1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 14:04 Sistynin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem eru elst núlifandi systkina á Íslandi. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri; Egill, Ólafur, Bárður, Gústaf, Sigríður, Karl, Svanhvít, Magnús, Þorvaldur og Loftur. Og í neðri röðinni frá vinstri eru þau; Guðmundur, Sigþrúður, Guðrún, Ágústa Halla, Halldóra, Þórey. Myndin var tekin á ættarmóti systkinanna í júní 2009. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elstu núlifandi systkini landsins eru systkinin sextán frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð en þau eru samtals 1166 ára gömul. Elsta systkinið er 83 ára og það yngsta 58 ára. Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend
Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira