Tilkynnt var um innbrot í heimahús í miðborginni en ekki lá fyrir hvort einhverju hafði verið stolið. Þá bárust tilkynningar um innbrot í verslun og innbrot í bifreið, þar sem veski var stolið úr bifreiðinni.
Lögregla kom einnig til aðstoðar þegar hlaupahjóli var stolið en þannig vildi til að eigandinn hafði komið fyrir staðsetningarbúnaði í hjólinu. Tókst lögreglu að hafa uppi á því með aðstoð eigandans og staðsetningarbúnaðsins.