Lögreglumál Morðvopnið í Rauðagerðismálinu fundið Lögregla hefur lagt hald á byssu sem talið er að hafi verið notuð til að bana albönskum karlmanni í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Innlent 19.3.2021 15:52 Brutu upp dyr snemma morguns í miðbæ Reykjavíkur Sérsveit ríkislögreglustjóra braut upp útidyr í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Um var að ræða hluta af aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsóknina í Rauðagerðismálinu. Innlent 19.3.2021 12:05 Tveir fluttir á slysadeild eftir umferðarslys Rétt fyrir klukkan sex í kvöld barst lögreglu tilkynning um umferðarslys. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir slysið og ökumenn þeirra fluttir á slysadeild, en áverkar virtust minniháttar við fyrstu skoðun að því er fram kemur í dagbók lögreglu í kvöld. Innlent 18.3.2021 23:38 Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni. Innlent 18.3.2021 15:03 Fjórar handtökur og húsleit á sex stöðum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra í morgun í tengslum við rannsókn Rauðagerðis-málsins svokallaða og framkvæmdi húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess. Innlent 18.3.2021 13:07 Níu skotáverkar á líkama hins látna Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins. Innlent 18.3.2021 08:33 Handtekinn grunaður um brot gegn nálgunarbanni og eignaspjöll Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun. Innlent 17.3.2021 21:05 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. Innlent 17.3.2021 15:02 „Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. Innlent 17.3.2021 10:35 Meintur svindlari í Vesturbænum var ósvikinn björgunarsveitarmaður Svo virðist sem fréttir af meintum svindlara, dulbúnum sem björgunarsveitarmaður í þeim tilgangi að féfletta fólk í gærkvöldi, séu stórlega ýktar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að þarna hafi verið ósvikinn björgunarsveitarmaður á ferðinni í hefðbundinni styrkjaumleitan í Vesturbænum. Innlent 17.3.2021 09:25 Drengur varð undir vörubifreið Umferðarslys átti sér stað á Akranesi í dag þar sem 11 ára gamall drengur á reiðhjóli varð undir vörubifreið. Innlent 16.3.2021 17:34 Bíða eftir niðurstöðum úr gögnum sem send voru til útlanda Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, er ólokið. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísis að meðal annars sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknargögnum sem þurfti að senda til greiningar í útlöndum. Innlent 16.3.2021 11:40 Var ekki að brjótast inn heldur að reyna að komast út Upp úr klukkan hálffimm í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot í verslun í Kópavogi. Innlent 16.3.2021 06:53 Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Erlent 15.3.2021 20:48 Sérsveitin með æfingu í Árbænum Sérsveit ríkislögreglustjóra verður með æfingu innandyra í Árbænum í dag. Æfingin fer fram í Rofabæ 7-9 á milli klukkan tíu og þrjú. Innlent 15.3.2021 07:46 Lögreglan beitti piparúða Lögregla beitti piparúða gegn manni í Breiðholti síðdegis í gær. Tilkynning hafði borist um rúðubrot á veitingastað í hverfinu og þegar lögregla kom á staðinn var hinn grunaði enn á vettvangi. Innlent 15.3.2021 06:52 Töluvert um ölvun í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla vegna ölvaðs fólks í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbænum. Innlent 14.3.2021 07:58 Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. Innlent 13.3.2021 14:47 Sóttvarnarlög brotin á veitingastað í Kópavogi Lögreglumenn höfðu afskipti af veitingastað í Kópavogi vegna brota á lögum um sóttvarnir og veitingahús í nótt. Forráðamenn staðarins virtu ekki reglur um lokunartíma og þá var lítið um sóttvarnir á staðnum. Innlent 13.3.2021 07:54 Vonskuveður og bílar í röðum fyrir norðan Vonskuveður er í Húnavatnasýslum og eru margir ökumenn í vandræðum við Hvammstangaafleggjara. Búið er að loka fyrir umferð á þjóðvegi eitt. Innlent 11.3.2021 22:06 Handtekinn vegna vopnaðs ráns í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um vopnað rán í heimahúsi. Lögreglan handtók geranda á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins. Málið er nú í rannsókn. Innlent 11.3.2021 06:46 Maður sem sparkaði í átt að börnum tilkynntur til lögreglu Atvik þar sem maður er sagður hafa meðal annars veist að ungum börnum og sparkað til nokkurra þeirra í og við strætisvagn í Kópavogi í dag hefur verið tilkynnt til lögreglu. Innlent 10.3.2021 22:08 Freistaði þess að stela vörum fyrir um 46 þúsund krónur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í dag fjórar tilkynningar um þjófnað í verslunum og þá var tilkynnt um innbrot í húsnæði í póstnúmeri 220, þar sem fatnaði og raftækjum var stolið. Innlent 10.3.2021 18:36 Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. Innlent 10.3.2021 16:24 Krafa lögreglu um að fella niður skipun Steinbergs sem verjanda samþykkt Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í morgun kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að fella niður skipun Steinbergs Finnbogasonar sem verjanda Íslendingsins í Rauðagerðismálinu svokallaða. Innlent 10.3.2021 11:07 Þrjú útköll vegna heimilisofbeldis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nú síðdegis og í kvöld þrisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis; í póstnúmerum 104, 105 og 108. Innlent 9.3.2021 23:00 Þrír úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann í tengslum við morðið í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag farbann yfir þremur einstaklingum í tengslum við morðið í Rauðagerði. Voru einstaklingarnir þrír úrskurðaði í fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 6. apríl. Innlent 9.3.2021 19:57 Barnið útskrifað af gjörgæslu og braggast vel Drengur á þriðja ári, sem varð fyrir mannlausum bíl í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudag, er útskrifaður af gjörgæsludeild og líðan hans góð eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá foreldrum hans. Innlent 9.3.2021 15:50 Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. Innlent 9.3.2021 14:39 „Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Innlent 9.3.2021 13:41 « ‹ 152 153 154 155 156 157 158 159 160 … 275 ›
Morðvopnið í Rauðagerðismálinu fundið Lögregla hefur lagt hald á byssu sem talið er að hafi verið notuð til að bana albönskum karlmanni í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Innlent 19.3.2021 15:52
Brutu upp dyr snemma morguns í miðbæ Reykjavíkur Sérsveit ríkislögreglustjóra braut upp útidyr í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Um var að ræða hluta af aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsóknina í Rauðagerðismálinu. Innlent 19.3.2021 12:05
Tveir fluttir á slysadeild eftir umferðarslys Rétt fyrir klukkan sex í kvöld barst lögreglu tilkynning um umferðarslys. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir slysið og ökumenn þeirra fluttir á slysadeild, en áverkar virtust minniháttar við fyrstu skoðun að því er fram kemur í dagbók lögreglu í kvöld. Innlent 18.3.2021 23:38
Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni. Innlent 18.3.2021 15:03
Fjórar handtökur og húsleit á sex stöðum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra í morgun í tengslum við rannsókn Rauðagerðis-málsins svokallaða og framkvæmdi húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess. Innlent 18.3.2021 13:07
Níu skotáverkar á líkama hins látna Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins. Innlent 18.3.2021 08:33
Handtekinn grunaður um brot gegn nálgunarbanni og eignaspjöll Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun. Innlent 17.3.2021 21:05
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. Innlent 17.3.2021 15:02
„Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. Innlent 17.3.2021 10:35
Meintur svindlari í Vesturbænum var ósvikinn björgunarsveitarmaður Svo virðist sem fréttir af meintum svindlara, dulbúnum sem björgunarsveitarmaður í þeim tilgangi að féfletta fólk í gærkvöldi, séu stórlega ýktar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að þarna hafi verið ósvikinn björgunarsveitarmaður á ferðinni í hefðbundinni styrkjaumleitan í Vesturbænum. Innlent 17.3.2021 09:25
