Bergdís Þrastardóttir birtir myndband af fagninu á Facebook-síðu sinni og segir að Mumford & Sons hafi spurt hvort að einhverjir Íslendingar væru á meðal áhorfenda og síðan óskað þeim til hamingju með sigurinn á Englandi á EM í gær.
Áhorfendur tóku svo klappið aftur til þess að klappa hljómsvetina upp en sjá myndbandið hér að neðan.
„Mig langar svo mikið að vera víkingur,“ sagði söngvari sveitarinnar að fagninu loknu.