Tuttugu fylgja fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 06:32 Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París. Talið frá vinstri: Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. ÍSÍ Ísland mun eiga fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París og voru þeir ásamt fylgdarliði kynnt til leiks á sérstökum fjölmiðlafundi í gær í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira