Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:56 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Gunnar Þórðarson, einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands á tónleikunum sem fóru fram í gær. mynd/Halla Tómasdóttir Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu til heiðurs Gunnari en flutningur verka hans var í höndum tónlistarmanna sem flestir ættu að kannast við. Þar má nefna Pálma Gunnarsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Sigríði Beinteins, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefaníu Svavarsdóttir, Eirík Hauksson, Dísellu Lárusdóttir og Júníus Meyvant. Fræga fólkið var þó ekki aðeins á sviðinu heldur voru einnig ýmsir góðkunnir Íslendingar í salnum. Ein af þeim var Halla Tómasdóttir forseti sem þakkaði Gunnari innilega fyrir menningararfinn. „Þú ert þjóðargersemi sem verður seint þakkað nóg fyrir þitt framlag! Mikið var fallegt að sjá og finna þakklætið og hlýjuna sem við öll berum til þín á afmælistónleikunum í gærkvöld,“ skrifaði Halla. Færslu hennar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður og fyrrverandi þingmaður, lét sig heldur ekki vanta á tónleikanna og fjölmennti með öðrum vinum Gunnars til að hylla afmælisbarnið. Færsla Jakobs í tilefni tónleikanna.vísir/skjáskot Páll Óskar þakkaði einnig Gunnari fyrir „öll gullin“ sem hann hefur gefið þjóðinni. Hann flutti lagið Við Reykjavíkurtjörn ásamt Júníus Meyvant í gær. Hilmar Þór Björnsson arkitekt lagði einnig leið sína á tónleikanna og var ansi hrifinn. Að hans sögn kom allur skarinn af listamönnunum fram í Bláu augunumþíumn í sameiningu í lok tónleikanna sem féll vel í kramið hjá áhorfendum sem risu úr sætum sínum og tóku undir. Grétar Örvarsson úr Stjórninni sagði í Facebook-færslu að kvöldstundin í Hörpu hafi verið ógleymanleg. „Takk Gunnar fyrir þitt ómetanlega framlag til íslenskrar tónlistar og fyrir að heiðra okkur tónleikagesti með nærveru þinni í Eldborg kvöld.“ Halla Tómasdóttir ásamt mörgum þeim sem fram komu á tónleikunum.vísir/skjáskot Gunnar opnaði sig í viðtali sem birtist í tímariti Mannlíf fyrir um þremur árum síðan þar sem hann sagði frá baráttu sinni við ólæknandi taugasjúkdóm. Þar kom fram að hann væri enn að semja þó að sjúkdómurinn kæmi í veg fyrir að „fingurnir hlýði“. Á þeim tíma sagði hann sjúkdóminn sem líkist parkinsonveiki vera á byrjunarstigi. „Maður verður að taka þessu með æðruleysi,“ er haft eftir honum í viðtali Mannlífs. Í textalýsingu Tix.is um viðburðinn segir: „[Gunnar] hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Harpa Tímamót Samkvæmislífið Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira