Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 100-86 | Þolinmæðin skilaði Njarðvíkingum þriðja sigrinum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2015 20:45 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Anton Njarðvík vann sinn þriðja leik í röð í Domino's deild karla þegar ÍR kom í heimsókn í Ljónagryfjuna í kvöld. Lokatölur 100-86, Njarðvík í vil. Gestirnir, sem höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum með nærri því 100 stiga mun, léku sinn fyrsta leik undir stjórn Makedóníumannsins Borce Ilievski sem tók við starfinu af Bjarna Magnússyni í gær. Þrátt fyrir tapaið getur Ilievski tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum í kvöld en ÍR-ingar spiluðu lengst af ágætlega, sérstaklega sóknarmegin, áður en blaðran sprakk á lokakaflanum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn á hælunum en spiluðu alltaf betur eftir því sem leið á leikinn og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur. Særðir ÍR-ingar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-9 og 2-11. Annars einkenndist 1. leikhlutinn af miklum töfum vegna vandræða með stigatöfluna í Ljónagryfjunni. Um miðjan 1. leikhluta, eftir nokkura mínútna töf sem varð á leiknum, vöknuðu Njarðvíkingar til lífsins og hófu að minnka muninn. Gestirnir gerðu þó vel í að standast þetta áhlaup heimamanna og þeir leiddu með sjö stigum, 19-26, að 1. leikhluta loknum. Dæmið snerist við í 2. leikhluta þar sem Njarðvíkingar voru öflugri. Haukur Helgi Pálsson fylgdi eftir stórleik sínum gegn FSu í síðustu umferð og var kominn með 18 stig í hálfleik. Marquise Simmons og Logi Gunnarsson voru einnig vel tengdir en þeir skoruðu báðir 10 stig í fyrri hálfleik. Hjá ÍR bar mest á Oddi Rúnari Kristjánssyni og Jonathan Mitchell. Sá fyrrnefndi var sjóðheitur í fyrri hálfleik, hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði 16 stig. Mitchell var með 13 og þá átti Vilhjálmur Theodór Jónsson fínan fyrri hálfleik með 11 stig og fimm fráköst. Jafnræði var með liðunum í 3. leikhluta þar sem Mitchell fór mikinn en átta af 27 stigum hans komu í leikhlutanum. ÍR-ingar héldu í við Njarðvíkinga lengst af 3. leikhluta en síðustu tvær mínútur hans reyndust gestunum erfiðar. Njarðvík breytti þá stöðunni úr 68-66 í 75-66 og fór með níu stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Þar reyndust heimamenn sterkari. Þriggja stiga nýting gestanna hrapaði niður og þeir fengu ekkert framlag frá bekknum, í bókstaflegri merkingu en varamenn ÍR skoruðu ekki stig í kvöld. Njarðvíkingar spiluðu vel í 4. leikhluta, bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum 14 stiga sigur, 100-86. Haukur átti frábæran leik í Njarðvíkur en hann var með 28 stig, sjö fráköst, þrjár stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Simmons og Logi voru einnig öflugir með 21 og 19 stig og þá skilaði Ólafur Helgi Jónsson flottu dagsverki; 10 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Hjalti Friðriksson átti sömuleiðis fínan leik; skoraði 12 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Mitchell var stigahæstur ÍR-inga með 27 stig en hann tók einnig 16 fráköst. Oddur gaf eftir undir lokin en átti samt góðan leik með 24 stig og 10 stoðsendingar. Vilhjálmur skilaði 18 stigum og átta fráköstum og Björgvin Ríkharðsson bætti 13 stigum í sarpinn.Friðrik Ingi: ÍR kom mér ekkert á óvart Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn á ÍR en segir sína menn geta spilað betur en þeir gerðu í kvöld. "Það tók svolítið á að koma til baka. Við lentum undir í byrjun leiks og það þurfti smá karakter til að koma til baka, þannig að ég er mjög ánægður með það. En ég veit samt að við getum spilað betur," sagði Friðrik sem sagði ÍR-liðið ekki hafa komið sér á óvart í kvöld. "ÍR kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér. Þeir eru með hörkulið og ég sá þá spila við Stjörnuna fyrir um tveimur vikum síðan þar sem liðið var frábært. Þeir eru með marga leikmenn sem geta skorað mikið. "Ég er fyrst og fremst ánægður með stigin tvö en ég vil sjá liðið mitt spila betri og jafnari leik," sagði Friðrik en hvað vill hann sjá Njarðvíkurliðið gera betur en það gerði í kvöld? "Við þurfum að koma betur inn í leikina. Við spiluðum ekki góða vörn í 1. leikhluta en sem betur fer löguðum við það og varnarleikurinn var betri eftir því sem leið á leikinn. Þannig komum við okkur inn í leikinn og fengum nokkrar auðveldar körfur." Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik í kvöld; skoraði 28 stig, tók sjö fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Friðrik var að vonum ánægður með landsliðsmanninn öfluga og segir hann alltaf vera að komast betur og betur inn í leik Njarðvíkur. "Hann hefur komið vel inn í þetta. Hann er fyrir það fyrsta stórkostlegur karakter og það skiptir svo miklu máli. Hann er auðvitað frábær leikmaður en hann fellur vel inn í þetta og gerir mikið fyrir okkur, jafnt innan vallar sem utan," sagði Friðrik að lokum.Ilievski: Er aðallega varnarþjálfari Borce Ilievski stýrði ÍR í fyrsta sinn þegar liðið tapaði með 14 stiga mun, 100-86, fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfarinn var sáttur með framlag sinna manna en sagði þeir þurfi að spila mun betri varnarleik í næstu leikjum. "Við misstum einbeitinguna á nokkrum tímapunktum í seinni hálfleik. Njarðvík er með lið sem kann að refsa og sérstaklega þeirra reyndu menn, eins og Logi (Gunnarsson) og Haukur (Helgi Pálsson). "Þeir náðu svo forskoti sem þeir héldu út leiktímann," sagði Ilievski sem hefur einnig stýrt Tindastóli, Breiðabliki og KFÍ hér á landi. Ilievski kvaðst nokkuð ánægður með sóknarleik ÍR-inga en það vantaði ýmislegt upp á í varnarleiknum að hans mati. "Sóknin gekk nokkuð vel en ég er aðallega varnarþjálfari og er ekki ánægður þegar andstæðingurinn skorar 100 stig. Ég vil halda þeim í um 75 stigum," sagði Ilievski sem náði aðeins einni æfingu með ÍR-liðinu fyrir leikinn í kvöld en hann tók við starfinu af Bjarna Magnússyni í gær. "Ég er samt ánægður með vinnuna sem leikmennirnir lögðu í leikinn. Þetta er góður hópur og ég hef trú á því að hann muni bæta sig." ÍR-ingar eru sem stendur í 10. sæti deildarinnar með fjögur stig. Ilievski setur stefnuna á úrslitakeppnina en þangað komast átta efstu lið Domino's deildarinnar. "Við þurfum að setja markið hátt og ég verð ánægður ef við komust í úrslitakeppnina," sagði Ilievski að lokum.Bein lýsing: Njarðvík - ÍRTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Njarðvík vann sinn þriðja leik í röð í Domino's deild karla þegar ÍR kom í heimsókn í Ljónagryfjuna í kvöld. Lokatölur 100-86, Njarðvík í vil. Gestirnir, sem höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum með nærri því 100 stiga mun, léku sinn fyrsta leik undir stjórn Makedóníumannsins Borce Ilievski sem tók við starfinu af Bjarna Magnússyni í gær. Þrátt fyrir tapaið getur Ilievski tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum í kvöld en ÍR-ingar spiluðu lengst af ágætlega, sérstaklega sóknarmegin, áður en blaðran sprakk á lokakaflanum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn á hælunum en spiluðu alltaf betur eftir því sem leið á leikinn og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur. Særðir ÍR-ingar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-9 og 2-11. Annars einkenndist 1. leikhlutinn af miklum töfum vegna vandræða með stigatöfluna í Ljónagryfjunni. Um miðjan 1. leikhluta, eftir nokkura mínútna töf sem varð á leiknum, vöknuðu Njarðvíkingar til lífsins og hófu að minnka muninn. Gestirnir gerðu þó vel í að standast þetta áhlaup heimamanna og þeir leiddu með sjö stigum, 19-26, að 1. leikhluta loknum. Dæmið snerist við í 2. leikhluta þar sem Njarðvíkingar voru öflugri. Haukur Helgi Pálsson fylgdi eftir stórleik sínum gegn FSu í síðustu umferð og var kominn með 18 stig í hálfleik. Marquise Simmons og Logi Gunnarsson voru einnig vel tengdir en þeir skoruðu báðir 10 stig í fyrri hálfleik. Hjá ÍR bar mest á Oddi Rúnari Kristjánssyni og Jonathan Mitchell. Sá fyrrnefndi var sjóðheitur í fyrri hálfleik, hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði 16 stig. Mitchell var með 13 og þá átti Vilhjálmur Theodór Jónsson fínan fyrri hálfleik með 11 stig og fimm fráköst. Jafnræði var með liðunum í 3. leikhluta þar sem Mitchell fór mikinn en átta af 27 stigum hans komu í leikhlutanum. ÍR-ingar héldu í við Njarðvíkinga lengst af 3. leikhluta en síðustu tvær mínútur hans reyndust gestunum erfiðar. Njarðvík breytti þá stöðunni úr 68-66 í 75-66 og fór með níu stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Þar reyndust heimamenn sterkari. Þriggja stiga nýting gestanna hrapaði niður og þeir fengu ekkert framlag frá bekknum, í bókstaflegri merkingu en varamenn ÍR skoruðu ekki stig í kvöld. Njarðvíkingar spiluðu vel í 4. leikhluta, bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum 14 stiga sigur, 100-86. Haukur átti frábæran leik í Njarðvíkur en hann var með 28 stig, sjö fráköst, þrjár stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Simmons og Logi voru einnig öflugir með 21 og 19 stig og þá skilaði Ólafur Helgi Jónsson flottu dagsverki; 10 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Hjalti Friðriksson átti sömuleiðis fínan leik; skoraði 12 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Mitchell var stigahæstur ÍR-inga með 27 stig en hann tók einnig 16 fráköst. Oddur gaf eftir undir lokin en átti samt góðan leik með 24 stig og 10 stoðsendingar. Vilhjálmur skilaði 18 stigum og átta fráköstum og Björgvin Ríkharðsson bætti 13 stigum í sarpinn.Friðrik Ingi: ÍR kom mér ekkert á óvart Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn á ÍR en segir sína menn geta spilað betur en þeir gerðu í kvöld. "Það tók svolítið á að koma til baka. Við lentum undir í byrjun leiks og það þurfti smá karakter til að koma til baka, þannig að ég er mjög ánægður með það. En ég veit samt að við getum spilað betur," sagði Friðrik sem sagði ÍR-liðið ekki hafa komið sér á óvart í kvöld. "ÍR kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér. Þeir eru með hörkulið og ég sá þá spila við Stjörnuna fyrir um tveimur vikum síðan þar sem liðið var frábært. Þeir eru með marga leikmenn sem geta skorað mikið. "Ég er fyrst og fremst ánægður með stigin tvö en ég vil sjá liðið mitt spila betri og jafnari leik," sagði Friðrik en hvað vill hann sjá Njarðvíkurliðið gera betur en það gerði í kvöld? "Við þurfum að koma betur inn í leikina. Við spiluðum ekki góða vörn í 1. leikhluta en sem betur fer löguðum við það og varnarleikurinn var betri eftir því sem leið á leikinn. Þannig komum við okkur inn í leikinn og fengum nokkrar auðveldar körfur." Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik í kvöld; skoraði 28 stig, tók sjö fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Friðrik var að vonum ánægður með landsliðsmanninn öfluga og segir hann alltaf vera að komast betur og betur inn í leik Njarðvíkur. "Hann hefur komið vel inn í þetta. Hann er fyrir það fyrsta stórkostlegur karakter og það skiptir svo miklu máli. Hann er auðvitað frábær leikmaður en hann fellur vel inn í þetta og gerir mikið fyrir okkur, jafnt innan vallar sem utan," sagði Friðrik að lokum.Ilievski: Er aðallega varnarþjálfari Borce Ilievski stýrði ÍR í fyrsta sinn þegar liðið tapaði með 14 stiga mun, 100-86, fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfarinn var sáttur með framlag sinna manna en sagði þeir þurfi að spila mun betri varnarleik í næstu leikjum. "Við misstum einbeitinguna á nokkrum tímapunktum í seinni hálfleik. Njarðvík er með lið sem kann að refsa og sérstaklega þeirra reyndu menn, eins og Logi (Gunnarsson) og Haukur (Helgi Pálsson). "Þeir náðu svo forskoti sem þeir héldu út leiktímann," sagði Ilievski sem hefur einnig stýrt Tindastóli, Breiðabliki og KFÍ hér á landi. Ilievski kvaðst nokkuð ánægður með sóknarleik ÍR-inga en það vantaði ýmislegt upp á í varnarleiknum að hans mati. "Sóknin gekk nokkuð vel en ég er aðallega varnarþjálfari og er ekki ánægður þegar andstæðingurinn skorar 100 stig. Ég vil halda þeim í um 75 stigum," sagði Ilievski sem náði aðeins einni æfingu með ÍR-liðinu fyrir leikinn í kvöld en hann tók við starfinu af Bjarna Magnússyni í gær. "Ég er samt ánægður með vinnuna sem leikmennirnir lögðu í leikinn. Þetta er góður hópur og ég hef trú á því að hann muni bæta sig." ÍR-ingar eru sem stendur í 10. sæti deildarinnar með fjögur stig. Ilievski setur stefnuna á úrslitakeppnina en þangað komast átta efstu lið Domino's deildarinnar. "Við þurfum að setja markið hátt og ég verð ánægður ef við komust í úrslitakeppnina," sagði Ilievski að lokum.Bein lýsing: Njarðvík - ÍRTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira