Stærstu leikirnir alltaf skemmtilegastir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 06:30 Dagný Brynjarsdóttir. mynd/hilmar ksí Íslenska kvennalandsliðið getur annað kvöld stigið risastórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Hollandi aðeins nokkrum dögum áður en karlalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á EM í Frakklandi. Stelpurnar eru komnar til Skotlands þar sem fram undan er uppgjör toppliða riðilsins, tveggja liða sem hafa ekki enn tapað stigi í keppninni. Sá leikmaður íslenska liðsins sem þurfti að ferðast langlengst í leikinn en Dagný Brynjarsdóttir sem hefur þegar stimplað sig inn hjá bandaríska atvinnumannaliðinu Portland Thorns. Dagný var að spila leik á sunnudaginn í meira en sjö þúsund kílómetra fjarlægð. Dagný þarf því ekki aðeins að jafna sig á ferðalaginu heldur einnig tímamismuninum sem er átta tímar á milli Portland og Skotlands.Hefur gert þetta mörgum sinnum „Ég er í ágætisæfingu eftir að hafa búið á austurströndinni í fjögur ár en ég viðurkenni alveg að þetta tekur á. Ég er að jafna mig en þekki þetta vel því ég hef þurft að gera þetta mjög mörgum sinnum,“ sagði Dagný þegar Fréttablaðið heyrði í henni en þá var hún á leiðinni á sína aðra æfingu með landsliðinu þann daginn. Dagnýju líst vel á íslenska liðið. „Þetta lítur mjög vel út. Við höfum undirbúið okkur mjög vel og æfingarnar hafa gengið mjög. Ég held að þetta verði hörkuleikur og mjög spennandi,“ segir hún, Dagný yfirgaf Selfoss eftir síðasta tímabil og samdi við Portland Thorns. „Ég er mjög ánægð,“ segir hún. Liðið hefur unnið þrjá leiki og gert fjögur jafntefli sem skilar liðinu upp í annað sætið, stigi á eftir Chicago Red Stars. „Við erum ennþá taplausar en búnar að gera óþarflega mörg jafntefli. Það er samt skárra að fá eitt stig heldur en ekkert,“ segir Dagný. Hún hefur skorað tvö mörk í fyrstu sjö leikjunum og er búin að verja í byrjunarliðinu frá fyrsta leik. „Það er gaman að fá að spila mikið en það er samt ótrúlega mikil samkeppni í liðinu og mikið af stórum nöfnum,“ segir Dagný. Hún hefur spilað 597 mínútur af 630 í boði á tímabilinu. Það hafa tveir leikmenn liðsins spilað meira en hún. Dagný var ekki sú eina í Portland-liðinu sem var á leiðinni í landsliðsverkefnið. „Ég held að við höfum verið tíu af þessum tuttugu manna hópi sem vorum að fara í landsleiki,“ segir Dagný og það segir mikið um styrk Portland-liðsins.Vill sjá hápressuna áfram Skoska liðið hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í riðlinum og skorað í þeim 27 mörk eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. „Þær eru með hörkulið en ég held að það sé mikilvægt að við spilum okkar leik á móti þeim. Hápressan okkar hefur verið mjög góð og þá höfum verið að spila vel og nýta færin okkar vel í undanförnum landsleikjum,“ segir Dagný sem vill ekki að íslenska liðið breyti um leikstíl frá því í fjórum öruggum sigrum liðsins á slakari liðum riðilsins. „Ég sé enga ástæðu til þess að mæta eitthvað varnarsinnaðri í þennan leik en hina á undan þar sem hápressan okkar hefur verið að virka vel. Við erum með leikmenn til að spila hápressu og erum góðar í því að vinna boltann hátt á vellinum. Það er engin ástæða til að fara að breyta því,“ segir Dagný.Miðjumannahugarfarið Dagný er búin að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum og er annar markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni. „Það skiptir ekki öllu máli hver skorar heldur að vinna leikina og skora mörg mörk. Kannski er ég bara með þetta miðjumannahugarfar að vilja bara vinna. Ég mun alltaf spila á manninn í besta færinu,“ segir Dagný. Hún hrósar líka samherjum sínum fyrir óeigingirni. „Það sem mér finnst við vera að gera vel að undanförnu er að við erum ekki að skjóta úr vonlausum færum heldur erum við að finna mennina í bestu færunum. Þess vegna erum við að nýta færin okkar betur og skora fleiri mörk,“ segir Dagný Íslenska liðið er með markatöluna 17-0 og hefur enn ekki fengið á sig mark eftir 360 mínútna leik. Íslenska liðið tryggir sig inn á EM með sigri í riðlinum og stórt skref í átt að því væri að vinna Skotana. „Við ætlum okkur að loka á þeirra sterkustu leikmenn og spila okkar leik. Eins og staðan er núna þá erum við í góðri stöðu til að vinna riðilinn. Ég hef fulla trú á því að við getum gert það. Stærstu leikirnir eru alltaf skemmtilegastir og öllum íþróttamönnum finnst það örugglega. Við höfum verið sterkari en liðin sem við höfum spilað við. Það er spennandi verkefni að fá núna hörkuleik,“ segir Dagný að lokum. Fótbolti Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið getur annað kvöld stigið risastórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Hollandi aðeins nokkrum dögum áður en karlalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á EM í Frakklandi. Stelpurnar eru komnar til Skotlands þar sem fram undan er uppgjör toppliða riðilsins, tveggja liða sem hafa ekki enn tapað stigi í keppninni. Sá leikmaður íslenska liðsins sem þurfti að ferðast langlengst í leikinn en Dagný Brynjarsdóttir sem hefur þegar stimplað sig inn hjá bandaríska atvinnumannaliðinu Portland Thorns. Dagný var að spila leik á sunnudaginn í meira en sjö þúsund kílómetra fjarlægð. Dagný þarf því ekki aðeins að jafna sig á ferðalaginu heldur einnig tímamismuninum sem er átta tímar á milli Portland og Skotlands.Hefur gert þetta mörgum sinnum „Ég er í ágætisæfingu eftir að hafa búið á austurströndinni í fjögur ár en ég viðurkenni alveg að þetta tekur á. Ég er að jafna mig en þekki þetta vel því ég hef þurft að gera þetta mjög mörgum sinnum,“ sagði Dagný þegar Fréttablaðið heyrði í henni en þá var hún á leiðinni á sína aðra æfingu með landsliðinu þann daginn. Dagnýju líst vel á íslenska liðið. „Þetta lítur mjög vel út. Við höfum undirbúið okkur mjög vel og æfingarnar hafa gengið mjög. Ég held að þetta verði hörkuleikur og mjög spennandi,“ segir hún, Dagný yfirgaf Selfoss eftir síðasta tímabil og samdi við Portland Thorns. „Ég er mjög ánægð,“ segir hún. Liðið hefur unnið þrjá leiki og gert fjögur jafntefli sem skilar liðinu upp í annað sætið, stigi á eftir Chicago Red Stars. „Við erum ennþá taplausar en búnar að gera óþarflega mörg jafntefli. Það er samt skárra að fá eitt stig heldur en ekkert,“ segir Dagný. Hún hefur skorað tvö mörk í fyrstu sjö leikjunum og er búin að verja í byrjunarliðinu frá fyrsta leik. „Það er gaman að fá að spila mikið en það er samt ótrúlega mikil samkeppni í liðinu og mikið af stórum nöfnum,“ segir Dagný. Hún hefur spilað 597 mínútur af 630 í boði á tímabilinu. Það hafa tveir leikmenn liðsins spilað meira en hún. Dagný var ekki sú eina í Portland-liðinu sem var á leiðinni í landsliðsverkefnið. „Ég held að við höfum verið tíu af þessum tuttugu manna hópi sem vorum að fara í landsleiki,“ segir Dagný og það segir mikið um styrk Portland-liðsins.Vill sjá hápressuna áfram Skoska liðið hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í riðlinum og skorað í þeim 27 mörk eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. „Þær eru með hörkulið en ég held að það sé mikilvægt að við spilum okkar leik á móti þeim. Hápressan okkar hefur verið mjög góð og þá höfum verið að spila vel og nýta færin okkar vel í undanförnum landsleikjum,“ segir Dagný sem vill ekki að íslenska liðið breyti um leikstíl frá því í fjórum öruggum sigrum liðsins á slakari liðum riðilsins. „Ég sé enga ástæðu til þess að mæta eitthvað varnarsinnaðri í þennan leik en hina á undan þar sem hápressan okkar hefur verið að virka vel. Við erum með leikmenn til að spila hápressu og erum góðar í því að vinna boltann hátt á vellinum. Það er engin ástæða til að fara að breyta því,“ segir Dagný.Miðjumannahugarfarið Dagný er búin að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum og er annar markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni. „Það skiptir ekki öllu máli hver skorar heldur að vinna leikina og skora mörg mörk. Kannski er ég bara með þetta miðjumannahugarfar að vilja bara vinna. Ég mun alltaf spila á manninn í besta færinu,“ segir Dagný. Hún hrósar líka samherjum sínum fyrir óeigingirni. „Það sem mér finnst við vera að gera vel að undanförnu er að við erum ekki að skjóta úr vonlausum færum heldur erum við að finna mennina í bestu færunum. Þess vegna erum við að nýta færin okkar betur og skora fleiri mörk,“ segir Dagný Íslenska liðið er með markatöluna 17-0 og hefur enn ekki fengið á sig mark eftir 360 mínútna leik. Íslenska liðið tryggir sig inn á EM með sigri í riðlinum og stórt skref í átt að því væri að vinna Skotana. „Við ætlum okkur að loka á þeirra sterkustu leikmenn og spila okkar leik. Eins og staðan er núna þá erum við í góðri stöðu til að vinna riðilinn. Ég hef fulla trú á því að við getum gert það. Stærstu leikirnir eru alltaf skemmtilegastir og öllum íþróttamönnum finnst það örugglega. Við höfum verið sterkari en liðin sem við höfum spilað við. Það er spennandi verkefni að fá núna hörkuleik,“ segir Dagný að lokum.
Fótbolti Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira