Hanna Birna vinnur á meðal kvenna 29. maí 2010 08:30 Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarnar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í forgrunni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálfstæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlítið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögðust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sambærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kannana, mögulega vegna aukins stuðnings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar-stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista.brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarnar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í forgrunni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálfstæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlítið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögðust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sambærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kannana, mögulega vegna aukins stuðnings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar-stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista.brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira