Ensk endurkoma á heimavelli heimsmeistaranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 21:51 Eric Dier fagnar sigurmarkinu sem hann skoraði gegn Þjóðverjum. vísir/getty England vann frábæran 2-3 endurkomusigur á heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Eric Dier skoraði sigurmark Englendinga með skalla eftir hornspyrnu Jordans Henderson í uppbótartíma en liðið lenti 2-0 undir í seinni hálfleik. Toni Kroos kom Þjóðverjum yfir tveimur mínútum fyrir hálfleik með skoti sem Jack Butland í marki Englands hefði átt að verja. Skömmu síðar fór Butland meiddur af velli og í hans stað kom Fraser Forster, markvörður Southampton. Mario Gómez tvöfaldaði forystu Þjóðverja á 57. mínútu með skalla eftir góða sendingu Sami Khedira. Þetta var fyrsta landsliðsmark Gómez frá því í júní 2012. Þrátt fyrir mótbyr gáfust Englendingar ekki upp og Harry Kane minnkaði muninn með skoti í stöng og inn á 61. mínútu. Enska liðið var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og á 75. mínútu jafnaði varamaðurinn Jamie Vardy metin með sínu fyrsta landsliðsmarki. Markið var af dýrari gerðinni en Vardy setti boltann með hælnum framhjá Manuel Neuer í marki Þjóðverja eftir fyrirgjöf Nathaniels Clyne. Það var svo Dier sem tryggði Englendingum sigurinn eins og áður sagði. Lokatölur 2-3, Englandi í vil. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
England vann frábæran 2-3 endurkomusigur á heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Eric Dier skoraði sigurmark Englendinga með skalla eftir hornspyrnu Jordans Henderson í uppbótartíma en liðið lenti 2-0 undir í seinni hálfleik. Toni Kroos kom Þjóðverjum yfir tveimur mínútum fyrir hálfleik með skoti sem Jack Butland í marki Englands hefði átt að verja. Skömmu síðar fór Butland meiddur af velli og í hans stað kom Fraser Forster, markvörður Southampton. Mario Gómez tvöfaldaði forystu Þjóðverja á 57. mínútu með skalla eftir góða sendingu Sami Khedira. Þetta var fyrsta landsliðsmark Gómez frá því í júní 2012. Þrátt fyrir mótbyr gáfust Englendingar ekki upp og Harry Kane minnkaði muninn með skoti í stöng og inn á 61. mínútu. Enska liðið var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og á 75. mínútu jafnaði varamaðurinn Jamie Vardy metin með sínu fyrsta landsliðsmarki. Markið var af dýrari gerðinni en Vardy setti boltann með hælnum framhjá Manuel Neuer í marki Þjóðverja eftir fyrirgjöf Nathaniels Clyne. Það var svo Dier sem tryggði Englendingum sigurinn eins og áður sagði. Lokatölur 2-3, Englandi í vil.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira