Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2016 18:45 Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 þegar okkar menn urðu að játa sig sigraða gegn Króatíu í Zagreb. Marcelo Brozovic skoraði fyrra mark leiksins á fimmtándu mínútu með skoti utan teigs og gerði svo endanlega út um vonir Íslands með marki á fyrstu mínútu uppbótartíma leiksins. Fyrra mark Brozovic var fyrsta færi króatíska liðsins í leiknum. Strákarnir okkar byrjuðu vel í leiknum og kom markið því nokkuð gegn gangi leiksins. Íslenska liðið hélt áfram að spila vel í fyrri hálfleik en náði ekki að jafna metin. Luka Modric, leikmaður Real Madrid, var ekki í byrjunarliði Króata vegna meiðsla en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hleypti miklu lífi í lið heimamanna. Ekki náðu þó Króatar að auka forystuna og Íslendingar gerðu sig líklega til að skora jöfnunarmark eftir því sem leið á leikinn. En þó svo að uppspilið hafi oft verið gott vantaði sárlega gæði í fremstu víglínu til að skapa almennileg færi. Fjarvera lykilmanna úr sóknarlínu Íslands hefur þar haft mikið að segja. Króatar fengu líka færi til að skora í síðari hálfleik en Hannes Þór Halldórsson varði nokkrum sinnum vel, þó svo að hann hafi líka ekki virst jafn öruggur í aðgerðum sínum og oft áður. Hann kom þó engum vörnum við þegar Brozovic fékk aftur tíma og pláss fyrir utan íslenska teiginn og skoraði með skoti utan teigs.Vísir/GettyGylfi í fremstu víglínu Þegar uppljóstrað var um byrjunarliðin kom í ljós að Gylfa Þór var stillt upp sem framherja. Theodór Elmar hélt sæti sínu í liðinu og Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey sem er meiddur. Það var nánast búið að rigna samfleytt í 48 klukkutíma fyrir leik og völlurinn því mjög blautur og þungur. Það sá á honum strax í upphitun. Strákarnir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks í stemningsleysinu á vellinum. Tóku frumkvæðið í leiknum og Gylfi komst í ágætt færi strax á 3. mínútu en varnarmaður Króata komst fyrir skotið. Strákarnir héldu uppteknum hætti. Héldu boltanum mjög vel og voru alltaf líklegir í sóknaraðgerðum sínum. Jóhann Berg komst í mjög fínt skotfæri eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans fór rétt yfir markið. Króatar voru mjög daufir og það var því ekkert sem benti til þess að liðið væri að taka leikinn yfir er þeir komust óvænt yfir. Frábært samspil króatíska liðsins endaði með góðu skoti Brozovic sem söng í netinu. Bæði lið vildu fá víti í fyrri hálfleik og Króatar hefðu líklega átt að fá víti er boltinn fór í hönd Kára. Fjórum mínútum fyrir leikslok fékk Ivan Perisic besta færi leiksins. Birkir Már gleymdi sér, missti af Perisic sem fékk frítt skot frá markteig en sem betur fer fór skotið beint í Hannes í markinu. Heilt yfir var fyrri hálfleikur mjög vel spilaður hjá íslenska liðinu. Það átti fínar sóknir, hélt bolta vel og lokaði mjög vel á sóknir króatíska liðsins. Baráttan til fyrirmyndar og með smá heppni hefði liðið skorað í hálfleiknum.Vísir/GettyVantaði ferskt blóð Króatar settu Luka Modric inn í hálfleik sem voru ekkert sérstök tíðindi fyrir íslenska liðið. Heilinn í leik króatíska liðsins. Það var ekki alveg sami kraftur í íslenska liðinu í upphafi síðari hálfleiks. Modric og félagar tóku boltann og voru ekkert á því að gefa hann. Það gerðist lítið sem ekki neitt fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks en þá átti Jóhann Berg frábæran sprett sem endaði með því að Jón Daði komst í mjög gott færi sem þó var þröngt. Skotið því miður fram hjá markinu. Það vantaði eitthvað svona til að vekja íslenska liðið en það virtist sárlega vanta ferskt blóð í leik liðsins fram að þessu færi. Í kjölfarið kom meiri neisti í leik liðsins en færin létu á sér standa. Króatar héldu boltanum mikið betur með Modric að stýra spilinu og liðið komst mun oftar í fína stöðu nálægt íslenska markinu en í fyrri hálfleik. Stundarfjórðungi fyrir leikslok gerði Heimir tvöfalda skiptingu er þeir Viðar Örn og Arnór Ingvi komu inn á. Ekki veitti af því króatíska liðið var að loka mjög vel á sóknir íslenska liðsins og vantaði slagkraft í leik okkar manna. Íslenska liðið sótti stíft eftir jöfnunarmarkinu en náði ekki að skapa sér nægilega hættulegt færi, þó svo að litlu hafi mátt muna á köflum. Það var því sárt þegar Króatar komust í skyndisókn í uppbótartíma þar sem Brozovic var einn á auðum sjó og skoraði með hnitmiðuðu skoti utan teigs. Ivan Perisic fékk svo að líta rauða spjaldið stuttu síðar þegar hann braut illa á Birki Bjarnasyni en það breytti engu um niðurstöðu