Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 19:01 Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. Kona sem var á síðasta ári ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi þegar hún var skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn er grunuð um að hafa notað peninginn til einkanota, aðallega í greiðslur sem fóru inn á veðmálasíður. Þetta kemur fram í viðbótarskjali við ákæru málsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að greiðslurnar hafi aðallega farið til Betsson og Digimedia. Betsson er fræg veðmálasíða og Digimedia rekur margar leikja- og veðmálasíður á netinu. Bæði Betsson og Digimedia eru starfrækt frá Möltu. Greint var frá máli konunnar í maí á síðasta ári. Þá kom fram að hún væri ákærð fyrir að draga að sér rúmlega 8,6 milljónir króna þegar hún starfaði sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn í 74 færslum frá árinu 2016 til 2020. Upphæðirnar komu að mestu leyti frá reikningum skólans, en nokkrar komu af reikningi félagsmiðstöðvar skólans. Í viðbótarskjalinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að í sex tilfellum hafi millifærslur konunnar verið vegna kostnaðar sem hún greiddi af reikningi sínum. Vegna þess hefur ákæruvaldið dregið tæplega 2,5 milljónir af upprunalegu ákærufjárhæðinni. Þegar málið kom upp sagði Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, að málið hefði verið starfsmönnum skólans þungbært. Jafnframt sagði Björn að búið væri að breyta verklagi þannig þetta kæmi ekki fyrir aftur. Langanesbyggð Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Fjárhættuspil Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Þetta kemur fram í viðbótarskjali við ákæru málsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að greiðslurnar hafi aðallega farið til Betsson og Digimedia. Betsson er fræg veðmálasíða og Digimedia rekur margar leikja- og veðmálasíður á netinu. Bæði Betsson og Digimedia eru starfrækt frá Möltu. Greint var frá máli konunnar í maí á síðasta ári. Þá kom fram að hún væri ákærð fyrir að draga að sér rúmlega 8,6 milljónir króna þegar hún starfaði sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn í 74 færslum frá árinu 2016 til 2020. Upphæðirnar komu að mestu leyti frá reikningum skólans, en nokkrar komu af reikningi félagsmiðstöðvar skólans. Í viðbótarskjalinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að í sex tilfellum hafi millifærslur konunnar verið vegna kostnaðar sem hún greiddi af reikningi sínum. Vegna þess hefur ákæruvaldið dregið tæplega 2,5 milljónir af upprunalegu ákærufjárhæðinni. Þegar málið kom upp sagði Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, að málið hefði verið starfsmönnum skólans þungbært. Jafnframt sagði Björn að búið væri að breyta verklagi þannig þetta kæmi ekki fyrir aftur.
Langanesbyggð Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Fjárhættuspil Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira