Lögreglumál

Fréttamynd

Svona út­rýmum við skipu­lögðum brota­hópum

Nýlega lagði lögreglan hald á 100 kg af kókaíni sem voru falin í vörusendingu. Þetta er langmesta magn ólöglegra vímuefna sem hefur verið haldlagt í einu hérlendis. Þó telur lögreglan að haldlagningin hafi ekki teljandi áhrif á framboð á markaði.

Skoðun
Fréttamynd

Vildu ekki sprengja upp risa­vaxið dóp­mál heldur fylgdust þolin­móð með

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu.

Innlent
Fréttamynd

Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára

Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Meint alþjóðleg glæpakvendi gefa sig fram

Þeim Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur brá illilega í brún þegar þær lásu frétt af því að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslensku, hafi bankað uppá og nánast boðið sér sjálfum inn í hús í vafasömum tilgangi og uppgötvuðu að þar var verið að tala um þær.

Innlent
Fréttamynd

Meintur ís­björn reyndist vera selur

Ferðamenn í Hornvík tilkynntu lögreglunni á Vestfjörðum að þau töldu sig hafa séð ísbjörn á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðinu en meinti ísbjörninn var líklegast hvítur útselur.

Innlent
Fréttamynd

„Það þýðir ekki að segja nem­endum að þau megi ekki tala um málið“

Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu

Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á ungan dreng við gangbraut á leið í skólann

Ungur drengur í Grindavík hlaut opið beinbrot á fæti þegar ekið var á hann þar sem hjólaði á leið í skólann í gærmorgun. Lögreglumaður minnir ökumenn á að hafa augun á veginum nú þegar börn um allt land streymi í skólana.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur að rann­sóknin heyri undir annað em­bætti

Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Enn margir þættir málsins óljósir

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir.

Innlent
Fréttamynd

„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á mann á rafskútu

Ekið var á einstakling á rafskútu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar upp úr klukkan tólf í dag. Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.

Innlent