Orkumál

Fréttamynd

Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni

Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur.

Innlent
Fréttamynd

Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global

Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beislum kraftana betur

Við getum tekið stór skref til grænnar framtíðar með því að beisla þá krafta, sem landið býr yfir. Við þurfum að nýta vindinn, rétt eins og við höfum nýtt jarðvarmann og lagt áherslu á að nýta betur þau fallvötn, sem þegar hafa verið virkjuð.

Skoðun
Fréttamynd

„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“

Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum.

Innlent
Fréttamynd

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Neytendur
Fréttamynd

Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam

Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi.

Innlent
Fréttamynd

G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna

Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni.

Erlent
Fréttamynd

Endurhugsa, endurmeta og endurnýta

Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni

Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni.

Innlent
Fréttamynd

„Allir fá sitt rafmagn“ þrátt fyrir bilun

Starfsmenn HS Orku slökktu á annarri af þeim vélum sem tryggja raforkuframleiðslu Reykjanesvirkjunar vegna bilunar sem kom upp í gær. Bilunin mun ekki hafa áhrif á viðskiptavini HS Orku þó að það dragi úr framleiðslugetu fyrirtækisins. 

Innlent
Fréttamynd

Yfir­burðir í­halds­seminnar

Orkusetur hefur í gegnum tíðina unnið að innleiðingu á orkunýtnari lausnum hjá fyrirtækjum og almenningi. Breytingar fara ekki vel í alla og íhaldssemi getur verið ógnarkraftur sem oft á tíðum er erfitt að eiga við.

Skoðun