Ekkert hnjask og ekkert vesen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2016 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar eru klár í leikinn mikilvæga á móti Skotlandí í undankeppni EM 2017. mynd/Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær sitt erfiðasta verkefni í undankeppni EM 2017 þegar það mætir Skotlandi í Falkirk í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Liðin berjast um efsta sætið í riðli 1 en yfirlýst markmið íslenska liðsins er að vinna hann. Bæði Skotland og Ísland eru með fullt hús stiga í riðlinum; Skotar eftir fimm leiki og Íslendingar eftir fjóra. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að æfingar síðustu daga hafi gengið vel og allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í bátana fyrir leikinn í kvöld.Höfum farið yfir marga hluti „Við erum mjög ánægðir með æfingarnar, ekkert hnjask, ekkert vesen og taktísk innleiðing hefur gengið mjög vel. Við höfum náð að fara yfir marga hluti og það gengur vel að koma skilaboðunum til skila,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað ætlar hann að leggja áherslu á í leiknum í kvöld? „Við munum halda áfram með það sem við höfum unnið í síðastliðið eitt og hálft ár. Við ætlum að loka á þeirra styrkleika. Vinstri vængurinn hjá þeim er mjög sterkur og við reynum að beina þeim frá honum eins og við getum. Hvað sóknina varðar höfum við lagt mesta áherslu á að halda ágætis hraða í leiknum og sækja í svæðin sem eru veik hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Spila góðan fótbolta Skoska liðið er sterkt og hefur skorað hvorki fleiri né færri en 27 mörk í leikjunum fimm í undankeppninni. Það gera 5,4 mörk að meðaltali í leik sem er það mesta í undankeppninni. Aðalstjarna Skota er hin 25 ára gamla Kim Little, sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið afar drjúg í undankeppninni. Little, sem var á dögunum valinn besti leikmaður heims af lesendum BBC, hefur skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Framherjinn Jane Ross er hins vegar markahæst í skoska liðinu í undankeppninni með átta mörk. „Þær spila góðan fótbolta,“ sagði Freyr um skoska liðið sem er í 21. sæti á heimslista FIFA, einu sæti neðar en Ísland. „Þegar þær geta blandað saman hápressu og lágpressu þegar þær verjast, eru ákveðnar og með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru reynslumiklar og klókar og hafa leikmenn sem geta gert mikið úr litlu í sókninni.“ Skotland er sterkasta liðið sem Ísland mætir í undankeppninni en íslensku stelpurnar hafa unnið sína fjóra leiki með markatölunni 17-0. Freyr hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið eigi í vandræðum með aðlagast sterkari mótherjum.Skemmtilegt verkefni „Ég held það verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki á Algarve-mótinu í mars og þekkjum hvernig það er að spila á móti andstæðingum sem eru af svipuðum styrkleika og við,“ sagði Freyr en íslenska liðið endaði í 3. sæti á Algarve-mótinu. Síðan þá hefur Ísland spilað einn landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM. Hann vannst örugglega með fimm mörkum gegn engu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæst í íslenska liðinu í undankeppninni með sex mörk. „Ég er miklu frekar spenntur því þetta er virkilega skemmtilegt verkefni að takast á við,“ sagði um leikinn í kvöld. „Leikmennirnir hlakka til að máta sig á móti þessu liði á þeirra heimavelli,“ bætti þjálfarinn við að lokum. Fótbolti Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær sitt erfiðasta verkefni í undankeppni EM 2017 þegar það mætir Skotlandi í Falkirk í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Liðin berjast um efsta sætið í riðli 1 en yfirlýst markmið íslenska liðsins er að vinna hann. Bæði Skotland og Ísland eru með fullt hús stiga í riðlinum; Skotar eftir fimm leiki og Íslendingar eftir fjóra. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að æfingar síðustu daga hafi gengið vel og allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í bátana fyrir leikinn í kvöld.Höfum farið yfir marga hluti „Við erum mjög ánægðir með æfingarnar, ekkert hnjask, ekkert vesen og taktísk innleiðing hefur gengið mjög vel. Við höfum náð að fara yfir marga hluti og það gengur vel að koma skilaboðunum til skila,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað ætlar hann að leggja áherslu á í leiknum í kvöld? „Við munum halda áfram með það sem við höfum unnið í síðastliðið eitt og hálft ár. Við ætlum að loka á þeirra styrkleika. Vinstri vængurinn hjá þeim er mjög sterkur og við reynum að beina þeim frá honum eins og við getum. Hvað sóknina varðar höfum við lagt mesta áherslu á að halda ágætis hraða í leiknum og sækja í svæðin sem eru veik hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Spila góðan fótbolta Skoska liðið er sterkt og hefur skorað hvorki fleiri né færri en 27 mörk í leikjunum fimm í undankeppninni. Það gera 5,4 mörk að meðaltali í leik sem er það mesta í undankeppninni. Aðalstjarna Skota er hin 25 ára gamla Kim Little, sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið afar drjúg í undankeppninni. Little, sem var á dögunum valinn besti leikmaður heims af lesendum BBC, hefur skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Framherjinn Jane Ross er hins vegar markahæst í skoska liðinu í undankeppninni með átta mörk. „Þær spila góðan fótbolta,“ sagði Freyr um skoska liðið sem er í 21. sæti á heimslista FIFA, einu sæti neðar en Ísland. „Þegar þær geta blandað saman hápressu og lágpressu þegar þær verjast, eru ákveðnar og með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru reynslumiklar og klókar og hafa leikmenn sem geta gert mikið úr litlu í sókninni.“ Skotland er sterkasta liðið sem Ísland mætir í undankeppninni en íslensku stelpurnar hafa unnið sína fjóra leiki með markatölunni 17-0. Freyr hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið eigi í vandræðum með aðlagast sterkari mótherjum.Skemmtilegt verkefni „Ég held það verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki á Algarve-mótinu í mars og þekkjum hvernig það er að spila á móti andstæðingum sem eru af svipuðum styrkleika og við,“ sagði Freyr en íslenska liðið endaði í 3. sæti á Algarve-mótinu. Síðan þá hefur Ísland spilað einn landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM. Hann vannst örugglega með fimm mörkum gegn engu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæst í íslenska liðinu í undankeppninni með sex mörk. „Ég er miklu frekar spenntur því þetta er virkilega skemmtilegt verkefni að takast á við,“ sagði um leikinn í kvöld. „Leikmennirnir hlakka til að máta sig á móti þessu liði á þeirra heimavelli,“ bætti þjálfarinn við að lokum.
Fótbolti Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn