Tuttugu fylgja fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 06:32 Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París. Talið frá vinstri: Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. ÍSÍ Ísland mun eiga fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París og voru þeir ásamt fylgdarliði kynnt til leiks á sérstökum fjölmiðlafundi í gær í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Sjá meira