Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2022 12:34 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir til vinstri, Ingi Tryggvason fyrir miðju, Katrín Pálsdóttir og Bragi Rúnar Axelsson til hægri. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. Talning í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og komu upp ábendingar þess efnis að lög hefðu verið brotin meðal annars vegna þess að atkvæði hefðu verið skilin eftir óinnsigluð að lokinni talningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi sekaði alla starfsmenn yfirkjörstjórnar í október. Starfsmennirnir neituðu að greiða sektina. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, var á meðal þeirra sem lögðu fram kæru vegna málsins. Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða málið sem kom til vegna kæru Karls Gauta. Í umræddu bréfi, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögreglustjóri að þann 1. janúar 2022 hafi ný kosningalög tekið gildi sem að mati lögreglu séu ekki nægilega skýr um skyldu til innsiglunar kjörgagna líkt og henni þótti um þágildandi kosningalög. Því telur lögreglustjóri vafa ríkja um refsinæmi ætlaðs brots yfirkjörstjórnarmanna eftir gildistöku kosningalaganna. Ingi segir að honum hafi ekki þótt málið neitt sérstaklega þungbært. „Jú, auðvitað er þetta búið að vera leiðinlegt en ég held svo sem að það hafi haft meiri áhrif á aðra.“ Aðra í kjörstjórninni? „Já, ég býst við því.“ Er einhver lærdómur þarna sem má draga af þessu máli? „Ekki fyrir mig allavega. Það er svo sem enginn lærdómur fyrir mig að draga af þessu en það er lærdómur fyrir aðra. Menn ættu að hugsa sinn tvisvar um áður en þeir ásaka aðra um refsiverða háttsemi., segir Ingi. „Þótt málið hafi endað svona þá er alvarlegt að ásaka aðra um refsiverða háttsemi sem á ekki við rök að styðjast.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Katrín Pálsdóttir, einn starfsmanna yfirkjörstjórnar, fengið samskonar bréf. Má reikna með að sambærilegt bréf sé á leiðinni eða hafi borist öllum starfsmönnum yfirkjörstjórnar í kjördæmi. Um er að ræða eitt af fjölmörgum kærumálum sem bárust Lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Talning í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og komu upp ábendingar þess efnis að lög hefðu verið brotin meðal annars vegna þess að atkvæði hefðu verið skilin eftir óinnsigluð að lokinni talningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi sekaði alla starfsmenn yfirkjörstjórnar í október. Starfsmennirnir neituðu að greiða sektina. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, var á meðal þeirra sem lögðu fram kæru vegna málsins. Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða málið sem kom til vegna kæru Karls Gauta. Í umræddu bréfi, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögreglustjóri að þann 1. janúar 2022 hafi ný kosningalög tekið gildi sem að mati lögreglu séu ekki nægilega skýr um skyldu til innsiglunar kjörgagna líkt og henni þótti um þágildandi kosningalög. Því telur lögreglustjóri vafa ríkja um refsinæmi ætlaðs brots yfirkjörstjórnarmanna eftir gildistöku kosningalaganna. Ingi segir að honum hafi ekki þótt málið neitt sérstaklega þungbært. „Jú, auðvitað er þetta búið að vera leiðinlegt en ég held svo sem að það hafi haft meiri áhrif á aðra.“ Aðra í kjörstjórninni? „Já, ég býst við því.“ Er einhver lærdómur þarna sem má draga af þessu máli? „Ekki fyrir mig allavega. Það er svo sem enginn lærdómur fyrir mig að draga af þessu en það er lærdómur fyrir aðra. Menn ættu að hugsa sinn tvisvar um áður en þeir ásaka aðra um refsiverða háttsemi., segir Ingi. „Þótt málið hafi endað svona þá er alvarlegt að ásaka aðra um refsiverða háttsemi sem á ekki við rök að styðjast.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Katrín Pálsdóttir, einn starfsmanna yfirkjörstjórnar, fengið samskonar bréf. Má reikna með að sambærilegt bréf sé á leiðinni eða hafi borist öllum starfsmönnum yfirkjörstjórnar í kjördæmi. Um er að ræða eitt af fjölmörgum kærumálum sem bárust Lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32