Lögreglumál

Fréttamynd

Eldur í ljósastaur og grunsamlegt Ofurskálaráhorf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast á þessari aðfaranótt mánudags þrátt fyrir leiðinlegt veður. Lögreglan var meðal annars kölluð út vegna skemmda í sameign í bílakjallara og vegna elds í ljósastaur.

Innlent
Fréttamynd

Kýldi ökumann í andlitið og flúði á brott

Ökumaður hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í nótt og tilkynnti líkamsárás. Sagði hann tvo einstaklinga hafa sest inn í bifreiðina hjá honum án leyfis og annar einstaklingurinn síðan kýlt hann í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan lýsir eftir Karli Reyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Karli Reyni Guðfinnssyni, 85 ára karlmanni. Karl Reynir sást síðast er hann fór frá heimili sínu að Keldulandi 13 um hádegisbilið í dag. Karl Reynir á við minnisglöp að stríða.

Innlent
Fréttamynd

Einn á slysa­deild eftir á­rekstur

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir nokkuð harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar í Reykjavík á öðrum tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Óður maður á matsölustað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um óðan mann á matsölustað í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluþjóna bar að garði höfðu öryggisverðir þó fylgt manninum út. Ekki fylgir sögunni í dagbók lögreglunnar hvort maðurinn hafi verið handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Kæra úr­skurð héraðs­dóms í hryðju­verka­málinu

Úrskurður héraðsdóms um að vísa skuli frá ákærum er varða hryðjuverk hefur verið kærður til Landsréttar. Héraðsdómur úrskurðaði síðastliðin mánudag að Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson yrðu ekki ákærðir fyrir skipulagningu eða tilraun til hryðjuverka. 

Innlent
Fréttamynd

Neitaði að borga og ógnaði leigubílstjóra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um farþega sem neitaði að borga fyrir leigubíl. Viðkomandi hótaði einnig leigubílstjóranum. Þetta var í Grafarholti en í dagbók lögreglunnar segir að annar leigubílstjóri hafi verið áreittur í Múlunum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmörg bílslys seinni partinn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningar um fjölmörg bílslys seinni part dags. Þar á meðal var minnst fimm bíla árekstur á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg en mörg slysanna má rekja til mikillar hálku sem myndaðist í dag.

Innlent
Fréttamynd

Frí­merkja- og myntsafnarar slegnir eftir inn­brot

Innbrotsþjófar gripu svo gott sem í tómt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og brotið upp peningaskáp. Formaður landssambandsins segir fjárhagslegt tjón ekki svo mikið, en öllu verra sé tilfinningalega tjónið við að ráðist sé inn á mann með þessum hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn verslun í Kópa­vogi í nótt og mikið um ölvunar­akstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Mikið var um ýmiskonar tilkynningar sem tengdust ölvun, slagsmálum og hávaða. Sex einstaklingar voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og einn undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá var brotist inn í verslun í Kópavogi.

Innlent