Fengu ekki að hitta Fischer 2. mars 2005 00:01 Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira