Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2022 10:33 Maðurinn var aðeins tólf ára gamall þegar lögregla og sérsveit var kölluð út vegna hans. Vísir/Vilhelm Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem maðurinn hefur komið við sögu sérsveitar en þegar hann var aðeins tólf ára gamall slasaðist hann eftir að sérsveit yfirbugaði hann. Sérsveitin hafði þá verið kölluð út á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um vopnaðan mann í bifreið. Þar var þó um tólf ára gamlan dreng með leikfang að ræða. Fram kemur í fréttum frá sínum tíma að sérsveitin hafi ráðist inn í bifreiðina, beint skotvopnum að drengnum og skipað honum að fara út úr bílnum og leggjast í jörðina. Þar hafi höndum hans verið haldið fyrir aftan bak. Þá segir í gömlum fréttum að hann hafi orðið fyrir nokkrum meiðslum. Nú er þessi drengur, eða maður, grunaður um að undirbúa hryðjuverk með hópi manna. Hann og annar, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn verið spurður um atvikið þegar hann var barn í yfirheyrslu hjá lögreglu frá þv í hann var handtekinn á miðvikudag. Maðurinn var nafngreindur í fjölmiðlum í gær en lögmaður hans, Ómar Örn Bjarnþórsson segist í samtali við fréttastofu fordæma nafngreiningu mannsins. Hann biður þá fólk að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Heimildir fréttastofu herma að einn þeirra manna sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu á miðvikudag og síðar sleppt sé lögmaður og hafi verið leigutaki í húsnæði í Mosfellsbæ sem leit lögreglu beindist að. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna í málinu á fullu en ekki sé hægt að greina hvers eðlis sú vinna sé. Lögregla hafi mjög knappan tíma áður en gæsluvarðhaldsúrskurður renni út yfir öðrum mannanna og vinni því öllum stundum að því. Fréttin var uppfærð klukkan 11:20. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem maðurinn hefur komið við sögu sérsveitar en þegar hann var aðeins tólf ára gamall slasaðist hann eftir að sérsveit yfirbugaði hann. Sérsveitin hafði þá verið kölluð út á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um vopnaðan mann í bifreið. Þar var þó um tólf ára gamlan dreng með leikfang að ræða. Fram kemur í fréttum frá sínum tíma að sérsveitin hafi ráðist inn í bifreiðina, beint skotvopnum að drengnum og skipað honum að fara út úr bílnum og leggjast í jörðina. Þar hafi höndum hans verið haldið fyrir aftan bak. Þá segir í gömlum fréttum að hann hafi orðið fyrir nokkrum meiðslum. Nú er þessi drengur, eða maður, grunaður um að undirbúa hryðjuverk með hópi manna. Hann og annar, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn verið spurður um atvikið þegar hann var barn í yfirheyrslu hjá lögreglu frá þv í hann var handtekinn á miðvikudag. Maðurinn var nafngreindur í fjölmiðlum í gær en lögmaður hans, Ómar Örn Bjarnþórsson segist í samtali við fréttastofu fordæma nafngreiningu mannsins. Hann biður þá fólk að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Heimildir fréttastofu herma að einn þeirra manna sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu á miðvikudag og síðar sleppt sé lögmaður og hafi verið leigutaki í húsnæði í Mosfellsbæ sem leit lögreglu beindist að. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna í málinu á fullu en ekki sé hægt að greina hvers eðlis sú vinna sé. Lögregla hafi mjög knappan tíma áður en gæsluvarðhaldsúrskurður renni út yfir öðrum mannanna og vinni því öllum stundum að því. Fréttin var uppfærð klukkan 11:20.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31
Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25
Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00