Bobby Fischer Mál Fischers inn á Japansþing Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Erlent 13.10.2005 18:54 Auka þrýsting á japönsk stjórnvöld Stuðningsmenn Bobbys Fischers í Japan auka nú þrýsting sinn á japönsk stjórnvöld í viðleitni sinni til að fá Fischer leystan úr fangelsi og sendan til Íslands. Erlent 13.10.2005 18:53 Verði að fá ríkisborgararétt Íslenskt vegabréf dugar ekki til að leysa Bobby Fischer úr haldi japanskra stjórnvalda samkvæmt óformlegu svari sem barst lögmönnum hans í dag. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að nú verði íslensk stjórnvöld að bregðast við og veita Fischer fullan ríkisborgararétt. Erlent 13.10.2005 18:53 Hafnar beiðni um lausn Fischers Útlendingastofnun japanska dómsmálaráðuneytisins hafnaði í morgun beiðni lögmanns Bobbys Fishers um að hann yrði leystur úr haldi. Ráðuneytið telur að það breyti engu um aðstöðu Fischers þótt hann hafi íslenskt vegabréf en öðru gilti ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt. Erlent 13.10.2005 18:53 Fischer: Yfirvöldum verður stefnt Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Innlent 13.10.2005 18:52 Fischer losnar ekki á næstunni Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:52 Lögfræðingnum afhent vegabréfið Lögfræðingur Bobby Fischers fékk íslenskt vegabréf hans í hendur fyrir nokkrum mínútum. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrir augnabliki. Innlent 13.10.2005 18:52 Sæmi og Fischer hittust Sæmundur Pálsson og Bobby Fischer felldu báðir tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ár á staðnum þar sem Fischer er í haldi í innflytjendabúðum yfirvalda í Japan. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar endurfundir þeirra urðu loks að veruleika eftir langa bið. Innlent 13.10.2005 18:52 Fischer losni eftir tvo daga Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Innlent 13.10.2005 18:52 Forsendur fyrir varðhaldinu farnar Lögfræðingur Bobby Fischers, Masako Suzuki, ætlar að ganga frá flugmiða fyrir skákmeistarann í fyrramálið og fara í japanska dómsmálaráðuneytið þar sem hún mun fara fram á að Fischer verði sleppt þar sem forsendurnar fyrir því að halda honum séu ekki lengur fyrir hendi. Innlent 13.10.2005 18:52 Í einangrun vegna nefbrots Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Innlent 13.10.2005 18:52 Hyggjast kæra Fischer Stuðningshópur Bobbys Fischers, sem dvelur í Japan, segir Bandaríkjamenn undirbúa nýjar ákærur á hendur skáksnillingnum. Sæmundur Pálsson, vinur hans, óttast að Fischer séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en tekst að láta hann hafa íslenskt vegabréf. Nú stendur til að ákæra hann fyrir skattsvik. Fischer situr enn í einangrun í gluggalausum klefa í fangelsi í Japan. Innlent 13.10.2005 18:52 Fischer sakaður um skattalagabrot Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Innlent 13.10.2005 18:52 Flugmiði keyptur fyrir Fischer Sæmundur Pálsson og aðrir úr stuðningsmannahópi Bobbys Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Fram kom meðal annars að keyptur hefur verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands. Mikill áhugi var fyrir blaðamannafundinum og var vel mætt. Innlent 13.10.2005 18:51 Vilja Fischer út fyrir afmæli hans Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Innlent 13.10.2005 18:51 Fischer enn haldið í einangrun Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Innlent 13.10.2005 18:52 Ólíklegt að Fischer verði sleppt Sæmundur Pálsson segir að mikil óvissa sé enn vegna mála Bobbys Fischers og ekkert bendi til þess að hann verði leystur úr haldi í Japan á næstunni. Sæmundur og aðrir úr stuðningsmannahópi Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Innlent 13.10.2005 18:51 Blaðamannafundur í Japan á morgun Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, og aðrir stuðningsmenn hans hér landi, sem komnir eru til Japans, hafa boðað til blaðamannafundar í Japan á morgun. Fangelsisyfirvöld í Japan hafa meinað Sæmundi að hitta Fischer í dag. Innlent 13.10.2005 18:51 Fær ekki að hitta Fischer Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, fær ekki að hitta Fischer í dag en honum og unnustu skáksnillingsins var meinað að heimsækja hann þar sem hann er í haldi yfirvalda í innflytjendabúðum í Japan. Innlent 13.10.2005 18:51 Fischer í algerri einangrun Bobby Fischer er nú haldið í algerri einangrun. Hann fæ hvorki að hitta gesti né tala í síma. Þegar unnusta Fischers og Sæmundur Pálsson reyndu að fá að heimsækja hann í morgun var þeim tilkynnt þetta og gefið í skyn að skákmeistarinn hefði brotið einhverjar reglur í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 18:51 Afhending vegabréfsins vandasöm Það að Fischer hafi ekki fengið vegabréfið íslenska afhent á sér eðlilegar skýringar segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Hann segir að kannað hafi verið hvort starfsmaður íslenska sendiráðsins í Japan gæti komið vegabréfinu til Fischers en þá verið bent á að erlendir sendifulltrúar hefðu ekki leyfi til að hafa samskipti við „landlausa“ menn í þessum búðum sem skákmeistarinn er í. Innlent 13.10.2005 18:51 Afhending vegabréfsins vandasöm Það að Fischer hafi ekki fengið vegabréfið íslenska afhent á sér eðlilegar skýringar segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Hann segir að kannað hafi verið hvort starfsmaður íslenska sendiráðsins í Japan gæti komið vegabréfinu til Fischers. Innlent 13.10.2005 18:51 Heimsækir Fischer væntanlega í dag Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, heimsækir Fischer væntanlega í dag þar sem hann hefur verið í haldi japanskra yfirvalda í marga mánuði. Sæmundur, sem hélt utan fyrir nokkrum dögum, mun einnig fara í íslenska sendiráðið í Tókýó en þar bíður útlendingavegabréf skákmeistarans. Innlent 13.10.2005 18:51 Fengu ekki að hitta Fischer Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Innlent 13.10.2005 18:51 Japanska pressan ræðir við Sæma Japanska dagblaðið <em>Mainchi Daily News</em> greinir í ítarlegu máli frá viðleitni Sæmundar Pálssonar til að ná fundi Bobby Fischers skákmeistara í innflytjendabúðunum þar sem honum hefur verið haldið föngnum síðan í fyrrasumar. Innlent 13.10.2005 18:51 Reyna að leysa mál Fischers Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Innlent 13.10.2005 18:50 Stuðningsmenn Fischers til Japans Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Bobbys Fischers hér á landi heldur til Japans um hádegisbil í dag að ósk skáksnillingsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá nefndinni verður erindið að leita fundar með fulltrúum japanska dómsmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins síðar í vikunni. Innlent 13.10.2005 18:50 Sendinefndin með leynivopn Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Innlent 13.10.2005 18:50 Bjartsýnni á lausn Fischer Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan. Innlent 13.10.2005 18:50 Fara til Japans á morgun Sæmundur Pálsson og fylgdarlið mun ekki halda utan til Japans í dag eins og stefnt hafði verið. Hópurinn ætlar utan til að freista þess að sækja Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en þurfti að fresta för sinni til morguns vegna einhverra vandamála með farseðla, að sögn Sæmundar. Innlent 13.10.2005 18:50 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Mál Fischers inn á Japansþing Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Erlent 13.10.2005 18:54
Auka þrýsting á japönsk stjórnvöld Stuðningsmenn Bobbys Fischers í Japan auka nú þrýsting sinn á japönsk stjórnvöld í viðleitni sinni til að fá Fischer leystan úr fangelsi og sendan til Íslands. Erlent 13.10.2005 18:53
Verði að fá ríkisborgararétt Íslenskt vegabréf dugar ekki til að leysa Bobby Fischer úr haldi japanskra stjórnvalda samkvæmt óformlegu svari sem barst lögmönnum hans í dag. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að nú verði íslensk stjórnvöld að bregðast við og veita Fischer fullan ríkisborgararétt. Erlent 13.10.2005 18:53
Hafnar beiðni um lausn Fischers Útlendingastofnun japanska dómsmálaráðuneytisins hafnaði í morgun beiðni lögmanns Bobbys Fishers um að hann yrði leystur úr haldi. Ráðuneytið telur að það breyti engu um aðstöðu Fischers þótt hann hafi íslenskt vegabréf en öðru gilti ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt. Erlent 13.10.2005 18:53
Fischer: Yfirvöldum verður stefnt Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Innlent 13.10.2005 18:52
Fischer losnar ekki á næstunni Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:52
Lögfræðingnum afhent vegabréfið Lögfræðingur Bobby Fischers fékk íslenskt vegabréf hans í hendur fyrir nokkrum mínútum. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrir augnabliki. Innlent 13.10.2005 18:52
Sæmi og Fischer hittust Sæmundur Pálsson og Bobby Fischer felldu báðir tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ár á staðnum þar sem Fischer er í haldi í innflytjendabúðum yfirvalda í Japan. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar endurfundir þeirra urðu loks að veruleika eftir langa bið. Innlent 13.10.2005 18:52
Fischer losni eftir tvo daga Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Innlent 13.10.2005 18:52
Forsendur fyrir varðhaldinu farnar Lögfræðingur Bobby Fischers, Masako Suzuki, ætlar að ganga frá flugmiða fyrir skákmeistarann í fyrramálið og fara í japanska dómsmálaráðuneytið þar sem hún mun fara fram á að Fischer verði sleppt þar sem forsendurnar fyrir því að halda honum séu ekki lengur fyrir hendi. Innlent 13.10.2005 18:52
Í einangrun vegna nefbrots Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Innlent 13.10.2005 18:52
Hyggjast kæra Fischer Stuðningshópur Bobbys Fischers, sem dvelur í Japan, segir Bandaríkjamenn undirbúa nýjar ákærur á hendur skáksnillingnum. Sæmundur Pálsson, vinur hans, óttast að Fischer séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en tekst að láta hann hafa íslenskt vegabréf. Nú stendur til að ákæra hann fyrir skattsvik. Fischer situr enn í einangrun í gluggalausum klefa í fangelsi í Japan. Innlent 13.10.2005 18:52
Fischer sakaður um skattalagabrot Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Innlent 13.10.2005 18:52
Flugmiði keyptur fyrir Fischer Sæmundur Pálsson og aðrir úr stuðningsmannahópi Bobbys Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Fram kom meðal annars að keyptur hefur verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands. Mikill áhugi var fyrir blaðamannafundinum og var vel mætt. Innlent 13.10.2005 18:51
Vilja Fischer út fyrir afmæli hans Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Innlent 13.10.2005 18:51
Fischer enn haldið í einangrun Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Innlent 13.10.2005 18:52
Ólíklegt að Fischer verði sleppt Sæmundur Pálsson segir að mikil óvissa sé enn vegna mála Bobbys Fischers og ekkert bendi til þess að hann verði leystur úr haldi í Japan á næstunni. Sæmundur og aðrir úr stuðningsmannahópi Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Innlent 13.10.2005 18:51
Blaðamannafundur í Japan á morgun Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, og aðrir stuðningsmenn hans hér landi, sem komnir eru til Japans, hafa boðað til blaðamannafundar í Japan á morgun. Fangelsisyfirvöld í Japan hafa meinað Sæmundi að hitta Fischer í dag. Innlent 13.10.2005 18:51
Fær ekki að hitta Fischer Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, fær ekki að hitta Fischer í dag en honum og unnustu skáksnillingsins var meinað að heimsækja hann þar sem hann er í haldi yfirvalda í innflytjendabúðum í Japan. Innlent 13.10.2005 18:51
Fischer í algerri einangrun Bobby Fischer er nú haldið í algerri einangrun. Hann fæ hvorki að hitta gesti né tala í síma. Þegar unnusta Fischers og Sæmundur Pálsson reyndu að fá að heimsækja hann í morgun var þeim tilkynnt þetta og gefið í skyn að skákmeistarinn hefði brotið einhverjar reglur í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 18:51
Afhending vegabréfsins vandasöm Það að Fischer hafi ekki fengið vegabréfið íslenska afhent á sér eðlilegar skýringar segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Hann segir að kannað hafi verið hvort starfsmaður íslenska sendiráðsins í Japan gæti komið vegabréfinu til Fischers en þá verið bent á að erlendir sendifulltrúar hefðu ekki leyfi til að hafa samskipti við „landlausa“ menn í þessum búðum sem skákmeistarinn er í. Innlent 13.10.2005 18:51
Afhending vegabréfsins vandasöm Það að Fischer hafi ekki fengið vegabréfið íslenska afhent á sér eðlilegar skýringar segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Hann segir að kannað hafi verið hvort starfsmaður íslenska sendiráðsins í Japan gæti komið vegabréfinu til Fischers. Innlent 13.10.2005 18:51
Heimsækir Fischer væntanlega í dag Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, heimsækir Fischer væntanlega í dag þar sem hann hefur verið í haldi japanskra yfirvalda í marga mánuði. Sæmundur, sem hélt utan fyrir nokkrum dögum, mun einnig fara í íslenska sendiráðið í Tókýó en þar bíður útlendingavegabréf skákmeistarans. Innlent 13.10.2005 18:51
Fengu ekki að hitta Fischer Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Innlent 13.10.2005 18:51
Japanska pressan ræðir við Sæma Japanska dagblaðið <em>Mainchi Daily News</em> greinir í ítarlegu máli frá viðleitni Sæmundar Pálssonar til að ná fundi Bobby Fischers skákmeistara í innflytjendabúðunum þar sem honum hefur verið haldið föngnum síðan í fyrrasumar. Innlent 13.10.2005 18:51
Reyna að leysa mál Fischers Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Innlent 13.10.2005 18:50
Stuðningsmenn Fischers til Japans Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Bobbys Fischers hér á landi heldur til Japans um hádegisbil í dag að ósk skáksnillingsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá nefndinni verður erindið að leita fundar með fulltrúum japanska dómsmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins síðar í vikunni. Innlent 13.10.2005 18:50
Sendinefndin með leynivopn Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Innlent 13.10.2005 18:50
Bjartsýnni á lausn Fischer Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan. Innlent 13.10.2005 18:50
Fara til Japans á morgun Sæmundur Pálsson og fylgdarlið mun ekki halda utan til Japans í dag eins og stefnt hafði verið. Hópurinn ætlar utan til að freista þess að sækja Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en þurfti að fresta för sinni til morguns vegna einhverra vandamála með farseðla, að sögn Sæmundar. Innlent 13.10.2005 18:50