leiksins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 þegar okkar menn urðu að játa sig sigraða gegn Króatíu í Zagreb. Marcelo Brozovic skoraði fyrra mark leiksins á fimmtándu mínútu með skoti utan teigs og gerði svo endanlega út um vonir Íslands með marki á fyrstu mínútu uppbótartíma leiksins. Fyrra mark Brozovic var fyrsta færi króatíska liðsins í leiknum. Strákarnir okkar byrjuðu vel í leiknum og kom markið því nokkuð gegn gangi leiksins. Íslenska liðið hélt áfram að spila vel í fyrri hálfleik en náði ekki að jafna metin. Luka Modric, leikmaður Real Madrid, var ekki í byrjunarliði Króata vegna meiðsla en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hleypti miklu lífi í lið heimamanna. Ekki náðu þó Króatar að auka forystuna og Íslendingar gerðu sig líklega til að skora jöfnunarmark eftir því sem leið á leikinn. En þó svo að uppspilið hafi oft verið gott vantaði sárlega gæði í fremstu víglínu til að skapa almennileg færi. Fjarvera lykilmanna úr sóknarlínu Íslands hefur þar haft mikið að segja. Króatar fengu líka færi til að skora í síðari hálfleik en Hannes Þór Halldórsson varði nokkrum sinnum vel, þó svo að hann hafi líka ekki virst jafn öruggur í aðgerðum sínum og oft áður. Hann kom þó engum vörnum við þegar Brozovic fékk aftur tíma og pláss fyrir utan íslenska teiginn og skoraði með skoti utan teigs.Vísir/GettyGylfi í fremstu víglínu Þegar uppljóstrað var um byrjunarliðin kom í ljós að Gylfa Þór var stillt upp sem framherja. Theodór Elmar hélt sæti sínu í liðinu og Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey sem er meiddur. Það var nánast búið að rigna samfleytt í 48 klukkutíma fyrir leik og völlurinn því mjög blautur og þungur. Það sá á honum strax í upphitun. Strákarnir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks í stemningsleysinu á vellinum. Tóku frumkvæðið í leiknum og Gylfi komst í ágætt færi strax á 3. mínútu en varnarmaður Króata komst fyrir skotið. Strákarnir héldu uppteknum hætti. Héldu boltanum mjög vel og voru alltaf líklegir í sóknaraðgerðum sínum. Jóhann Berg komst í mjög fínt skotfæri eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans fór rétt yfir markið. Króatar voru mjög daufir og það var því ekkert sem benti til þess að liðið væri að taka leikinn yfir er þeir komust óvænt yfir. Frábært samspil króatíska liðsins endaði með góðu skoti Brozovic sem söng í netinu. Bæði lið vildu fá víti í fyrri hálfleik og Króatar hefðu líklega átt að fá víti er boltinn fór í hönd Kára. Fjórum mínútum fyrir leikslok fékk Ivan Perisic besta færi leiksins. Birkir Már gleymdi sér, missti af Perisic sem fékk frítt skot frá markteig en sem betur fer fór skotið beint í Hannes í markinu. Heilt yfir var fyrri hálfleikur mjög vel spilaður hjá íslenska liðinu. Það átti fínar sóknir, hélt bolta vel og lokaði mjög vel á sóknir króatíska liðsins. Baráttan til fyrirmyndar og með smá heppni hefði liðið skorað í hálfleiknum.Vísir/GettyVantaði ferskt blóð Króatar settu Luka Modric inn í hálfleik sem voru ekkert sérstök tíðindi fyrir íslenska liðið. Heilinn í leik króatíska liðsins. Það var ekki alveg sami kraftur í íslenska liðinu í upphafi síðari hálfleiks. Modric og félagar tóku boltann og voru ekkert á því að gefa hann. Það gerðist lítið sem ekki neitt fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks en þá átti Jóhann Berg frábæran sprett sem endaði með því að Jón Daði komst í mjög gott færi sem þó var þröngt. Skotið því miður fram hjá markinu. Það vantaði eitthvað svona til að vekja íslenska liðið en það virtist sárlega vanta ferskt blóð í leik liðsins fram að þessu færi. Í kjölfarið kom meiri neisti í leik liðsins en færin létu á sér standa. Króatar héldu boltanum mikið betur með Modric að stýra spilinu og liðið komst mun oftar í fína stöðu nálægt íslenska markinu en í fyrri hálfleik. Stundarfjórðungi fyrir leikslok gerði Heimir tvöfalda skiptingu er þeir Viðar Örn og Arnór Ingvi komu inn á. Ekki veitti af því króatíska liðið var að loka mjög vel á sóknir íslenska liðsins og vantaði slagkraft í leik okkar manna. Íslenska liðið sótti stíft eftir jöfnunarmarkinu en náði ekki að skapa sér nægilega hættulegt færi, þó svo að litlu hafi mátt muna á köflum. Það var því sárt þegar Króatar komust í skyndisókn í uppbótartíma þar sem Brozovic var einn á auðum sjó og skoraði með hnitmiðuðu skoti utan teigs. Ivan Perisic fékk svo að líta rauða spjaldið stuttu síðar þegar hann braut illa á Birki Bjarnasyni en það breytti engu um niðurstöðu leiksins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira