Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2025 12:54 Í einu gosinu rann hraun yfir Grindavíkurveg. Vísir/Vilhelm Kvikuhlaup og eldgos á Sunhnúksgígaröðinni er komið á tíma samkvæmt öllum breytum sem voru til staðar fyrir fyrri kvikuhlaup. Því gæti gosið hvað úr hverju. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir stofnunina vera í góðu sambandi við Grindvíkinga og að vel sé fylgst með þróuninni. Goshlé hefur varað frá því níunda gosinu á Sundhnúksgígagörðinni lauk 5. ágúst síðastliðinn en samhliða goslokunum hófst landris að nýju og hefur það aukist jafnt og þétt síðan. Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands, var spurð út í stöðu mála. „Landrisið heldur áfram, það er hægt en stöðugt. Kvikusöfnunin heldur áfram það er komið í tæplega 19 milljón rúmmetra af kviku í kvikuhólfinu og varðandi skjálftavirkni það er bara mjög rólegt eins og er. Það er að safnast saman kvika og það getur verið að það verði rólegt áfram og í rauninni bara byrjar þegar það byrjar, við getum átt von á kvikuhlaupi hvenær sem er núna.“ Þá var hún spurð hvort allir mælikvarðar sýndu að kominn væri tími á gos sé miðað við stöðuna fyrir fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagnið nú hefur náð því magni kviku sem fór úr kvikuhólfinu í síðasta gosi. „Já, það er kominn tími miðað við fyrri kvikuhlaup og eldgos þá erum við inni á þeim tíma núna, og gæti gerst hvað úr hverju í rauninni? Já einmitt, við erum að vakta þetta mjög vel núna og getum átt von á því hvenær sem er.“ Nýtt áhættumat var gefið út í gær. Mikil hætta þykir nú til staðar á mögulegu svæði gosopnunar og töluverð hætta teygir sig inn fyrir varnagarða Grindavíkur. Í samantekt áhættumats kemur fram að ferðafólk hafi gengið að nýlegu hrauni eftir ýmsum leiðum sem geti varið afar varasamar. „Við erum í góðu sambandi við fólkið í Grindavík og fylgjumst vel með þessu núna næstu daga,“ segir Jarþrúður Ósk. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. 27. desember 2025 10:24 Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni. 23. desember 2025 11:33 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Goshlé hefur varað frá því níunda gosinu á Sundhnúksgígagörðinni lauk 5. ágúst síðastliðinn en samhliða goslokunum hófst landris að nýju og hefur það aukist jafnt og þétt síðan. Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands, var spurð út í stöðu mála. „Landrisið heldur áfram, það er hægt en stöðugt. Kvikusöfnunin heldur áfram það er komið í tæplega 19 milljón rúmmetra af kviku í kvikuhólfinu og varðandi skjálftavirkni það er bara mjög rólegt eins og er. Það er að safnast saman kvika og það getur verið að það verði rólegt áfram og í rauninni bara byrjar þegar það byrjar, við getum átt von á kvikuhlaupi hvenær sem er núna.“ Þá var hún spurð hvort allir mælikvarðar sýndu að kominn væri tími á gos sé miðað við stöðuna fyrir fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikumagnið nú hefur náð því magni kviku sem fór úr kvikuhólfinu í síðasta gosi. „Já, það er kominn tími miðað við fyrri kvikuhlaup og eldgos þá erum við inni á þeim tíma núna, og gæti gerst hvað úr hverju í rauninni? Já einmitt, við erum að vakta þetta mjög vel núna og getum átt von á því hvenær sem er.“ Nýtt áhættumat var gefið út í gær. Mikil hætta þykir nú til staðar á mögulegu svæði gosopnunar og töluverð hætta teygir sig inn fyrir varnagarða Grindavíkur. Í samantekt áhættumats kemur fram að ferðafólk hafi gengið að nýlegu hrauni eftir ýmsum leiðum sem geti varið afar varasamar. „Við erum í góðu sambandi við fólkið í Grindavík og fylgjumst vel með þessu núna næstu daga,“ segir Jarþrúður Ósk.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. 27. desember 2025 10:24 Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni. 23. desember 2025 11:33 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. 27. desember 2025 10:24
Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni. 23. desember 2025 11:33