Lögreglumál

Fréttamynd

Fannst með­vitundar­laus eftir líkams­á­rás í Breið­holti

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. 

Innlent
Fréttamynd

Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu

Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur.

Innlent
Fréttamynd

„Við klárum bara rann­sóknina“

Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Endar aldrei vel þegar fólk notar vímu­efni undir stýri

Maður sem keyrði bifreið ofan í húsgrunn á gamla Blómavalsreitnum í gærkvöldi er grunaður um fíkniefnaakstur. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verður tekin af honum skýrsla seinna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sparkaði í bíla og var hand­tekinn

Eins og oft áður var nóg um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki og annað innbrot í nýbyggingu. Þá var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa sparkað í bifreiðar í miðborginni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur rekinn

Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar tveggja manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum, sem birtast á myndinni að ofan, og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu eða í síma 444 1000.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundi sleppt eftir skýrslu­töku í gær

Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán ára stúlka um borð í bát með alræmdum of­beldis­manni

Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Líkfundur í Reykjanesbæ

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um líkfund við fjöruborðið við Fitjabraut í Reykjanesbæ á hádegi í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni sem hrelldu íbúa á bak og burt

Lögreglu barst tilkynning um ungmenni sem áttu að hafa verið að hrella íbúa í Mosfellsbæ í nótt með því að banka á glugga og hurðar og taka í hurðarhúna. Ungmennin voru hvergi sjáanleg þegar lögregla mætti á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum

Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Glóð frá opnum eldi or­sök stór­bruna á Tálkna­firði

Bruninn sem varð í nýbyggingu fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish í botni Tálknafjarðar varð líklegast vegna glóðar sem barst frá opnum eldi sem unnið var með í plastteninga sem ekki voru langt frá. Málið telst upplýst en enginn var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Leita að eiganda peninga í óskilum

Heiðarlegur borgari fann peninga í verslun í Mosfellsbæ í síðustu viku og kom þeim í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eigandans er nú leitað.

Innlent