Umfjöllun, myndir og viðtöl: ÍR - Skallagrímur 99-73 | Breiðhyltingar áfram meðal þeirra bestu Elvar Geir Magnússon í Hertz-hellinum skrifar 9. mars 2015 21:30 Fallbaráttan er ráðin í Dominos-deildinni í körfubolta. ÍR-ingar voru miklu mun betra liðið í fallbaráttuslagnum gegn Skallagrími í kvöld og unnu sannfærandi og öruggan sigur 99-73.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Seljaskóla í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Breiðholtsliðið heldur sæti sínu í deildinni. Miklu betra liðið í kvöld. Stigahæstur í leiknum var Trey Hampdon sem skoraði 31 stig fyrir ÍR og skemmti áhorfendum með hressilegum troðslum. Annars voru margir í Breiðholtsliðinu að eiga góðan leik og menn komu greinilega vel undirbúnir og gíraðir í verkefnið. Liðið náði góðri forystu í byrjun og þrátt fyrir að Skallagrímur hafi náð að saxa á forskotið þá fóru ÍR-ingar bara aftur af stað og vonleysið fór að skína af gestunum. Ljóst er að Fjölnir og Skallagrímur eru fallin þó ein umferð sé eftir. ÍR-ingar vissu að það var í þeirra höndum að ljúka fallbaráttunni formlega og það gerðu þeir á snilldarlegan hátt. Gríðarleg gleði sprakk út í Hertz-hellinum í leikslok enda afskaplega mikilvægt fyrir félagið að eiga lið í efstu deild körfuboltans.Sveinbjörn Claessen: Gúrkutíðin búin hér meðSveinbjörn Claessen brosti í hring eftir leikinn enda áframhaldandi sæti ÍR í deild þeirra bestu innsiglað. Hann segir að stefnan sé nú sett á að fara úr baslinu við botninn og horfa ofar á næsta tímabili.„Það er furðulegt að segja þetta en mér líður eins og við höfum verið að vinna bikar. Þetta var úrslitaleikur og gríðarlega mikilvægur fyrir félagið. ÍR á að vera í úrvalsdeild. Ég er orðinn rosalega þreyttur á þessu níunda og tíunda sæti, það sæmir okkur ekki. Við eigum að vera ofar og við verðum ofar. Gúrkutíðin er búin hér með," sagði Sveinbjörn.„Ég fullyrði það að við verðum ofar á næsta ári. Orð fá því ekki lýst hvað ég er ánægður. Það hefði verið agalegt að falla."„Við vissum alveg út í hvað við vorum að fara fyrir þennan leik. Spennustigið var svo geggjaðslega rétt hjá okkur og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir undirbúninginn."Hinn tvítugi Ragnar Örn Bragason átti afar góðan leik í kvöld og fékk sérstakt hrós frá Sveinbirni. „Hann var rosalegur. Þetta er gaur sem er ógeðslega góður og verður ennþá betri. Fylgist með honum!" sagði Sveinbjörn að lokum.Hafþór Ingi: Gredda munurinn á liðunumUndirritaður byrjaði á að spyrja Hafþór Inga Gunnarsson, aðstoðarþjálfara Skallagríms, hver munurinn hefði verið á liðunum tveimur í kvöld? „Gredda. Ég vil fyrst og fremst meina það. Þeir taka 20 fleiri fráköst heldur en við. Þetta fór fljótt í baklás hjá okkur og þeir náðu upp miklu meiri stemningu," sagði Hafþór. „Við gerðum okkur erfitt fyrir strax í byrjun." Skallagrímur er formlega fallið þó liðið eigi eftir einn leik, gegn Tindastóli í lokaumferðinni. „Það voru leikir í vetur þar sem við lentum í pytt. Við höfum verið að byrja illa. Við eigum einn leik eftir gegn Tindastóli á fimmtudag. Ég vona að allir leikmenn geri sér alvöru dagamun og spili almennilegan körfubolta í 40 mínútur. Það er þessi leikur á fimmtudag og við horfum ekki lengra en það í bili allavega," sagði Hafþór.ÍR-Skallagrímur 99-73 (25-17, 26-16, 18-20, 30-20) ÍR: Trey Hampton 31/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15/12 fráköst, Sveinbjörn Claessen 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 12/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10, Matthías Orri Sigurðarson 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 5/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Hamid Dicko 2, Friðrik Hjálmarsson 2. Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 18, Daði Berg Grétarsson 17/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 9, Páll Axel Vilbergsson 5/10 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Egill Egilsson 2. Leiklýsing:LEIK LOKIÐ! ÍR 99-73 SKALLAGRÍMUR! TIL HAMINGJU ÍR! Heimamenn sáu til þess að leikurinn var í raun aldrei mjög spennandi. Sannfærandi og sanngjarn sigur. Skallagrímur og Fjölnir eru fallin.4. leikhluti 89-67: Við getum hent (Staðfest) á sigur ÍR. Skallagrímur og Fjölnir niður. Samt 3 mínútur eftir af leiknum. 4. leikhluti 83-65: Það eru margir í ÍR-liðinu að eiga góðan leik og Skallarnir eiga engin svör. Nokkrir stuðningsmenn gestaliðsins þegar farnir að yfirgefa Hertz-hellirinn. Rúmar 4 mínútur eftir. 4. leikhluti 79-63: Kristján Pétur Andrésson með þrist fyrir ÍR og svo Trey með troðslu... enn eina troðsluna. Vonleysið skín af Skallagrímsmönnum á meðan ÍR-ingar eru í svakalegu stuði. 4. leikhluti 76-70: Ísmaðurinn Ragnar Örn Bragason að setja niður körfu fyrir ÍR. Ísnafnið festist á þennan tvítuga strák í fyrra. Ragnar verið flottur í kvöld 4. leikhluti74-60: Gríðarlegt tempó í upphafi síðasta fjórðungs. Skallarnir með stuttar og hnitmiðaðar sóknir en ÍR-ingar eru að ná að svara. Þetta hefur gengið svona fyrir sig í langan tíma. ÍR-ingar eru ekkert að leyfa gestunum að ná neinu skriði. 3. leikhluta lokið 69-53: Það þarf ansi mikið að breytast og ansi mikið að ganga á ef úrslitin í fallbaráttunni eiga ekki að ráðast í kvöld. Skallarnir og Fjölnir á niðurleið. 3. leikhluti 68-47: Skallagrímur hefði þurft áhlaup í þessum leikhluta en það er ekki í gangi. Trey heldur áfram að troða og troða. Er kominn með 29 stig kallinn! Langstigahæstur á vellinum. Stuðningsmenn ÍR syngja lofsöngva um hann. 3. leikhluti 65-47: Trey Hampdon heldur áfram að bjóða upp á troðslur svona rétt til að keyra upp stemninguna ÍR-megin í húsinu. Gott ef það hefur ekki fjölgað vel þeim megin í húsinu. Einhverjir að Glory-hunterast eða spara aurinn. 3. leikhluti 55-33: ÍR-ingar halda áfram að gera þetta af öryggi. Virðast með öll tök á þessu og ekkert sem bendir til þess að það breytist.Hálfleikur 51-33: Þó það hafi verið nokkrar sveiflur í leiknum þá eru ÍR-ingar einfaldlega búnir að vera mikið mun betri. Miklu öruggari og markvissari í sínum aðgerðum og eru í feykilega lofandi stöðu. Trey Hampdon hefur verið duglegur að skemmta áhorfendum en hann er með 17 stig (9 fráköst) fyrir ÍR, Ragnar Örn með 12 stig (8 fráköst) og Sveinbjörn Claessen 10. Hjá Skallagrími er Magnús Þór Gunnarsson stigahæstur með 9 stig en Daði Berg Grétarsson er með 8. 2. leihluti 49-33: Ragnar Örn Bragason að setja niður sinn þriðja þrist. Alls kominn með 12 stig. Þessi var af mjög löngu færi! #Þristavaktin - Ragnar kominn með 12 stig alls. 2. leikhluti 44-28: Trey með aðra troðslu. Rosaleg. Gaman gaman hjá heimamönnum. Þrátt fyrir að staðan sé ansi vænleg held ég samt að enginn ÍR-ingur leyfi sér að fagna of snemma. Liðið hefur óhemju oft í vetur misst niður góða stöðu. 2. leikhluti 42-26: Trey Hampdon setti niður körfu og fiskaði villu að auki. Stuðningsmenn ÍR stóðu á fætur til að fagna þessu og Hampdon virkaði heldur alls ekki ósáttur og fagnaði af innlifun. Vítaskotið fór hinsvegar ekki niður. 2. leikhluti 36-26: Ragnar Örn með sinn annan þrist og áttunda stig alls. Vel gert hjá honum. Munurinn tíu stig. 2. leikhluti 33-26: ÍR-ingar eru að ná að halda Sköllunum í þokkalegri fjarlægð enn sem komið er og eru í fínum málum. 2. leikhluti 33-21: Trey að setja afar flotta troðslu niður. Tólf stiga munur. Trey með 11 stig fyrir ÍR og Vilhjálmur Theodórsson 6. Hjá Skallagrími er Tracy Smith Jr stigahæstur með 7 stig. 1. leikhluta lokið 25-17: Það er búið að flauta fyrsta fjórðung af. Eftir að hafa verið nánast niðurlægðir í upphafi leiks hafa Borgnesingar vaknað. Það er eins og það hafi verið ýtt á einhvern takka á þeim. 1. leikhluti 22-12: Nýtingin að batna aðeins hjá gestunum. Er skjálftinn loksins að fara úr þeim? 1. leikhluti 20-4: Rosalegur meðbyr með heimamönnum! Sveinbjörn Claessen búinn að setja tvær góðar körfur niður í röð. Nýtingin hjá Skallagrími hörmuleg. 1. leikhluti 15-4: Trey Hampdon að reynast ansi drjúgur þessa stundina! Er að skora stig, fiska villur og hirða fráköst fyrir heimamenn. Kominn með átta stig! Borgnesingar taka leikhlé. Langt frá því óskabyrjun hjá þeim. 1. leikhluti 7-2: Ragnar Örn Bragason setti þrist fyrir ÍR við vægast sagt mikla kátínu heimamanna í stúkunni. Talsvert um mistök á báða bóga í upphafi. Eitthvað sem var viðbúið. 1. leikhluti 2-2: Fyrstu stigin komin. ÍR átti fyrstu sókn leiksins eftir að hafa unnið uppkastið en bogalistin brást hjá Matthíasi Orra að þessu sinni. Magnús Þór Gunnarsson fékk svo víti hinumegin og setti bæði niður. Strax á eftir fékk svo Matthías vítaskot og setti bæði niður. Það þýðir 2-2. Fyrir leik: Þetta er að bresta á og nú eru það Borgnesingarnir í stúkunni sem eru byrjaðir að taka lagið. Þetta stefnir í alvöru stuð. Vallarþulurinn byrjaður að kynna liðin. Fyrir leik: Styttist í leik. Stuðningsmannasveit ÍR er komin í húsið og klappar í takt. Liðin að peppa sig í þetta. Blóðið í Páli Axel Vilbergssyni virðist ekki renna. Hann er svo sannarlega vanur því að spila þetta stóra og mikilvæga leiki. Fyrir leik: Stuðningsmenn ÍR eru hræddir við Magnús Þór Gunnarsson sem er leikmaður sem getur tekið svona leiki yfir. Hann hefur víst gert það áður hér í Hertz-hellinum. „Við höfum kallað hann ýmsum nöfnum og fengið það í andlitið. Hann verður látinn í friði í kvöld," sagði einn stuðningsmaður ÍR við undirritaðan. Fyrir leik: Arnar Björnsson og Svali mættir og virðast svo sannarlega vera í þrumustuði. Leikurinn er beint á Stöð 2 Sport 3. Bolvíska stálið, Kristján Jónsson, er einnig mættur í fréttamannastúkuna. Hann spáir 89-80 sigri ÍR í dag. Það myndi þýða að Fjölnir og Skallagrímur færu niður. Fyrir leik: „Ég verð með í kvöld. Það er ekkert annað í boði. Ég læt bara adrenalínið sjá um þetta og spila eins og ekkert sé að mér,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, leikstjórnarndi ÍR, í samtali við Vísi í dag en viðtalið má lesa með því að smella hér. Fyrir leik: Af heimasíðu Skallagríms: Ýmsir möguleikar eru í stöðunni ef Skallagrímsmenn sigra og skiptir þar öllu með hversu miklum mun þeir sigra Breiðhyltinga. Samkvæmt útreikningum körfuboltaspekinga á vefnum karfan.is þá verður Skallagrímur að sigra ÍR með 8 stigum eða meira til að ná 10. sætinu, en þá verður liðið jafnt ÍR og Fjölni að stigum. Sigri Borgnesingar hins vegar með 2 til 7 stiga mun verða Fjölnismenn í 10. sæti en sigri þeir með einu stigi eru ÍR-ingar áfram í 10. sætinu.Fyrir leik: Kappið mun mjög líklega bera fegurðina ofurliði í kvöld. Það verður klárlega mjög hart barist. Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Bender dómarar munu hafa mikið að gera í kvöld. Fyrir leik: Nafni minn hann Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, fylgist með sínum mönnum hita upp. Hann er gríðarlegur stuðningsmaður Manchester United sem á einnig mikilvægan leik í kvöld. Verður hann glaður eða hundfúll á koddanum í kvöld? Fyrir leik: Þvílíkt mikilvægi í einum leik. Usss, hér í kvöld munu hjörtu margra slá hraðar en heilbrigt getur talist. Í Hertz-hellinum ómar rapptónlist sem spiluð hefur verið í mörgum partíum hér í Breiðholti og liðin hita taktfast upp. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik ÍR og Skallagríms lýst.Vísir/Valli Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Fallbaráttan er ráðin í Dominos-deildinni í körfubolta. ÍR-ingar voru miklu mun betra liðið í fallbaráttuslagnum gegn Skallagrími í kvöld og unnu sannfærandi og öruggan sigur 99-73.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Seljaskóla í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Breiðholtsliðið heldur sæti sínu í deildinni. Miklu betra liðið í kvöld. Stigahæstur í leiknum var Trey Hampdon sem skoraði 31 stig fyrir ÍR og skemmti áhorfendum með hressilegum troðslum. Annars voru margir í Breiðholtsliðinu að eiga góðan leik og menn komu greinilega vel undirbúnir og gíraðir í verkefnið. Liðið náði góðri forystu í byrjun og þrátt fyrir að Skallagrímur hafi náð að saxa á forskotið þá fóru ÍR-ingar bara aftur af stað og vonleysið fór að skína af gestunum. Ljóst er að Fjölnir og Skallagrímur eru fallin þó ein umferð sé eftir. ÍR-ingar vissu að það var í þeirra höndum að ljúka fallbaráttunni formlega og það gerðu þeir á snilldarlegan hátt. Gríðarleg gleði sprakk út í Hertz-hellinum í leikslok enda afskaplega mikilvægt fyrir félagið að eiga lið í efstu deild körfuboltans.Sveinbjörn Claessen: Gúrkutíðin búin hér meðSveinbjörn Claessen brosti í hring eftir leikinn enda áframhaldandi sæti ÍR í deild þeirra bestu innsiglað. Hann segir að stefnan sé nú sett á að fara úr baslinu við botninn og horfa ofar á næsta tímabili.„Það er furðulegt að segja þetta en mér líður eins og við höfum verið að vinna bikar. Þetta var úrslitaleikur og gríðarlega mikilvægur fyrir félagið. ÍR á að vera í úrvalsdeild. Ég er orðinn rosalega þreyttur á þessu níunda og tíunda sæti, það sæmir okkur ekki. Við eigum að vera ofar og við verðum ofar. Gúrkutíðin er búin hér með," sagði Sveinbjörn.„Ég fullyrði það að við verðum ofar á næsta ári. Orð fá því ekki lýst hvað ég er ánægður. Það hefði verið agalegt að falla."„Við vissum alveg út í hvað við vorum að fara fyrir þennan leik. Spennustigið var svo geggjaðslega rétt hjá okkur og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir undirbúninginn."Hinn tvítugi Ragnar Örn Bragason átti afar góðan leik í kvöld og fékk sérstakt hrós frá Sveinbirni. „Hann var rosalegur. Þetta er gaur sem er ógeðslega góður og verður ennþá betri. Fylgist með honum!" sagði Sveinbjörn að lokum.Hafþór Ingi: Gredda munurinn á liðunumUndirritaður byrjaði á að spyrja Hafþór Inga Gunnarsson, aðstoðarþjálfara Skallagríms, hver munurinn hefði verið á liðunum tveimur í kvöld? „Gredda. Ég vil fyrst og fremst meina það. Þeir taka 20 fleiri fráköst heldur en við. Þetta fór fljótt í baklás hjá okkur og þeir náðu upp miklu meiri stemningu," sagði Hafþór. „Við gerðum okkur erfitt fyrir strax í byrjun." Skallagrímur er formlega fallið þó liðið eigi eftir einn leik, gegn Tindastóli í lokaumferðinni. „Það voru leikir í vetur þar sem við lentum í pytt. Við höfum verið að byrja illa. Við eigum einn leik eftir gegn Tindastóli á fimmtudag. Ég vona að allir leikmenn geri sér alvöru dagamun og spili almennilegan körfubolta í 40 mínútur. Það er þessi leikur á fimmtudag og við horfum ekki lengra en það í bili allavega," sagði Hafþór.ÍR-Skallagrímur 99-73 (25-17, 26-16, 18-20, 30-20) ÍR: Trey Hampton 31/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15/12 fráköst, Sveinbjörn Claessen 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 12/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10, Matthías Orri Sigurðarson 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 5/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Hamid Dicko 2, Friðrik Hjálmarsson 2. Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 18, Daði Berg Grétarsson 17/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 9, Páll Axel Vilbergsson 5/10 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Egill Egilsson 2. Leiklýsing:LEIK LOKIÐ! ÍR 99-73 SKALLAGRÍMUR! TIL HAMINGJU ÍR! Heimamenn sáu til þess að leikurinn var í raun aldrei mjög spennandi. Sannfærandi og sanngjarn sigur. Skallagrímur og Fjölnir eru fallin.4. leikhluti 89-67: Við getum hent (Staðfest) á sigur ÍR. Skallagrímur og Fjölnir niður. Samt 3 mínútur eftir af leiknum. 4. leikhluti 83-65: Það eru margir í ÍR-liðinu að eiga góðan leik og Skallarnir eiga engin svör. Nokkrir stuðningsmenn gestaliðsins þegar farnir að yfirgefa Hertz-hellirinn. Rúmar 4 mínútur eftir. 4. leikhluti 79-63: Kristján Pétur Andrésson með þrist fyrir ÍR og svo Trey með troðslu... enn eina troðsluna. Vonleysið skín af Skallagrímsmönnum á meðan ÍR-ingar eru í svakalegu stuði. 4. leikhluti 76-70: Ísmaðurinn Ragnar Örn Bragason að setja niður körfu fyrir ÍR. Ísnafnið festist á þennan tvítuga strák í fyrra. Ragnar verið flottur í kvöld 4. leikhluti74-60: Gríðarlegt tempó í upphafi síðasta fjórðungs. Skallarnir með stuttar og hnitmiðaðar sóknir en ÍR-ingar eru að ná að svara. Þetta hefur gengið svona fyrir sig í langan tíma. ÍR-ingar eru ekkert að leyfa gestunum að ná neinu skriði. 