Ragnheiður Tryggvadóttir
Börnin og biðlistarnir
Það er svo margt sem blessuð kreppan hefur alið af sér bæði jákvætt og neikvætt.
Allt fyrir almenning
Ég hef búið í höfuðstaðnum í bráðum 13 ár en ég er landsbyggðarpía að upplagi. Kom til borgarinnar til að mennta mig listum og ílengdist. Ég flutti með allt mitt hafurtask í skottinu á hvítri súbarúbifreið systur minnar eitt haustið og hóf borgarbúskapinn í kjallaraskonsu á Njálsgötunni, ásamt vinkonu.
Stórlaxar og smásíli
Ímynd Íslands út á við er ekki svo glæst þessa dagana. Heimspressan keppist við að flytja fréttir af því hversu mikið endemis óreiðufólk við séum í fjármálum og nú ætlum við ekki einu sinni að borga til baka peninga sem okkur voru lánaðir!
Ilmandi smákökur
Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarnir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mættum voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig.
Komið að tómum kofunum
Eyðibýli í sveitum landsins eru þónokkur talsins. Þau er að finna allan hringinn í kringum landið enda var byggðin mun dreifðari fyrir nokkrum áratugum en hún er í dag. Byggingarnar eru misjafnlega á sig komnar eftir því hve langt er síðan bærinn fór í eyði og hvort einhver umgengni hefur verið um staðinn síðan. Mörg eyðibýlanna eru nýtt sem sumarhús meðan önnur grotna niður. Þessi hús eru gjarnan vinsælt myndefni ljósmyndara og nýlega gluggaði ég í bók eftir þá Nökkva Elíasson ljósmyndara og Aðalstein Ásberg Sigurðsson rithöfund. Í bókinni var að finna bæði ljóð og ljósmyndir af eyðibýlum hvaðanæva að af landinu, svarthvítar og dramatískar.
Á flótta undan flensunni
Ég hrekk við og missi næstum brennheitt kaffið niður á mig þegar maðurinn við hliðina á mér hnerrar skyndilega. Þetta var kraftmikill hnerri og maðurinn hélt ekkert aftur af sér. Ég sé að fleirum en mér hefur brugðið, fullorðin kona á borði við gluggann horfir stóreyg á manninn þar sem hann þurrkar sér í vasaklútinn, muldrandi eitthvað um „bölvað kvefið". Ég held niðri í mér andanum og þríf úlpuna af stólbakinu. Ég klára ekki einu sinni úr kaffibollanum heldur dríf mig út undir ferskt loft og dreg ekki aftur andann fyrr en ég er komin fyrir húshornið.
Framtíðarsýn
Mig dreymdi að væri komið árið 2012, þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf. Já veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt,“ söng Vilhjálmur Vilhjálmsson árið 1969 á plötunni Hún hring minn ber.
Aftur í sama farið?
Það getur reynst erfitt að breyta út af vananum. Við erum gjörn á að hjakka í sama hjólfarinu og sitja sem fastast í þeim aðstæðum sem við þekkjum best, jafnvel þó þær aðstæður séu ekki endilega þær bestu og breytinga væri þörf. Það felst ákveðið öryggi í þessu venjulega. Þó að okkur takist stundum að hrista upp í hlutunum og breyta tímabundið til er tilhneigingin til að falla aftur í sama farið rík.
Að geta sofið rólegur
Fátt er betra eftir annasaman dag en að skríða upp í mjúkt rúmið sitt og draga sængina upp að höku. Finna augnlokin þyngjast, þreytuna líða úr líkamanum og geta sofið rólegur. „Ég svaf bara eins og ungbarn" segir fólk gjarnan þegar það hefur sofið sérstaklega vel og lengi. Endurnært rís það úr rekkju, teygir sig og dæsir ánægjulega og vindur sér svo í verk dagsins af fullum krafti. Batteríin fullhlaðin og skapið svona ljómandi gott.
Hressandi haustið
Það er farið að hausta. Þó að laufin séu ekki farin að falla ennþá ber golan með sér að stutt sé í næturfrostið. Loftið er svalt og hressandi og það ilmar allt öðruvísi en í sumar. Ef ná á að tína bláberin áður en þau skemmast þarf að hafa hraðar hendur. Skólarnir eru líka að byrja. Skólatöskur og pennaveski eru auglýst í gríð og erg í sjónvarpi og blöðum og lítið fólk með stórar töskur á bakinu er á ferðinni um allan bæ í flokkum. Fyrsti skóladagurinn er jafnan öruggt merki þess að sumarið sé liðið.
