Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2025 10:01 George W. Bush þá Bandaríkjaforseti á spjalli við Abdullah Stand þáverandi krónprins af Sádi-Arabíu í Texas í apríl árið 2002. Getty Aðstandendur fórnarlamba árásanna þann 11. september 2001 hafa árum saman barist fyrir því að fá að lögsækja Sádi-Arabíu vegna meints stuðnings ríkisins við hluta hryðjuverkamannanna. Nýlega birt gögn bandarískra yfirvalda hafa styrkt grunsemdir fjölskyldnanna enn frekar og samhliða halda málaferlin áfram að silast í gegnum dómskerfið, 24 árum eftir atburðina. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í þetta mál sem og í aðrar pólitískar og sálfræðilegar afleiðingar árásanna. Þau segja ljóst að engin trúverðug gögn styðji kenningar um beina aðkomu bandarískra stjórnvalda að árásunum. Hins vegar sé ótvírætt af opinberum skýrslum að kerfið hafi brugðist bæði vegna „skorts á ímyndunarafli“ og vegna stofnana sem deildu ekki upplýsingum og hunsuðu viðvörunarmerki mánuðunum fyrir árásirnar. Kjarni þess hneykslis sem hefur orðið vatn á myllu samsæriskenninga snýr þó að Sádi-Arabíu. Eiríkur bendir á að 15 af 19 flugræningjum hafi verið Sádar. Í skjölum alríkislögreglunnar sem ekki voru gerð opinber fyrr en árið 2021, kemur jafnframt fram að maður tengdur sádísku leyniþjónustunni, Omar al-Bayoumi, hafi veitt tveimur flugræningjum víðtæka aðstoð við að koma sér fyrir í San Diego. „Það er sterk vísbending um að Bandaríkjastjórn hafi þaggað niður upplýsingar um óþægileg tengsl Sádí-Arabíu við mennina sem skipulögðu árásirnar,“ segir Hulda Þórisdóttir. Þöggun sem sé gjarnan skýrð með því að Bush-stjórnin hafi þurft á Sádi-Arabíu að halda sem lykil bandamanni í Miðausturlöndum. Á sama tíma hafi árásirnar verið nýttar til að knýja fram stefnu sem ella hefði mætt mikilli andstöð, þar á meðal innrásina í Írak árið 2003. Sú innrás var réttlætt með tilvísun til „stríðsins gegn hryðjuverkum“ þrátt fyrir að Írak hefði hvorki tengsl við Al-Qaída né byggi yfir gereyðingarvopnum. Það er vel þekkt að slyngir stjórnmálamenn nýti sér krísur til að ýta undir eigin stefnu. Fylgi George W. Bush rauk upp eftir árásirnar, og þannig var auðveldara að knýja fram Patriot-lögin sem veittu ríkinu stórauknar heimildir til eftirlits. Hvernig yfirvöld nýttu sér ótta almennings, fóru silkihönskum um Sádi-Arabíu og loks að enginn ráðherra eða háttsettur yfirmaður hafi axlað ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í aðdraganda árásanna, ýtti undir vantraust og samsæriskenningar sem dafna enn í dag. Nýjasta þátt Skuggavaldsins má heyra hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum. Þar rýna stjórnmálafræðingarnir Hulda og Eiríkur Bergmann í það hvernig bandaríska stjórnkerfið brást, hvers vegna lykilatriði í rannsókninni sköpuðu tortryggni og hvað þessi nýju gögn þýða fyrir framtíð málaferla gegn Sádi-Arabíu. Hryðjuverkin 11. september 2001 Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í þetta mál sem og í aðrar pólitískar og sálfræðilegar afleiðingar árásanna. Þau segja ljóst að engin trúverðug gögn styðji kenningar um beina aðkomu bandarískra stjórnvalda að árásunum. Hins vegar sé ótvírætt af opinberum skýrslum að kerfið hafi brugðist bæði vegna „skorts á ímyndunarafli“ og vegna stofnana sem deildu ekki upplýsingum og hunsuðu viðvörunarmerki mánuðunum fyrir árásirnar. Kjarni þess hneykslis sem hefur orðið vatn á myllu samsæriskenninga snýr þó að Sádi-Arabíu. Eiríkur bendir á að 15 af 19 flugræningjum hafi verið Sádar. Í skjölum alríkislögreglunnar sem ekki voru gerð opinber fyrr en árið 2021, kemur jafnframt fram að maður tengdur sádísku leyniþjónustunni, Omar al-Bayoumi, hafi veitt tveimur flugræningjum víðtæka aðstoð við að koma sér fyrir í San Diego. „Það er sterk vísbending um að Bandaríkjastjórn hafi þaggað niður upplýsingar um óþægileg tengsl Sádí-Arabíu við mennina sem skipulögðu árásirnar,“ segir Hulda Þórisdóttir. Þöggun sem sé gjarnan skýrð með því að Bush-stjórnin hafi þurft á Sádi-Arabíu að halda sem lykil bandamanni í Miðausturlöndum. Á sama tíma hafi árásirnar verið nýttar til að knýja fram stefnu sem ella hefði mætt mikilli andstöð, þar á meðal innrásina í Írak árið 2003. Sú innrás var réttlætt með tilvísun til „stríðsins gegn hryðjuverkum“ þrátt fyrir að Írak hefði hvorki tengsl við Al-Qaída né byggi yfir gereyðingarvopnum. Það er vel þekkt að slyngir stjórnmálamenn nýti sér krísur til að ýta undir eigin stefnu. Fylgi George W. Bush rauk upp eftir árásirnar, og þannig var auðveldara að knýja fram Patriot-lögin sem veittu ríkinu stórauknar heimildir til eftirlits. Hvernig yfirvöld nýttu sér ótta almennings, fóru silkihönskum um Sádi-Arabíu og loks að enginn ráðherra eða háttsettur yfirmaður hafi axlað ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í aðdraganda árásanna, ýtti undir vantraust og samsæriskenningar sem dafna enn í dag. Nýjasta þátt Skuggavaldsins má heyra hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum. Þar rýna stjórnmálafræðingarnir Hulda og Eiríkur Bergmann í það hvernig bandaríska stjórnkerfið brást, hvers vegna lykilatriði í rannsókninni sköpuðu tortryggni og hvað þessi nýju gögn þýða fyrir framtíð málaferla gegn Sádi-Arabíu.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira