Kosningar 2010

Fréttamynd

Akureyri: L-listinn fær sex menn

Fyrstu tölur á Akureyri benda til þess að L-listinn fái hreinann meirihluta í bæjarstjórn og sex menn kjörna. Búið er að telja um 7000 atkvæði og aðrir flokkar í framboði, Bæjarlistinn, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG, skipta á milli sín atkvæðunum og ná einum manni inn hver.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu tölur í RVK: Besti flokkurinn með sex menn

Fyrstu tölur eru komnar í hús í Reykjavík og Besti flokkurinn hefur fengið 8000 atkvæði og sex menn kjörna miðað við þetta. Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fimm mönnum og Samfylkingin fær fjóra. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn fær flest atkvæði í Kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Kópavogi en þeir fengu 3617 atkvæði en búiið er að telja 11964 atkvæði. Þá fékk Samfylkingin 3370 atkvæði. Þá fékk VG 1129 atkvæði. Næst besti flokkurinn hlaut 1687 atkvæði. Listi Kópavogs hlaut 1233 atkvæði. Frjálslyndi flokkurinn fékk 87 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Úrslit í Skorradalshreppi

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Skorradalshreppi eru ljós. Alls greiddu 22 atkvæði eða 52,30 prósent. Á kjörskrá eru 42.

Innlent
Fréttamynd

Eurovision ekki haft mikil áhrif á kosningarnar

Alls höfði 53936 þúsund borgarbúar greitt atkvæði klukkan átta í Reykjavík. Það gera 62,88 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningunum höfðu 60,84 prósent kosið á sama tíma. Tæplega 86 þúsund manns eru á kjörskrá.

Innlent
Fréttamynd

ívið betri kosningaþátttaka en árið 2006

Alls hafa 45112 kosið í Reykjavík eða 52,59 prósent klukkan sex í dag. Það er um það bil tveimur prósentum meira en kusu í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006. Þá voru 50,87 prósent búnir að kjósa eða 43551. Tæplega 86 þúsund eru á kjörskrá í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Baldvin Jónsson: Höfum ekki hugmynd um það hvað gerist

„Við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr eftir Kastljósið í gær en við höfum ekki hugmynd hvað gerist,“ segir Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins, en hann segir daginn í dag vera þann fyrsta þar sem frambjóðendurnir framboðsins eru ekki á hlaupum út um allan bæ.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur F. Magnússon býst við öllu í kvöld

„Við erum búin með okkar vinnu, við erum ekki að smala heldur sitjum við hérna í garðinum mínum og þéttum raðirnar,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi H-listans en hann tekur kosningadaginn rólega og segist ekki smala mikið síðustu stundirnar.

Innlent
Fréttamynd

Kjörsókn eykst í Reykjavík

Kjörsókn hefur aukist nokkuð í Reykjavík en alls hafa 31827 borgarbúar kosið. Það gera 37,1 prósent. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar höfðu 32725 þúsund kosið á sama tíma. Kjörsókn hefur því aukist nokkuð í Reykjavík frá því klukkan tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Framúrskarandi kosningaþátttaka á Akureyri

Kjörsókn á Akureyri hefur verið framúrskarandi góð að sögn formanns kjörstjórnar, Helga Teits Helgasonar, en alls hafa 4452 kosið í bænum. Það gera 34,8 prósent. Í síðustu sveitarstjórnarkosningunum árið 2006 höfðu 32,3 prósent kosið á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdi skilríkjunum en fékk samt að kjósa

„Ég fór í sparifötin og gleymdi þess vegna veskinu upp á kosningaskrifstofunni,“ sagði Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, í viðtali á Bylgjunni en hann átti ekki að fá að kjósa í ljósi þess að hann hafði engin persónuleg skilríki á sér. Fyrir vikið kom maður frá yfirkjörstjórninni sem vottaði að maðurinn væri í raun Jón Gnarr. Þess vegna tókst honum að kjósa að lokum.

Innlent
Fréttamynd

Dagur B.: Stjórnmálin eru á vegamótum

„Stjórnmálin almennt eru á vegamótum, það hefur fallið mikið á traustið og það verður geysimikið verkefni að endurvinna það,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson og Sólveigu Bergman á Bylgjunni fyrir utan Ráðhúsið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hanna Birna vinnur á meðal kvenna

Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Ný framboð skapa óvissu

Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri

Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri.

Innlent