Drengur varð undir vörubifreið Umferðarslys átti sér stað á Akranesi í dag þar sem 11 ára gamall drengur á reiðhjóli varð undir vörubifreið. Innlent 16.3.2021 17:34
Bíða eftir niðurstöðum úr gögnum sem send voru til útlanda Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, er ólokið. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísis að meðal annars sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknargögnum sem þurfti að senda til greiningar í útlöndum. Innlent 16.3.2021 11:40
Var ekki að brjótast inn heldur að reyna að komast út Upp úr klukkan hálffimm í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot í verslun í Kópavogi. Innlent 16.3.2021 06:53
Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Erlent 15.3.2021 20:48
Sérsveitin með æfingu í Árbænum Sérsveit ríkislögreglustjóra verður með æfingu innandyra í Árbænum í dag. Æfingin fer fram í Rofabæ 7-9 á milli klukkan tíu og þrjú. Innlent 15.3.2021 07:46
Lögreglan beitti piparúða Lögregla beitti piparúða gegn manni í Breiðholti síðdegis í gær. Tilkynning hafði borist um rúðubrot á veitingastað í hverfinu og þegar lögregla kom á staðinn var hinn grunaði enn á vettvangi. Innlent 15.3.2021 06:52
Töluvert um ölvun í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla vegna ölvaðs fólks í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbænum. Innlent 14.3.2021 07:58
Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. Innlent 13.3.2021 14:47
Sóttvarnarlög brotin á veitingastað í Kópavogi Lögreglumenn höfðu afskipti af veitingastað í Kópavogi vegna brota á lögum um sóttvarnir og veitingahús í nótt. Forráðamenn staðarins virtu ekki reglur um lokunartíma og þá var lítið um sóttvarnir á staðnum. Innlent 13.3.2021 07:54
Vonskuveður og bílar í röðum fyrir norðan Vonskuveður er í Húnavatnasýslum og eru margir ökumenn í vandræðum við Hvammstangaafleggjara. Búið er að loka fyrir umferð á þjóðvegi eitt. Innlent 11.3.2021 22:06
Handtekinn vegna vopnaðs ráns í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um vopnað rán í heimahúsi. Lögreglan handtók geranda á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins. Málið er nú í rannsókn. Innlent 11.3.2021 06:46
Maður sem sparkaði í átt að börnum tilkynntur til lögreglu Atvik þar sem maður er sagður hafa meðal annars veist að ungum börnum og sparkað til nokkurra þeirra í og við strætisvagn í Kópavogi í dag hefur verið tilkynnt til lögreglu. Innlent 10.3.2021 22:08
Freistaði þess að stela vörum fyrir um 46 þúsund krónur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í dag fjórar tilkynningar um þjófnað í verslunum og þá var tilkynnt um innbrot í húsnæði í póstnúmeri 220, þar sem fatnaði og raftækjum var stolið. Innlent 10.3.2021 18:36
Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. Innlent 10.3.2021 16:24
Krafa lögreglu um að fella niður skipun Steinbergs sem verjanda samþykkt Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í morgun kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að fella niður skipun Steinbergs Finnbogasonar sem verjanda Íslendingsins í Rauðagerðismálinu svokallaða. Innlent 10.3.2021 11:07
Þrjú útköll vegna heimilisofbeldis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nú síðdegis og í kvöld þrisvar kölluð út vegna heimilisofbeldis; í póstnúmerum 104, 105 og 108. Innlent 9.3.2021 23:00
Þrír úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann í tengslum við morðið í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag farbann yfir þremur einstaklingum í tengslum við morðið í Rauðagerði. Voru einstaklingarnir þrír úrskurðaði í fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 6. apríl. Innlent 9.3.2021 19:57
Barnið útskrifað af gjörgæslu og braggast vel Drengur á þriðja ári, sem varð fyrir mannlausum bíl í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudag, er útskrifaður af gjörgæsludeild og líðan hans góð eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá foreldrum hans. Innlent 9.3.2021 15:50
Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. Innlent 9.3.2021 14:39
„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Innlent 9.3.2021 13:41