Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 80-73 | Fullt hús hjá Keflavík á móti nágrönnunum Kristinn Geir Friðriksson í Sláturhúsinu skrifar 5. janúar 2017 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur. vísir/ernir Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í vetur í Sláturhúsinu í kvöld þegar liðið mættust í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði áður unnið nágranna sína í deildarleik í Njarðvík og í bikarleik á Sunnubrautinni. Þetta var þriðji deildarsigur Keflavíkurliðsins í röð en þeir skildu Njarðvíkurliðið eftir í fallsæti með þessum sigri í kvöld. Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var bara með 6 stig en gaf 9 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði sjö þrista og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst. Eins og svo oft áður var þetta grannaslagur af bestu gerð; spennandi naglbítur. Gæði leiksins voru kannski ekki þau sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi í Reykjanesbæ en það skipti litlu þvi baráttan, spennan og sigurviljinn voru við hendina og lokamínútur leiksins gríðarlega spennandi. Svo fór að lokum að heimamenn í Keflavík sigruðu 80-73. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; sóknarflæðið kom fljótt og vörnin small í öðrum hluta. Njarðvik þurfti að elta allan fyrri hálfleik og staðan eftir hann 41-34. Njarðvíkingar náðu ekki að bíta frá sér í þriðja hluta en á sama tíma náðu heimamenn aldrei að stinga gestina af. Um miðjan lokafjórðung kom að þætti Loga Gunnarssonar; hann smellti hverjum þrist á fætur öðrum á sama tíma og svæðisvörn Njarðvíkur náði að loka á sóknartilburði Keflavíkur. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 72-71 og allt gat gerst. Njarðvíkingar nýttu sér þetta hinsvegar ekki og heimamenn sigruðu sanngjarnt. Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik fyrir Njarðvík, Jeremy Atkinson var traustur lunga leiks en aðrir lykilleikmenn liðsins áttu í raun afleiddan dag. Hjá Keflavík voru Amin Stevens og Magnús Már Traustason bestir en Hörður Axel Vilhjálmsson og Reggie Dupree áttu einnig ágætan leik.Björn: Eigum ekki að spila svona Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur fann sig illa í leiknum í kvöld þó svo að hann hafi skilað fimmtán stigum og aðspurður hvort fjarvera Myron Dempsey hafi haft slæm áhrif á leik liðsins sagði Björn: „Auðvitað hafði það einhver áhrif en alls ekki ástæðan fyrir tapinu. Við vorum alltof flatir i fyrri hálfleik og pikkuðum þetta aðeins upp í seinni og töpum svo naumt í lokin á töpuðum boltum og klikkuðum skotum.“ Lykilmenn liðsins áttu skelfingarkvöld en Logi Gunnarsson náði að gefa liðinu líflínu með mörgum þristum á síðustu mínútum leikins en aðeins vantaði uppá til að klára leikinn. „Við vorum andlausir. Sóknin var fyrirsjáanleg og við stigum aldrei nógu vel út. Við eigum ekki að þurfa þessa stóru þrista til þess að koma okkur í gang; við eigum að mæta tilbúnir!“ sagði Björn svekktur í leikslok.Ágúst: Styrkleikamerki að halda haus í svona orrahríð Keflvíkingar spiluðu alls engan glansbolta í leiknum þó sigur hefði náðst. Liðið hefði átt að loka leiknum mun fyrr en alltaf náðu Njarðvíkingar að halda sér í seilingarfjarlægð og svo undir lokin að gefa sér tækifæri til að vinna leikinn. Ágúst Orrason leikmaður Keflavík hafði svarið við þessu, „Þeir [Njarðvík] eru með Loga í sínu liði sem getur sett þrista uppúr engu. Þessir þristar eru þeirra helsta vopn. Það virkaði hjá þeim í dag og þá geta þeir verið í hörkuleik við lið eins og okkur. Þetta er bara svo fljótt að gerast hjá þeim þegar þeir detta í þetta stuð. Við náðum hinsvegar að halda haus og það er styrkleikamerki,“ sagði Ágúst. „Það er drulluerfitt að spila þegar mótherjinn er að hitta svona eins og Njarðvík gerði í kvöld en við náðum að halda haus. Við einbeittum okkur að því að fara ekki hraðann bolta með þeim. Við stjórnuðum leiknum; tókum okkar tíma í sókninni og fengum góð skot og það hélt út.