3. leikhluta lokið 69-53: Það þarf ansi mikið að breytast og ansi mikið að ganga á ef úrslitin í fallbaráttunni eiga ekki að ráðast í kvöld. Skallarnir og Fjölnir á niðurleið. 3. leikhluti 68-47: Skallagrímur hefði þurft áhlaup í þessum leikhluta en það er ekki í gangi. Trey heldur áfram að troða og troða. Er kominn með 29 stig kallinn! Langstigahæstur á vellinum. Stuðningsmenn ÍR syngja lofsöngva um hann. 3. leikhluti 65-47: Trey Hampdon heldur áfram að bjóða upp á troðslur svona rétt til að keyra upp stemninguna ÍR-megin í húsinu. Gott ef það hefur ekki fjölgað vel þeim megin í húsinu. Einhverjir að Glory-hunterast eða spara aurinn. 3. leikhluti 55-33: ÍR-ingar halda áfram að gera þetta af öryggi. Virðast með öll tök á þessu og ekkert sem bendir til þess að það breytist.Hálfleikur 51-33: Þó það hafi verið nokkrar sveiflur í leiknum þá eru ÍR-ingar einfaldlega búnir að vera mikið mun betri. Miklu öruggari og markvissari í sínum aðgerðum og eru í feykilega lofandi stöðu. Trey Hampdon hefur verið duglegur að skemmta áhorfendum en hann er með 17 stig (9 fráköst) fyrir ÍR, Ragnar Örn með 12 stig (8 fráköst) og Sveinbjörn Claessen 10. Hjá Skallagrími er Magnús Þór Gunnarsson stigahæstur með 9 stig en Daði Berg Grétarsson er með 8. 2. leihluti 49-33: Ragnar Örn Bragason að setja niður sinn þriðja þrist. Alls kominn með 12 stig. Þessi var af mjög löngu færi! #Þristavaktin - Ragnar kominn með 12 stig alls. 2. leikhluti 44-28: Trey með aðra troðslu. Rosaleg. Gaman gaman hjá heimamönnum. Þrátt fyrir að staðan sé ansi vænleg held ég samt að enginn ÍR-ingur leyfi sér að fagna of snemma. Liðið hefur óhemju oft í vetur misst niður góða stöðu. 2. leikhluti 42-26: Trey Hampdon setti niður körfu og fiskaði villu að auki. Stuðningsmenn ÍR stóðu á fætur til að fagna þessu og Hampdon virkaði heldur alls ekki ósáttur og fagnaði af innlifun. Vítaskotið fór hinsvegar ekki niður. 2. leikhluti 36-26: Ragnar Örn með sinn annan þrist og áttunda stig alls. Vel gert hjá honum. Munurinn tíu stig. 2. leikhluti 33-26: ÍR-ingar eru að ná að halda Sköllunum í þokkalegri fjarlægð enn sem komið er og eru í fínum málum. 2. leikhluti 33-21: Trey að setja afar flotta troðslu niður. Tólf stiga munur. Trey með 11 stig fyrir ÍR og Vilhjálmur Theodórsson 6. Hjá Skallagrími er Tracy Smith Jr stigahæstur með 7 stig. 1. leikhluta lokið 25-17: Það er búið að flauta fyrsta fjórðung af. Eftir að hafa verið nánast niðurlægðir í upphafi leiks hafa Borgnesingar vaknað. Það er eins og það hafi verið ýtt á einhvern takka á þeim. 1. leikhluti 22-12: Nýtingin að batna aðeins hjá gestunum. Er skjálftinn loksins að fara úr þeim? 1. leikhluti 20-4: Rosalegur meðbyr með heimamönnum! Sveinbjörn Claessen búinn að setja tvær góðar körfur niður í röð. Nýtingin hjá Skallagrími hörmuleg. 1. leikhluti 15-4: Trey Hampdon að reynast ansi drjúgur þessa stundina! Er að skora stig, fiska villur og hirða fráköst fyrir heimamenn. Kominn með átta stig! Borgnesingar taka leikhlé. Langt frá því óskabyrjun hjá þeim. 1. leikhluti 7-2: Ragnar Örn Bragason setti þrist fyrir ÍR við vægast sagt mikla kátínu heimamanna í stúkunni. Talsvert um mistök á báða bóga í upphafi. Eitthvað sem var viðbúið. 1. leikhluti 2-2: Fyrstu stigin komin. ÍR átti fyrstu sókn leiksins eftir að hafa unnið uppkastið en bogalistin brást hjá Matthíasi Orra að þessu sinni. Magnús Þór Gunnarsson fékk svo víti hinumegin og setti bæði niður. Strax á eftir fékk svo Matthías vítaskot og setti bæði niður. Það þýðir 2-2. Fyrir leik: Þetta er að bresta á og nú eru það Borgnesingarnir í stúkunni sem eru byrjaðir að taka lagið. Þetta stefnir í alvöru stuð. Vallarþulurinn byrjaður að kynna liðin. Fyrir leik: Styttist í leik. Stuðningsmannasveit ÍR er komin í húsið og klappar í takt. Liðin að peppa sig í þetta. Blóðið í Páli Axel Vilbergssyni virðist ekki renna. Hann er svo sannarlega vanur því að spila þetta stóra og mikilvæga leiki. Fyrir leik: Stuðningsmenn ÍR eru hræddir við Magnús Þór Gunnarsson sem er leikmaður sem getur tekið svona leiki yfir. Hann hefur víst gert það áður hér í Hertz-hellinum. „Við höfum kallað hann ýmsum nöfnum og fengið það í andlitið. Hann verður látinn í friði í kvöld," sagði einn stuðningsmaður ÍR við undirritaðan. Fyrir leik: Arnar Björnsson og Svali mættir og virðast svo sannarlega vera í þrumustuði. Leikurinn er beint á Stöð 2 Sport 3. Bolvíska stálið, Kristján Jónsson, er einnig mættur í fréttamannastúkuna. Hann spáir 89-80 sigri ÍR í dag. Það myndi þýða að Fjölnir og Skallagrímur færu niður. Fyrir leik: „Ég verð með í kvöld. Það er ekkert annað í boði. Ég læt bara adrenalínið sjá um þetta og spila eins og ekkert sé að mér,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, leikstjórnarndi ÍR, í samtali við Vísi í dag en viðtalið má lesa með því að smella hér. Fyrir leik: Af heimasíðu Skallagríms: Ýmsir möguleikar eru í stöðunni ef Skallagrímsmenn sigra og skiptir þar öllu með hversu miklum mun þeir sigra Breiðhyltinga. Samkvæmt útreikningum körfuboltaspekinga á vefnum karfan.is þá verður Skallagrímur að sigra ÍR með 8 stigum eða meira til að ná 10. sætinu, en þá verður liðið jafnt ÍR og Fjölni að stigum. Sigri Borgnesingar hins vegar með 2 til 7 stiga mun verða Fjölnismenn í 10. sæti en sigri þeir með einu stigi eru ÍR-ingar áfram í 10. sætinu.Fyrir leik: Kappið mun mjög líklega bera fegurðina ofurliði í kvöld. Það verður klárlega mjög hart barist. Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Bender dómarar munu hafa mikið að gera í kvöld. Fyrir leik: Nafni minn hann Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, fylgist með sínum mönnum hita upp. Hann er gríðarlegur stuðningsmaður Manchester United sem á einnig mikilvægan leik í kvöld. Verður hann glaður eða hundfúll á koddanum í kvöld? Fyrir leik: Þvílíkt mikilvægi í einum leik. Usss, hér í kvöld munu hjörtu margra slá hraðar en heilbrigt getur talist. Í Hertz-hellinum ómar rapptónlist sem spiluð hefur verið í mörgum partíum hér í Breiðholti og liðin hita taktfast upp. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik ÍR og Skallagríms lýst.Vísir/Valli
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira