Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2025 07:16 Trump hefur valdið nokkru fjaðrafoki með yfirlýsingum sínum um Grænland og mikilvægi þess fyrir Bandaríkin. AP Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. Egede sagðist í gær hafa skilning á því að íbúar væru uggandi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, neitaði að staðfesta hann myndi hvorki beita hervaldi né efnahagsþvingunum til að sölsa landið undir sig. Nú væri hins vegar tími til að standa saman og taka ekki afstöðu í mögulegri deilu milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Stjórnvöld á Grænlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau ítrekuðu að Grænlendingar ættu að vera sjálfráða um framtíð sína og að þau hlökkuðu til að eiga samskipti við nýja stjórn Trump. Þau væru enn fremur meðvituð um mikilvægi Grænlands hvað varðaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna en einmitt þess vegna væri þar að finna bandaríska herstöð. „Grænland hlakkar horfir til þess að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum innan Nató til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norðurslóðum,“ sagði í yfirlýsingunni. Trump hefur farið mikinn síðustu daga og lýst yfir vilja til þess að beita valdi til að innlima bæði Grænland og Kanada. Flestum þykir fremur ólíklegt að forsetinn fyrrverandi og verðandi muni grípa til hervalds í þessum tilgangi en yfirlýsingarnar hafa engu að síður skapað nokkurn ugg og óvissu. Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að bæta við herafla sinn á Grænlandi. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að Rússar fylgdust náið með þróun mála en sem betur fer væri enn aðeins um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir. Rússar væru fúsir til að vinna með hverjum sem er að því að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu. Bandaríkin Danmörk Grænland Kanada Hernaður Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Egede sagðist í gær hafa skilning á því að íbúar væru uggandi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, neitaði að staðfesta hann myndi hvorki beita hervaldi né efnahagsþvingunum til að sölsa landið undir sig. Nú væri hins vegar tími til að standa saman og taka ekki afstöðu í mögulegri deilu milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Stjórnvöld á Grænlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau ítrekuðu að Grænlendingar ættu að vera sjálfráða um framtíð sína og að þau hlökkuðu til að eiga samskipti við nýja stjórn Trump. Þau væru enn fremur meðvituð um mikilvægi Grænlands hvað varðaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna en einmitt þess vegna væri þar að finna bandaríska herstöð. „Grænland hlakkar horfir til þess að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum innan Nató til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norðurslóðum,“ sagði í yfirlýsingunni. Trump hefur farið mikinn síðustu daga og lýst yfir vilja til þess að beita valdi til að innlima bæði Grænland og Kanada. Flestum þykir fremur ólíklegt að forsetinn fyrrverandi og verðandi muni grípa til hervalds í þessum tilgangi en yfirlýsingarnar hafa engu að síður skapað nokkurn ugg og óvissu. Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að bæta við herafla sinn á Grænlandi. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að Rússar fylgdust náið með þróun mála en sem betur fer væri enn aðeins um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir. Rússar væru fúsir til að vinna með hverjum sem er að því að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu.
Bandaríkin Danmörk Grænland Kanada Hernaður Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira