Forsetakosningar 2012

Fréttamynd

Ólafur Ragnar tekur forystu

Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings.

Innlent
Fréttamynd

Um vald forsetans

Margt bendir til að vandi okkar Íslendinga um þessar mundir sé ekki síður menningarlegur en fjárhagslegur. Til þess benda m.a. umræður manna um völd forseta Íslands. Allt frá lýðveldisstofnun hafa forsetar hagað sér eins og þeir væru með öllu valdalausir, ef frá eru tekin áhrif þeirra við myndun ríkisstjórna. Nú á síðustu árum virðist forsetinn allt í einu kominn með vald til þess að neita að undirrita lagafrumvörp að vild sinni auk þess sem ýmsir virðast telja hann hafa enn víðtækari völd. Þetta hefur gerst án þess að stjórnarskrá sé breytt með löglegum hætti og án þess að dómstólar dæmi þar um. Lýðskrum og skapandi lagatúlkun er látið duga.

Skoðun
Fréttamynd

Búinn að skila meðmælendalista

„Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs.

Innlent
Fréttamynd

Könnuðust ekki við að styðja Ástþór

Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda.

Innlent
Fréttamynd

Óskabarn stjórnvalda: þögull forseti

Það þótti ekki tiltökumál þegar að Viðskiptaráð hreykti sér af því fyrir hrun að stjórnvöld hefðu innleitt 90% af tilmælum ráðsins, til löggjafarvaldsins, í lög. Stærstu fyrirtækin í landinu, eignarhaldsfélög og auðmenn fara með völdin í Viðskiptaráði og ætla má að hagsmunir Viðskiptaráðs séu hagsmunir auðræðisins. Það þykir ekkert tiltökumál að prófkjörslagur þingmanna og kosningaslagur stjórnmálaflokka sé kostaður af sérhagsmunaaðilum. Ég hef kosið að kalla þetta mútur en aðrir kjósa að draga hulu þöggunar yfir þessi tengsl löggjafarþings og viðskiptalífs.

Skoðun
Fréttamynd

Á nútíminn erindi á Bessastaði?

Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Að kveða burt snjóinn

Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug.

Skoðun
Fréttamynd

Hannes forsetaframbjóðandi: Þetta lítur ljómandi vel út

Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi er nú að safna síðustu undirskriftunum fyrir framboð sitt. Skila á undirskriftum fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun. Hannes segist í samtali við fréttastofu að margir séu tilbúnir að gefa honum meðmæli en það sé að sjálfsögðu erfiðara fyrir sig en aðra frambjóðendur þar sem hann er ekki eins þekktur.

Innlent
Fréttamynd

Þóra mælist með mest fylgi

Þóra Arnórsdóttir er með rúmlega átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar Grímsson forseta í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Könnunin var gerð dagana 8. maí til 18. maí.

Innlent
Fréttamynd

Vefsíða opnuð til höfuðs forseta Íslands

Ónafngreindir aðilar hafa opnað vefsíðu sem leynt og ljóst er beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Á vefsíðunni er ekkert birt annað en kafli úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem fjallar um þátt forsetans í aðdraganda að bankahruninu.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk RÚV mun sjá um kosningaumfjöllunina

Ekki kemur til greina að fá utanaðkomandi aðila til að stýra kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins líkt og einn forsetaframbjóðendanna hefur farið fram á. Útvarpsstjóri segist hafa fullan skilning á áhyggjum forsetaframbjóðenda en ekki sé hægt að breyta sögunni.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn: Tákn eða afl

Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti.

Skoðun
Fréttamynd

Skekkja í forsetakönnun - kjósendur eldri en 67 ára ekki með

"Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára.

Innlent
Fréttamynd

Um "leppshlutverk“ forsetans

Eitt af markmiðum stjórnlagaráðs við gerð tillögu um nýja stjórnarskrá var að afnema "leppshlutverk forseta" og haga texta stjórnarskrárinnar á þá leið að hann endurspegli raunverulegar heimildir hans. Með þessu er vísað til þess að II. kafli núgildandi stjórnarskrár veiti forseta ýmsar heimildir sem ráðherrar fari með í reynd, t.d. til framlagningar lagafrumvarpa fyrir Alþingi, samninga við önnur ríki og útgáfu bráðabirgðalaga.

Skoðun
Fréttamynd

Ólafur Ragnar og Þóra hnífjöfn

Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir eru næstum jöfn samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR sem kannaði stuðning almennings við forsetaframbjóðendur á tímabilinu 10. til 15. maí. Þannig hefur Þóra misst töluvert forskot sem hún hafði á Ólaf Ragnar samkvæmt fyrri skoðanakönnunum, sem sýndu allt að 10 prósentu mun á milli Þóru og Ólafs Ragnars.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið!

Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni.

Skoðun
Fréttamynd

Herdís búin að safna undirskriftum

"Þetta gekk bara fljúgandi vel,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, sem hefur nú lokið að safna meðmælendum fyrir forsetakosningarnar 30. júní næstkomandi. Söfnunin um allt land gekk mjög vel að sögn Herdísar. Á vefsíðu sinni þakkar hún þeim sem stóðu að söfnuninni sem og þeim sem tilbúnir voru að mæla með framboðinu.

Innlent
Fréttamynd

Forseti gæti tekið völdin af ríkisstjórn

„Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn.“ Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs.

Innlent
Fréttamynd

Jón dregur framboð sitt til baka

Jón Lárusson lögreglumaður á Selfossi hefur dregið framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann segir í tilkynningu að sér hafi ekki tekist að afla tilskilins fjölda meðmælenda og eigi ekki annarra kosta völ en að draga framboðið til baka. Eftir þetta standa sjö frambjóðendur eftir.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn er ekki upp á punt

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir telur ekki tímabært að spá fyrir um fylgi hennar. Hún lýsir því fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur hvernig kjósendur muni fylkjast að baki henni þegar þeir byrja að kynna sér stefnumál forsetaframbjóðenda fyrir alvöru.

Innlent
Fréttamynd

Þóra óskar Ólafi Ragnari til hamingju með afmælið

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi óskar Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til hamingju með afmælið á Facebook-síðu sinni í dag. Ólafur Ragnar fagnar 69 ára afmæli sínu í dag, 14. maí. Í færslu á síðu sinni segir Þóra að þau hjónin bíði í rólegheitunum eftir nýjasta fjölskyldumeðliminum en Þóra á von á barni á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Forsetahjón á Facebook

Kosningabarátta Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hófst í gær. Opnuð var kosningaskrifstofa, vefurinn olafurogdorrit.is og teknar í notkun Facebook-síður bæði fyrir Ólaf og konu hans Dorrit Moussaieff.

Lífið