Kane með þrennu í sigri Tottenham | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 00:01 Harry Kane skoraði þrennu í dag. Vísir/Getty Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.Manchester City vann öruggan sigur á West Brom í fyrsta leik dagsins, Aston Villa og Swansea gerðu markalaust jafntefli á Villa Park og Arsenal vann Newcastle á útivelli. Harry Kane átti enn einn stórleikinn þegar Tottenham vann torsóttan 4-3 sigur á botnliði Leicester City á heimavelli.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan Kane skoraði þrjú fyrstu mörk Tottenham og er því orðinn markahæstur í deildinni með 19 mörk, einu meira en Diego Costa hjá Chelsea. Kane kom Tottenham yfir á 6. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Jamie Vardy minnkaði muninn í 2-1 fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki frá því í sigrinum fræga á Manchester United 21. september 2014. Wes Morgan, fyrirliði Leicester, jafnaði svo metin með skalla eftir fyrirgjöf Matt James á 50. mínútu. En Kane skaut upp kollinum á 64. mínútu þegar hann skoraði sigurmark Tottenham úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Danny Rose. Tottenham komst í 4-2 þegar Jeffrey Schlupp setti boltann í eigið mark á 85. mínútu en David Nugent gaf sínum mönnum smá von þegar hann minnkaði muninn í 4-3 á lokamínútunni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Tottenham fagnaði sigri. Spurs er í 7. sæti með 53 stig en Leicester situr í botnsætinu með 19 stig og er komið langleiðina niður í B-deildina. Southampton hélt enn og aftur hreinu þegar liðið lagði Burnley á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 37. mínútu og á þeirri 58. setti Jason Schackell boltinn í eigið mark. Þetta var í 14. sinn sem Southampton heldur marki sínu hreinu í vetur en liðið er í 6. sæti með 53 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Burnley er í 18. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti. Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur á Stoke á Brittania, 1-2. Mame Biram Diouf kom heimamönnum yfir á 14. mínútu en Glenn Murray jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta var fjórða mark Murray í síðustu fjórum leikjum Palace. Það var síðan Wilfried Zaha sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Með sigrinum komst Palace upp fyrir Newcastle í 11. sæti deildarinnar en lærisveinar Alans Pardew hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Stoke er í 9. sæti með 42 stig, sex stigum meira en Palace.Tottenham 1-0 Leicester Tottenham 2-0 Leicester Tottenham 2-1 Leicester Tottenham 2-2 Leicester Tottenham 3-2 Leicester Tottenham 4-2 Leicester Tottenham 4-3 Leicester Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.Manchester City vann öruggan sigur á West Brom í fyrsta leik dagsins, Aston Villa og Swansea gerðu markalaust jafntefli á Villa Park og Arsenal vann Newcastle á útivelli. Harry Kane átti enn einn stórleikinn þegar Tottenham vann torsóttan 4-3 sigur á botnliði Leicester City á heimavelli.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan Kane skoraði þrjú fyrstu mörk Tottenham og er því orðinn markahæstur í deildinni með 19 mörk, einu meira en Diego Costa hjá Chelsea. Kane kom Tottenham yfir á 6. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Jamie Vardy minnkaði muninn í 2-1 fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki frá því í sigrinum fræga á Manchester United 21. september 2014. Wes Morgan, fyrirliði Leicester, jafnaði svo metin með skalla eftir fyrirgjöf Matt James á 50. mínútu. En Kane skaut upp kollinum á 64. mínútu þegar hann skoraði sigurmark Tottenham úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Danny Rose. Tottenham komst í 4-2 þegar Jeffrey Schlupp setti boltann í eigið mark á 85. mínútu en David Nugent gaf sínum mönnum smá von þegar hann minnkaði muninn í 4-3 á lokamínútunni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Tottenham fagnaði sigri. Spurs er í 7. sæti með 53 stig en Leicester situr í botnsætinu með 19 stig og er komið langleiðina niður í B-deildina. Southampton hélt enn og aftur hreinu þegar liðið lagði Burnley á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 37. mínútu og á þeirri 58. setti Jason Schackell boltinn í eigið mark. Þetta var í 14. sinn sem Southampton heldur marki sínu hreinu í vetur en liðið er í 6. sæti með 53 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Burnley er í 18. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti. Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur á Stoke á Brittania, 1-2. Mame Biram Diouf kom heimamönnum yfir á 14. mínútu en Glenn Murray jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta var fjórða mark Murray í síðustu fjórum leikjum Palace. Það var síðan Wilfried Zaha sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Með sigrinum komst Palace upp fyrir Newcastle í 11. sæti deildarinnar en lærisveinar Alans Pardew hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Stoke er í 9. sæti með 42 stig, sex stigum meira en Palace.Tottenham 1-0 Leicester Tottenham 2-0 Leicester Tottenham 2-1 Leicester Tottenham 2-2 Leicester Tottenham 3-2 Leicester Tottenham 4-2 Leicester Tottenham 4-3 Leicester
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira