Þingmannaballið var blásið af Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2015 14:07 Helstu stjörnur þingmannagleðinnar, sem var daufleg, voru Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson að ógleymdum forseta Íslands. Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa. Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa.
Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00
Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39