Frímerkja- og myntsafnarar slegnir eftir innbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2023 19:24 Í peningaskápnum var ekki að finna mikil verðmæti. Aðsend Innbrotsþjófar gripu svo gott sem í tómt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og brotið upp peningaskáp. Formaður landssambandsins segir fjárhagslegt tjón ekki svo mikið, en öllu verra sé tilfinningalega tjónið við að ráðist sé inn á mann með þessum hætti. „Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
„Það var um hádegið í gær sem komið var að þessu,“ segir Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara sem heldur utan um húsið. Þjófurinn eða þjófarnir hafi hins vegar haft lítið upp úr innbrotinu. „Það virðist vera algjörlega hverfandi. Þetta er í raun bara félagsheimili og bókasafn. Það er þarna kompa og svo tveir peningaskápar sem myntsafnara- og frímerkjafélögin eiga. En þeir eru bara þarna, það er ekki mikið í þessu. Það voru einhverjar restar af einhverjum minnispening sem virðast hafa verið teknar, bara til að taka eitthvað. Ég get ímyndað mér að það hafi verið svolítil vonbrigði að opna skápinn og sjá að það væri ekkert í honum,“ segir Gísli. Hann segir það sjaldan gerast að mjög verðmætir munir séu geymdir í húsinu. „Þetta er meira bara læst hirsla heldur en að menn séu raunverulega að nota þetta sem peningaskáp undir einhver verðmæti.“ Hér má sjá geymsluna sem brotist var inn í.Aðsend Einhver hafi talið sig geta komist í feitt Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki innbrotinu. „Við erum með opið hús alla laugardaga og svo er myntsafnarafélagið með opið hús einu sinni í mánuði. Þannig að þetta er líklega einhver sem hefur komið þarna og séð að það væri skápur þarna og talið sig vera að komast í feitt. Það er í það minnsta það sem okkur grunar,“ segir Gísli. Þó að þeir munir sem hafðir voru á brott hafi ekki haft mikið verðgildi þá varð einnig tjón á húsnæðinu sjálfu. „Skápurinn er ónýtur og svo er búið að brjóta upp allar hurðir sem eru læstar. Annað tjón virðist vera í lágmarki,“ segir Gísli, sem segir ekki liggja fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega. Það verði tekið saman í vikunni. „Það er meira bara leiðinlegt að þurfa að standa í þessu. Frekar tilfinnanlegt tjón heldur en fjárhagslegt, það er alltaf sjokk þegar það er ráðist inn á mann,“ segir Gísli. Mikil gróska í frímerkjaheimum Búið var að brjóta upp læstar dyr.Aðsend Þó að þrjótarnir hafi ekki haft mikið upp úr innbrotinu segir Gísli að í frímerkjaheimum sé nokkuð um dýr frímerki sem gangi kaupum og sölum. „Við vorum með stórt frímerkjauppboð á netinu, safnari.is, þar voru að minnsta kosti fjórir hlutir sem seldust á um hálfa milljón hver um þarsíðustu helgi. Þannig að það er gróska í þessu.“ Gísli bætir við að í Covid hafi margir safnarar sem höfðu hætt að stunda áhugamálið snúið aftur. „Þegar menn voru búnir að taka fjórum sinnum til í geymslunni og rekast á safnið sitt þá hafa þeir ákveðið að halda áfram. Þetta var kannski ein af jákvæðu hliðunum við Covid,“ segir Gísli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira