Málið óvenjulegt miðað við hryðjuverkamál á Vesturlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 21:20 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að það sem fram hafi komið um málið í fréttum stemmi ekki við hryðjuverk í Vestur-Evrópu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir koma sér verulega á óvart að mál hafi komið upp hér á landi þar sem grunur er um að menn hafi verið að undirbúa hryðjuverk. Þá séu allar upplýsingar sem hafi komið fram mjög óvenjulegar og ekki í takt við sambærileg mál á Vesturlöndum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í þjóðernishugmyndum og popúlisma segir þær upplýsingar sem hafi nú þegar komið fram um mögulega hryðjuverkaárás hér á landi ekki standast það sem hann hefur skoðað varðandi slík mál á löngum ferli. „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum þá er það mjög óvenjulegt að einhvers konar hópur manna standi að skipulagningu hryðjuverka á forsendum þjóðernis-, popúlískrar öfgastefnu sem beinist gegn valdstjórninni eins og fréttirnar bera með sér. Það eru varla til dæmi um slíkt í okkar heimshluta. Þetta er líkara því sem hefur komið upp í Bandaríkjunum,“ segir Eiríkur. „Svo er annað sem er frábrugðið í þessu tilviki. Það hefur verið sérkenni á ofbeldisverkum hægriöfgamanna að þau hafa í Vestur-Evrópu verið gerð af því sem við köllum einstaka úlfum en ekki sem skipulagðar aðgerðir margra manna yfir langan tíma í leyni neðanjarðar,“ segir Eiríkur. „Þannig að það er margt sem bendir til að þetta sé öðruvísi samsett en í löndunum í kring um okkur.“ Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem hafi þó komið fram sé þetta líkara öðrum öfgahópum. „Þetta er miklu líkara skipulagningu öfgavinstrisamtaka sem voru áberandi hér fyrir nokkrum áratugum á Vesturlöndum. Þegar hópur einstaklinga beitti sér gegn valdstjórninni: Lögreglu, Alþingi, ríkisstjórn og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Kemur á óvart að svona mál komi upp hér á landi? „Já, það kemur verulega á óvart í þeirri samsetningu sem fréttir segja til um. Að hér sé um skipulagðan hóp að ræða sem ætli sér að fremja þjóðernissinnað hryðjuverk gegn valdstjórninni í landinu. Þetta kemur mér rækilega á óvart vegna þess að svona hreyfingar beina aðgerðum sínum yfirleitt ekki gegn valdstjórninni. Þegar svona hryðjuverk hafa átt sér stað eru þau yfirleitt ekki skipulögð með þeim hætti sem þessar fréttir segja til um.“ Viðtalið við Eirík má sjá hér að neðan en það hefst á 05:06.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Alþingi Lögreglumál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira