Erlent

Lokun þýskra kjarn­orku­vera ó­ljós vegna skorts á gasi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Scholz útilokar ekki áframhaldandi starfsemi kjarnorkuvera. 
Scholz útilokar ekki áframhaldandi starfsemi kjarnorkuvera.  Michele Tantussi - Pool / Getty

Kanslari Þýskalands Olaf Scholz segir það geta hugsast að gott væri að halda starfsemi þýskra kjarnorkuvera gangandi í ljósi rýrnunar á gasflæði frá Rússlandi.

Stöðvun Rússa á flæði á gasi hefur ýtt undir kjarnorkuumræðu og vangaveltur um það hvort að ljúka eigi starfsemi þýskra kjarnorkuvera eða ekki.

Politico greinir frá því að Scholz hafi verið spurður út í skoðun sína á áframhaldandi starfsemi þýskra kjarnorkuvera á meðan heimsókn hans hjá Siemens Energy stóð. Kanslarinn var í staddur hjá Siemens í borginni Mulheim til þess að skoða rússneska túrbínu. Túrbínan hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna.

Scholz sagði þrjú kjarnorkuver Þýskalands aðeins sjá landinu fyrir litlum hluta rafmagns en reiknað hafi verið með að verin hætti starfsemi í lok árs.


Tengdar fréttir

Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi

Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×