Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot í verslun í Kópavogi. Samkvæmt tilkynningunni var um að ræða nokkra einstaklinga sem höfðu yfirgefið vettvang á bifreið. Lögregla hafði upp á þeim og vistaði í fangaklefa og verður málið rannsakað.
Sem fyrr segir var talsvert um ölvunarakstur í nótt auk þess sem einn ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.