Lögreglumál Segir skelfilega stöðu komna upp Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 13.2.2022 16:04 „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. Innlent 13.2.2022 13:37 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Innlent 13.2.2022 09:26 Mikil ölvun og læti í borginni í nótt Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt og þá sérstaklega í miðborginni þar sem fólk var úti að skemmta sér. Sjö gistu fangageymslur í nótt. Innlent 13.2.2022 07:15 Fær aftur kannabisefni sem hann flutti til landsins: „Við vorum óhræddir við að bíða niðurstöðu dómstóla“ Lögmaður færeysks manns sem var tekinn með um þrettán grömm af kannabisefnum við komuna til Íslands segir ánægjulegt að maðurinn hafi fengið efnin aftur en þau voru skrifuð út í læknisfræðilegum tilgangi. Hann telur þetta fyrsta dæmið þar sem látið er reyna á flutning kannabisefna í læknisfræðilegum tilgangi og telur að um fordæmisgefandi mál sé að ræða. Innlent 12.2.2022 22:32 Tilkynnt um þekktan brotamann með skammbyssu í fórum sínum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um að þekktur brotamaður hafði í för með sér skotvopn í Kópavogi en að því er kemur fram í dagbók lögreglu var talið að maðurinn væri með skammbyssu. Innlent 12.2.2022 17:18 Leigubílstjórar í vandræðum með ölvaða í nótt Talsvert líf var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglu. Töluvert var um ölvun í miðbæ Reykjavíkur og glímdu leigubílstjórar margir í vandræðum við þá sem höfðu verið úti á lífinu. Innlent 12.2.2022 07:25 Ógætilegur akstur hafi orðið til þess að bifreiðin skemmdist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af ökumanni bifreiðar í miðborg Reykjavíkur sem var að þenja bifreið sína og aka ógætilega. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni dagsins. Innlent 11.2.2022 17:23 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. Innlent 11.2.2022 13:11 Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. Innlent 11.2.2022 11:43 Bein útsending: Hvers konar ofbeldi í brennidepli á 112 deginum Áhersla 112 dagsins sem haldinn er um land allt föstudaginn 11. febrúar er að þessu sinni lögð á að vinna gegn hverskonar ofbeldi, en ofbeldishegðun hefur farið vaxandi þau tvö ár sem Covidfaraldurinn hefur geysað. Innlent 11.2.2022 11:35 Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. Innlent 11.2.2022 10:39 Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Innlent 11.2.2022 10:32 Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. Innlent 11.2.2022 09:21 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. Innlent 10.2.2022 18:30 Allir hinir látnu fundnir: Sóttu líkin með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku. Innlent 10.2.2022 17:48 Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. Innlent 10.2.2022 16:23 Þremur náð á land og leit stendur yfir að þeim fjórða Smákafbátur hefur verið notaður við Þingvallavatn í dag til að sækja hina látna á botn vatnsins. Smákafbáturinn var notaður vegna þess að aðstæður voru metnar verulega hættulegar fyrir kafara. Innlent 10.2.2022 14:37 Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Innlent 10.2.2022 14:19 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. Innlent 10.2.2022 13:54 Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. Innlent 10.2.2022 11:50 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. Innlent 10.2.2022 11:16 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. Innlent 10.2.2022 10:48 Lögregluaðgerð við Miklubraut Töluverður viðbúnaður lögreglu var við hús við Miklubraut í Reykjavík gegn Klambratúni á tíunda tímanum í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. Innlent 10.2.2022 10:20 Ís á vatninu hamlar aðgerðum í hörkufrosti á Þingvöllum Fresta hefur þurft aðgerðum á Þingvallavatni þar sem freista átti þess að ná líkum þeirra sem létust í flugslysunu þar í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar aðgerðum. Innlent 10.2.2022 09:46 Tuttugu og tveir kafarar taka þátt Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. Innlent 9.2.2022 19:08 Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir. Innlent 9.2.2022 16:36 Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki 34 ára pólskur karlmaður sætir ákæru Lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund töflum af ávana- og fíknilyfinu Oxycontin í nóvember síðastliðnum. Innlent 8.2.2022 11:02 Sá beran mann ef hún prílaði uppá stól Guðmundur Benediktsson fyrrverandi hæstaréttarlögmaður þurfti að sinna sérkennilegu útkalli þegar hann var í lögreglunni; kona sem kvartaði undan strípalingi í nágrenninu. Innlent 7.2.2022 16:09 Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. Innlent 7.2.2022 12:10 « ‹ 120 121 122 123 124 125 126 127 128 … 276 ›
Segir skelfilega stöðu komna upp Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 13.2.2022 16:04
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. Innlent 13.2.2022 13:37
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Innlent 13.2.2022 09:26
Mikil ölvun og læti í borginni í nótt Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt og þá sérstaklega í miðborginni þar sem fólk var úti að skemmta sér. Sjö gistu fangageymslur í nótt. Innlent 13.2.2022 07:15
Fær aftur kannabisefni sem hann flutti til landsins: „Við vorum óhræddir við að bíða niðurstöðu dómstóla“ Lögmaður færeysks manns sem var tekinn með um þrettán grömm af kannabisefnum við komuna til Íslands segir ánægjulegt að maðurinn hafi fengið efnin aftur en þau voru skrifuð út í læknisfræðilegum tilgangi. Hann telur þetta fyrsta dæmið þar sem látið er reyna á flutning kannabisefna í læknisfræðilegum tilgangi og telur að um fordæmisgefandi mál sé að ræða. Innlent 12.2.2022 22:32
Tilkynnt um þekktan brotamann með skammbyssu í fórum sínum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um að þekktur brotamaður hafði í för með sér skotvopn í Kópavogi en að því er kemur fram í dagbók lögreglu var talið að maðurinn væri með skammbyssu. Innlent 12.2.2022 17:18
Leigubílstjórar í vandræðum með ölvaða í nótt Talsvert líf var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglu. Töluvert var um ölvun í miðbæ Reykjavíkur og glímdu leigubílstjórar margir í vandræðum við þá sem höfðu verið úti á lífinu. Innlent 12.2.2022 07:25
Ógætilegur akstur hafi orðið til þess að bifreiðin skemmdist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af ökumanni bifreiðar í miðborg Reykjavíkur sem var að þenja bifreið sína og aka ógætilega. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni dagsins. Innlent 11.2.2022 17:23
Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. Innlent 11.2.2022 13:11
Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. Innlent 11.2.2022 11:43
Bein útsending: Hvers konar ofbeldi í brennidepli á 112 deginum Áhersla 112 dagsins sem haldinn er um land allt föstudaginn 11. febrúar er að þessu sinni lögð á að vinna gegn hverskonar ofbeldi, en ofbeldishegðun hefur farið vaxandi þau tvö ár sem Covidfaraldurinn hefur geysað. Innlent 11.2.2022 11:35
Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. Innlent 11.2.2022 10:39
Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Innlent 11.2.2022 10:32
Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. Innlent 11.2.2022 09:21
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. Innlent 10.2.2022 18:30
Allir hinir látnu fundnir: Sóttu líkin með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku. Innlent 10.2.2022 17:48
Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. Innlent 10.2.2022 16:23
Þremur náð á land og leit stendur yfir að þeim fjórða Smákafbátur hefur verið notaður við Þingvallavatn í dag til að sækja hina látna á botn vatnsins. Smákafbáturinn var notaður vegna þess að aðstæður voru metnar verulega hættulegar fyrir kafara. Innlent 10.2.2022 14:37
Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Innlent 10.2.2022 14:19
Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. Innlent 10.2.2022 13:54
Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. Innlent 10.2.2022 11:50
Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. Innlent 10.2.2022 11:16
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. Innlent 10.2.2022 10:48
Lögregluaðgerð við Miklubraut Töluverður viðbúnaður lögreglu var við hús við Miklubraut í Reykjavík gegn Klambratúni á tíunda tímanum í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. Innlent 10.2.2022 10:20
Ís á vatninu hamlar aðgerðum í hörkufrosti á Þingvöllum Fresta hefur þurft aðgerðum á Þingvallavatni þar sem freista átti þess að ná líkum þeirra sem létust í flugslysunu þar í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar aðgerðum. Innlent 10.2.2022 09:46
Tuttugu og tveir kafarar taka þátt Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. Innlent 9.2.2022 19:08
Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir. Innlent 9.2.2022 16:36
Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki 34 ára pólskur karlmaður sætir ákæru Lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund töflum af ávana- og fíknilyfinu Oxycontin í nóvember síðastliðnum. Innlent 8.2.2022 11:02
Sá beran mann ef hún prílaði uppá stól Guðmundur Benediktsson fyrrverandi hæstaréttarlögmaður þurfti að sinna sérkennilegu útkalli þegar hann var í lögreglunni; kona sem kvartaði undan strípalingi í nágrenninu. Innlent 7.2.2022 16:09
Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. Innlent 7.2.2022 12:10