Að sögn lögreglunnar á Austurlandi komu bílarnir tveir úr gagnstæðri átt og um nokkuð harðan árekstur var að ræða.
Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og Íslendingar í hinum. Minniháttar slys urðu á ökumanni og farþega í öðrum bílnum.

Annar bíllinn er ónýtur og hinn er mikið skemmdur. Bílarnir voru fluttir af vettvangi með kranabíl.