Ný jörð – nýtt líf
Íslendingar eru áberandi svartsýnni á efnahagsástandið en aðrar þjóðir um þessar mundir, þetta las ég á Vísi í gær. Og skyldi engan undra, við erum í tómu tjóni. Þess vegna kom mér heldur ekkert á óvart að lesa hér í Fréttablaðinu um ung íslensk hjón sem búið höfðu undanfarinn áratug í Kaupmannahöfn en völdu að flytja frekar til Grænlands með börnin sín tvö en hingað heim. Enda Grænland í „fúlsving", með nýfengið sjálfstæði. Unga fólkið setti ekki fyrir sig að ófært er í bæinn þess nema með flugvél eða á hundasleða. Kalda Ísland hefur ekkert aðdráttarafl lengur, ekki einu sinni í hugum heimamanna.
Í rigningunni finnum við frið
Á Íslandi er veðrið jafnan umræðuefni þegar fólk hittist. Veðrið skiptir okkur máli og þessi hefð að spyrja eftir veðrinu er jafnsjálfsögð og að spyrja útlendingana „how do you like Iceland". Þetta er auðvitað tilkomið vegna þess að afkoma forfeðra okkar í harðbýlu landi, stóð og féll með veðrinu. Þar sem sólar nýtur nánast allan ársins hring hefur fólk engan áhuga á að vita hvort gráðurnar voru einni eða tveimur fleiri handan við hólinn.
Ég vildi að það væri góðæri
Ég græt stundum góðærið. Þótt það þyki ekki flott. Enda keppist fólk nú við að fordæma bruðlið og vitleysisganginn sem heltók okkur öll fyrir svo stuttu síðan. „Uss, ég keypti nú engan flatskjá," segir það, og þykist eitthvað betra en við hin. Auðvitað skammast ég mín fyrir flatskjáinn á eldhúsveggnum, ég fæst þó ekki til að viðurkenna að hann einn hafi sett samfélagið á hliðina.
Sumarið er tíminn...
Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum.
Fer hver að verða sér næstur?
BMX reiðhjóli húsbóndans var stolið úr garðinum um daginn. Þetta er þriðja hjólið í hans eigu sem einhver óprúttinn hefur á brott með sér í skjóli nætur. Eins var hjólinu mínu stolið fyrir nokkru síðan, með áföstum barnastól! Ég kenni kreppunni um. Þegar harðnar á dalnum er fólk til alls víst.
Biðin langa
Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti.
Elskaðu náunga þinn
Nýverið heyrði ég frétt af nemendum í íslenskum framhaldsskóla sem gengu í skrokk á samnemanda sínum í skólanum. Slógu hann í höfuðið og spörkuðu í hann. Viðkomandi skólayfirvöld brugðust við með því að víkja ofbeldisfólkinu úr skólanum, í einn dag, og einhverjum þeirra í þrjá daga.
Hvað um meðaljóninn?
Alltaf stal villingurinn í bekknum athyglinni. Í ofan á lag var honum svo hrósað í hástert ef hann slysaðist til að haga sér einu sinni vel. Enginn tók eftir meðaljóninum sem hagaði sér skikkanlega allan tíman. Ég óttast að í aðgerðapakkanum sem bjarga á heimilunum í kreppunni verði meðaljóninn enn útundan. Að þeir taki mestan skellinn sem spiluðu ekki rassinn úr buxunum, höfðu enga kaupréttarsamninga og standa þokkalega í skilum. Splæstu kannski í mesta lagi 20 tommu flatskjá.
Að sparka eins og stelpa
Frasinn að sparka eins og stelpa er gjarnan notaður þegar einhver hefur þótt sparka illa. Að kasta eins og stelpa eða hlaupa eins og stelpa þykir víst líka slæmt. Drengir ganga sjálfkrafa út frá því að þeir standi stúlkum framar í flestu. Mörgum þeirra líkar því illa ef kona skákar þeim á einhvern hátt.
Um atvinnuöryggi starfsstétta
Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni.
Þorláksmessa
Þorkláksmessa er loksins runnin upp. Hjá sumum kannski allt of snemma því hið vel þekkta jólastress rís gjarnan hæst í dag. Verslanir eru opnar þar til klukkan fer að ganga miðnætti í kvöld og margir eyða allri þorláksmessunni í síðustu innkaupin fyrir jólin. Fótafúnir hlaupa menn milli búða og leita uppi eitthvað, bara eitthvað sem gæti hentað í jólapakkann.
Steinn í skó
Ég stóð mig að því að slökkva á sjónvarpinu um daginn þegar einhver ráðalaus ráðamaðurinn sat fyrir svörum. Ég var orðin hundleið á kreppunni.