“ sagði Ágúst í sigurvímu eftir harðsóttan sigur.Textalýsing: Keflavík - Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í vetur í Sláturhúsinu í kvöld þegar liðið mættust í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði áður unnið nágranna sína í deildarleik í Njarðvík og í bikarleik á Sunnubrautinni. Þetta var þriðji deildarsigur Keflavíkurliðsins í röð en þeir skildu Njarðvíkurliðið eftir í fallsæti með þessum sigri í kvöld. Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var bara með 6 stig en gaf 9 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði sjö þrista og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst. Eins og svo oft áður var þetta grannaslagur af bestu gerð; spennandi naglbítur. Gæði leiksins voru kannski ekki þau sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi í Reykjanesbæ en það skipti litlu þvi baráttan, spennan og sigurviljinn voru við hendina og lokamínútur leiksins gríðarlega spennandi. Svo fór að lokum að heimamenn í Keflavík sigruðu 80-73. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; sóknarflæðið kom fljótt og vörnin small í öðrum hluta. Njarðvik þurfti að elta allan fyrri hálfleik og staðan eftir hann 41-34. Njarðvíkingar náðu ekki að bíta frá sér í þriðja hluta en á sama tíma náðu heimamenn aldrei að stinga gestina af. Um miðjan lokafjórðung kom að þætti Loga Gunnarssonar; hann smellti hverjum þrist á fætur öðrum á sama tíma og svæðisvörn Njarðvíkur náði að loka á sóknartilburði Keflavíkur. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 72-71 og allt gat gerst. Njarðvíkingar nýttu sér þetta hinsvegar ekki og heimamenn sigruðu sanngjarnt. Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik fyrir Njarðvík, Jeremy Atkinson var traustur lunga leiks en aðrir lykilleikmenn liðsins áttu í raun afleiddan dag. Hjá Keflavík voru Amin Stevens og Magnús Már Traustason bestir en Hörður Axel Vilhjálmsson og Reggie Dupree áttu einnig ágætan leik.Björn: Eigum ekki að spila svona Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur fann sig illa í leiknum í kvöld þó svo að hann hafi skilað fimmtán stigum og aðspurður hvort fjarvera Myron Dempsey hafi haft slæm áhrif á leik liðsins sagði Björn: „Auðvitað hafði það einhver áhrif en alls ekki ástæðan fyrir tapinu. Við vorum alltof flatir i fyrri hálfleik og pikkuðum þetta aðeins upp í seinni og töpum svo naumt í lokin á töpuðum boltum og klikkuðum skotum.“ Lykilmenn liðsins áttu skelfingarkvöld en Logi Gunnarsson náði að gefa liðinu líflínu með mörgum þristum á síðustu mínútum leikins en aðeins vantaði uppá til að klára leikinn. „Við vorum andlausir. Sóknin var fyrirsjáanleg og við stigum aldrei nógu vel út. Við eigum ekki að þurfa þessa stóru þrista til þess að koma okkur í gang; við eigum að mæta tilbúnir!“ sagði Björn svekktur í leikslok.Ágúst: Styrkleikamerki að halda haus í svona orrahríð Keflvíkingar spiluðu alls engan glansbolta í leiknum þó sigur hefði náðst. Liðið hefði átt að loka leiknum mun fyrr en alltaf náðu Njarðvíkingar að halda sér í seilingarfjarlægð og svo undir lokin að gefa sér tækifæri til að vinna leikinn. Ágúst Orrason leikmaður Keflavík hafði svarið við þessu, „Þeir [Njarðvík] eru með Loga í sínu liði sem getur sett þrista uppúr engu. Þessir þristar eru þeirra helsta vopn. Það virkaði hjá þeim í dag og þá geta þeir verið í hörkuleik við lið eins og okkur. Þetta er bara svo fljótt að gerast hjá þeim þegar þeir detta í þetta stuð. Við náðum hinsvegar að halda haus og það er styrkleikamerki,“ sagði Ágúst. „Það er drulluerfitt að spila þegar mótherjinn er að hitta svona eins og Njarðvík gerði í kvöld en við náðum að halda haus. Við einbeittum okkur að því að fara ekki hraðann bolta með þeim. Við stjórnuðum leiknum; tókum okkar tíma í sókninni og fengum góð skot og það hélt út.“ sagði Ágúst í sigurvímu eftir harðsóttan sigur.Textalýsing: Keflavík - Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum