Lögreglumál

Fréttamynd

Árekstur vestan við Hvolsvöll

Árekstur varð vestan við Hvolsvöll seinni partinn í dag, þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn. Veginum við Sólheima hefur af þeim sökum verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum

Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina.

Innlent
Fréttamynd

Þrír áfram í gæsluvarðhaldi en einum sleppt

Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun

Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Slagsmál, stympingar og fíkniefni

Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað.

Innlent