Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:56 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Gunnar Þórðarson, einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands á tónleikunum sem fóru fram í gær. mynd/Halla Tómasdóttir Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira