski kántrísöngvarinn Keith Urban er yfir sig hrifinn af kollega sínum og stjörnunni Miley Cyrus. Hann hrósaði henni með frekar einkennilegum hætti í hlaðvarpsþætti nýverið þar sem hann sagði hana hljóma alveg eins og öskubakki. Lífið 5.9.2024 17:00
Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. Erlent 5.9.2024 16:45
Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. Erlent 5.9.2024 14:06
Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Yfirvöld í Egyptalandi og Katar vinna nú að breytingum á tillögum um vopnahlé á Gasa og eiga í samráði við Bandaríkjamenn. Enn er talað um „lokatilraun“ til að brúa bilið milli Ísrael og Hamas. Erlent 5.9.2024 07:56
Segja yfirburði Bandaríkjanna ógn við stöðugleika í heiminum Tveir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum segja hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gagnvart Kína og Rússland mögulega ógn við stöðugleika í heiminum. Erlent 5.9.2024 07:08
Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. Erlent 4.9.2024 19:53
Minnst fjórir látnir eftir skotárás í menntaskóla Í það minnsta fjórir eru látnir eftir að skotárás var framin í menntaskóla í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. Auk hinna fjögurra látnu eru fleiri tugir særðir. Erlent 4.9.2024 18:24
Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Skipstjóri tundurspillisins John McCain var nýverið rekinn af yfirmönnum sínum í sjóher Bandaríkjanna. Það var gert fjórum mánuðum eftir að mynd af honum sem þótti vandræðaleg var birt á samfélagsmiðlum sjóhersins. Erlent 4.9.2024 16:09
Svikakvendið ætlar að dansa með stjörnunum Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey, mun keppa í 33. þáttaröð af bandarísku dansþættinum Dancing with the stars. Dansfélagi hennar verður atvinnudansarinn Ezra Sosa. Lífið 4.9.2024 15:27
Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni. Erlent 4.9.2024 14:24
Svanhildur boðin velkomin Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins. Innlent 4.9.2024 14:07
Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gær ákærur á hendur Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas, og annarra leiðtoga samtakanna. Er það vegna árásanna á Ísrael þann 7. október í fyrra en ákærurnar snúast meðal annars að morðum, mannránum og hryðjuverkastarfsemi. Erlent 4.9.2024 09:32
Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. Erlent 3.9.2024 09:35
Æfðu viðbragð eftir stórt brunaslys með Bandaríkjaher Viðbragðsaðilar á Íslandi ásamt Bandaríkjaher æfðu í dag viðbragð við því ef fjöldi fólks fengi alvarleg brunasár á sama tíma. Æfingin gekk vel að sögn þátttakenda sem margir hverjir brugðu sér í gervi sjúklinga. Innlent 2.9.2024 23:02
Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. Erlent 2.9.2024 21:11
Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Erlent 2.9.2024 11:13
Lana Del Rey og krókódílamaður vekja athygli Söngkonan Lana Del Rey virðist vera að slá sér upp með nýjum gaur ef marka má myndir sem náðust af henni um helgina. Sá heppni heitir Jeremy Dufrene og er skipstjóri frá Louisiana sem sem sérhæfir sig í krókódílatúrum. Lífið 1.9.2024 15:09
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. Erlent 1.9.2024 08:39
Hneig niður á miðjum tónleikum Bandaríski rapparinn Fatman Scoop er látinn, 53 ára að aldri. Scoop hneig niður á sviði á miðjum tónleikum sínum í Conneticut í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi sjúkrahús og síðar úrskurðaður látinn. Erlent 31.8.2024 17:33
„Fína konan“ skyndilega umkringd fyllibyttum Jóhanna Guðmundsdóttir var þriggja barna útivinnandi móðir og eiginkona í Bandaríkjunum þegar hún vaknaði upp við vondan draum. Eftir áralanga áfengisneyslu sem hafði undið upp á sig var hún komin á róandi lyf og hrædd um að missa börnin. Í dag leikur lífið við hana. Lífið 31.8.2024 09:10
Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. Erlent 30.8.2024 23:13
Útgáfufyrirtækin höfða mál gegn Flórída vegna bókalaga Penguin Random House, stærsta útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, og fleiri útgefendur hafa höfðað mál á hendur menntamálayfirvöldum í Flórída vegna laga sem banna kynferðislegt efni á skólabókasöfnum. Erlent 30.8.2024 11:09
Starfsmaður Wells Fargo sat látinn við skrifborð sitt í fjóra daga Rannsókn stendur yfir á andláti starfsmanns Wells Fargo í Arizona, sem mætti til vinnu klukkan sjö á föstudagsmorgni og fannst látinn við skrifborðið sitt fjórum dögum síðar. Erlent 30.8.2024 06:59