Skiptar skoðanir meðal lögreglumanna um handtöku í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:00 Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir meðal félagsmanna um mál lögreglumanns sem sakaður er um að hafa beitt ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði í vetur. Vísir Skiptar skoðanir eru meðal lögreglumanna vegna máls lögreglumanns sem sakaður var um ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði. Mál lögreglumannsins var látið niður falla hjá héraðssaksóknara en verður kært til ríkissaksóknara. „Auðvitað vilja sumir að við stöndum alltaf með okkar fólki en við getum auðvitað ekki farið að standa með lögreglumönnum sem brjóta af sér í starfi eða fara út fyrir sitt valdssvið. Ég get samt ekki tekið afstöðu til þess hvort það hafi átt sér stað í þessu máli,“ segir Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við fréttastofu. Lögreglumanninum sem um ræðir var tímabundið vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtöku en málið var látið niður falla í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Þrír lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa lýst yfir óánægju vegna endurkomu lögreglumannsins til starfa. Fékk mikla áverka við handtökuna Í tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, eru samskipti mannsins sem var handtekinn og lögreglumanna rakin í smáatriðum. Er þar meðal annars byggt á myndbandsupptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem komu að handtökunni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig uppi grunur um að maðurinn væri smitaður af Covid. Beðið var eftir sérstakri Covid-bifreið en á meðan tók maðurinn niður vitgrímu sína til að reykja sígarettu. Lögreglumenn báðu hann um að slökkva í sígarettunni og setja grímuna aftur upp sem hann gerði ekki. Eftir það sprautaði lögreglumaðurinn á hann varnarúða og skipaði honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem var til rannsóknar sló til mannsins með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn steig þá út úr bifreiðinni og kýldi lögreglumanninn. Í kjölfarið kom til stympinga milli mannsins og lögreglu sem endaði á því að lögreglumaðurinn sló manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Að lokum ýtti lögreglumaðurinn enda kylfu sinnar í bak mannsins sem þá lá í jörðinni. Í myndbandsupptökum sést blóðpollur í götunni við höfuð mannsins. Myndir af áverkum mannsins sýna stóra skurði á höfði hans og rispur á handleggjum. Hægt er að lesa nánar um málið hér: „Þetta lítur mjög illa út í fréttum“ Fjölnir segir erfitt að taka afstöðu til málsins. Landssambandið geti ekki ályktað um málið. „Þetta lítur auðvitað mjög illa út í fréttunum. Ég hef sagt áður að allar handtökur líta illa út og öll valdbeiting,“ segir Fjölnir. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort lögreglumaðurinn hafi farið út fyrir sitt valdsvið eða ekki. „Héraðssaksóknari tekur afstöðu í þessu máli, ekki lögreglan sjálf. Lögreglan sjálf er ekki að fá hann aftur til starfa, hann var auðvitað settur í leyfi á meðan hann var að skoða málið, svo er hann kominn aftur til starfa fyrst að málið var látið niður falla. Ég veit enn ekki hvernig þetta mál mun enda,“ segir Fjölnir. „Auðvitað er það litið alvarlegum augum þegar eitthvað svona kemur upp á en Landssambandið sem slíkt getur ekki tekið afstöðu í einstökum málum eða handtökum.“ Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Auðvitað vilja sumir að við stöndum alltaf með okkar fólki en við getum auðvitað ekki farið að standa með lögreglumönnum sem brjóta af sér í starfi eða fara út fyrir sitt valdssvið. Ég get samt ekki tekið afstöðu til þess hvort það hafi átt sér stað í þessu máli,“ segir Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við fréttastofu. Lögreglumanninum sem um ræðir var tímabundið vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtöku en málið var látið niður falla í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Þrír lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa lýst yfir óánægju vegna endurkomu lögreglumannsins til starfa. Fékk mikla áverka við handtökuna Í tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, eru samskipti mannsins sem var handtekinn og lögreglumanna rakin í smáatriðum. Er þar meðal annars byggt á myndbandsupptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem komu að handtökunni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig uppi grunur um að maðurinn væri smitaður af Covid. Beðið var eftir sérstakri Covid-bifreið en á meðan tók maðurinn niður vitgrímu sína til að reykja sígarettu. Lögreglumenn báðu hann um að slökkva í sígarettunni og setja grímuna aftur upp sem hann gerði ekki. Eftir það sprautaði lögreglumaðurinn á hann varnarúða og skipaði honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem var til rannsóknar sló til mannsins með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn steig þá út úr bifreiðinni og kýldi lögreglumanninn. Í kjölfarið kom til stympinga milli mannsins og lögreglu sem endaði á því að lögreglumaðurinn sló manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Að lokum ýtti lögreglumaðurinn enda kylfu sinnar í bak mannsins sem þá lá í jörðinni. Í myndbandsupptökum sést blóðpollur í götunni við höfuð mannsins. Myndir af áverkum mannsins sýna stóra skurði á höfði hans og rispur á handleggjum. Hægt er að lesa nánar um málið hér: „Þetta lítur mjög illa út í fréttum“ Fjölnir segir erfitt að taka afstöðu til málsins. Landssambandið geti ekki ályktað um málið. „Þetta lítur auðvitað mjög illa út í fréttunum. Ég hef sagt áður að allar handtökur líta illa út og öll valdbeiting,“ segir Fjölnir. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort lögreglumaðurinn hafi farið út fyrir sitt valdsvið eða ekki. „Héraðssaksóknari tekur afstöðu í þessu máli, ekki lögreglan sjálf. Lögreglan sjálf er ekki að fá hann aftur til starfa, hann var auðvitað settur í leyfi á meðan hann var að skoða málið, svo er hann kominn aftur til starfa fyrst að málið var látið niður falla. Ég veit enn ekki hvernig þetta mál mun enda,“ segir Fjölnir. „Auðvitað er það litið alvarlegum augum þegar eitthvað svona kemur upp á en Landssambandið sem slíkt getur ekki tekið afstöðu í einstökum málum eða handtökum.“
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira