Sund

Fréttamynd

Jóhanna Elín tryggði sér sæti á EM

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Búkarest í Rúmeníu undir lok árs. Þá var Anton Sveinn McKee 0,2 frá Íslandsmeti sínu frá árinu 2020.

Sport
Fréttamynd

Annar og betri maður eftir slysið ó­hugnan­lega í lauginni

Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi.

Innlent
Fréttamynd

Tók út tíu klukkustunda refsingu í sundlauginni á Selfossi

Eyrbekkingur fékk heldur betur að kynnast sundlauginni á Selfossi í dag því hann þurfti að vera þar í 10 klukkutíma, sem refsing í vinsælum fótboltaleik. Eyrbekkingurinn naut þó lífsins með sína rúsínuputta en hann skiptist á að fara í rennibrautina, í heitu pottana og synda í lauginni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk sund­stjarna slær í gegn á gramminu

Myndband sem sýnir hina ungu og efnilegu sundkonu, Önnu Elínu, spreyta sig í ungbarnasundi hefur vakið stormandi lukku innan samfélagsmiðla. Móðir hennar, Emilía Madeleine Heenen, segist undrandi á viðtökunum en myndbandið hefur nú fengið yfir 40 milljón áhorfa. 

Lífið
Fréttamynd

Hefur nú heim­sótt öll fimm­tíu ríki Banda­ríkjanna: „Ó­lýsan­leg til­finning“

Lífskúnstnerinn Hanna Guðrún Halldórsdóttir hafði löngum haft það að markmiði að heimsækja öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna og hefur því verið dugleg að ferðast síðastliðin ár. Þegar hún flaug til Alaska í síðustu viku lauk hún ætlunarverki sínu en það var einmitt síðasta ríkið sem hún átti eftir að heimsækja. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá Bandaríkja ævintýrum Hönnu Guðrúnar.

Lífið
Fréttamynd

Snæfríður í metaham á Möltu

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir heldur áfram að gera það gott í lauginni á Möltu, á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna á nýju Íslandsmeti í 400 metra skriðsundi í dag.

Sport