Villti á sér heimildir til að afla gagna um eiginkonuna Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 14:45 Maðurinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Í einu tilvikinu þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. mars næstkomandi vegna ítrekaðra brota á nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og ólögráða barni. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira