Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 77-96 | Stjarnan sótti sigur á Suðurnesin Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni í Grindavík skrifar 2. mars 2017 23:15 Ágúst Angantýsson í baráttunni við Þorstein Finnbogason. Vísir/Eyþór Stjörnumenn unnu öruggan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni suður með sjó í kvöld. Gestirnir halda sig því í námunda við KR í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Það var mikið skorað í upphafi og lítið um varnir. Eysteinn Bjarni Ævarsson fór mikinn hjá heimamönnum í upphafi og setti niður góðar körfur. Stjörnumenn voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en Grindvíkingar komu alltaf til baka og náðu að minnka muninn ef Stjarnan jók forskotið að ráði. Eysteinn Bjarni lenti í villuvandræðum og var kominn með 4 villur í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 49-45 fyrir Garðbæinga og mikið skorað. Í þriðja leikhluta náði Stjarnan áhlaupi sem lagði grunninn að sigrinum. Tómas Heiðar setti niður þrjú þriggja stiga skot á innan við mínútu og skyndilega var munurinn orðinn 18 stig. Grindvíkingar náðu muninum niður í 6 stig en Stjarnan átti síðasta orðið fyrir lok leikhlutans en staðan að honum loknum var 73-63 fyrir Stjörnuna og varnarleikur Garðbæinga töluvert betri en í fyrri hálfleiknum. Þennan 10 stiga mun náðu Grindvíkingar aldrei að brúa. Stjörnumenn spiluðu skynsamlega í síðasta leikhlutanum og héldu heimamönnum í öruggri fjarlægð. Skot heimamanna voru ekki að detta og þar að auki voru þeir í vandræðum á vítalínunni. Stjörnumenn juku forystuna á síðustu sekúndunum og unnu að lokum góðan sigur 96-77 og eru því enn með í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.Af hverju vann Stjarnan?Þeir náðu að bæta sinn varnarleik eftir því sem leið á leikinn, annað en heimamenn sem voru í vandræðum varnarlega allan tímann. Stjörnumenn náðu góðum kafla um miðjan þriðja leikhluta sem lagði grunninn að sigrinum og litu aldrei um öxl eftir það. Leikur Grindvíkinga var svipaður og tímabilið hefur verið, afar sveiflukenndur. Þeir virtust ætla að halda spennu í leiknum þegar þeim tókst að minnka muninn í 6 stig rétt fyrir lok þriðja leikhluta en þegar Stjörnumenn komu forystunni aftur í 10 stig var ekki aftur snúið. Lykilmenn Grindvíkinga brugðust þegar á reyndi og Jóhann þjálfari þarf að fá Lewis Clinch betur í gang því með hann ryðgaðan verður úrslitakeppnin erfið fyrir Suðurnesjamenn.Bestu menn vallarins:Ólafur Ólafsson átti fínan leik fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók oft af skarið í sóknarleiknum. Lewis Clinch Jr. skoraði 19 stig en hitti illa og þá átti Ingvi Þór Guðmundsson ágætan leik. Hjá Stjörnunni var Anthony Odunsi duglegur að keyra á körfuna og skora. Hann endaði með 21 stig og sótti margar villur á leikmenn Grindvíkinga. Þá áttu þeir Eysteinn Bjarni Ævarsson og Tómas Heiðar Tómasson fínan leik og skoruðu báðir 19 stig en Eysteinn byrjaði leikinn frábærlega áður en hann lenti í villuvandræðum og hvíldi eftir það að mestu fram í fjórða leikhluta. Tómas var maðurinn á bakvið áhlaup Stjörnunnar í þriðja leikhluta þegar hann skoraði þrjár þriggja stigur á innan við mínútu. Hlynur Bæringsson skilaði svo sínu og vel það með 18 stig og 11 fráköst.Áhugaverð tölfræði:Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var innan við 15% í kvöld og þeir settu aðeins niður fjórar þriggja stiga körfur. Nýting þeirra var almennt slök og lykilmenn eins og Lewis Clinch Jr. og Dagur Kár Jónsson áttu í erfiðleikum með að koma boltanum í körfuna. Þá voru vítaskot Grindvíkinga ekki góð í kvöld og nýtingin einungis rúmlega 60%. Tómas Heiðar Tómasson setti niður 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og Eysteinn Bjarni skoraði 19 stiga á aðeins 27 mínútum í kvöld. Hvorugt liðið skoraði stig úr hraðaupphlaupum og þá voru Grindvíkingar aldrei í forystu í leiknum.Hvað gekk illa?Varnarleikur Grindvíkinga var slakur nær allan leikinn og eins og áður segir voru þeir sömuleiðis að hitta illa í sókninni. Lewis Clinch Jr. sem er algjör lykilmaður í þeirra liði náði sér ekki á strik og það er ekki í fyrsta sinn undanfarið sem það gerist. Hann verður að finna fjölina sína fyrir úrslitakeppnina. Vörn Stjörnunnar var slök framan af en þeim tókst að laga hana þegar leið á leikinn. Hvorugt liðið fékk mikið af stigum frá bekknum í leiknum og það gæti orðið vandamál þegar spilað verður þétt í úrslitakeppninni. Þá fer breiddin að telja og stigin af bekknum mikilvæg. Hrafn: Ekki ómögulegt að Shouse sjáist aftur í Stjörnubúning í veturHrafn Kristjánsson þjálfari StjörnunnarVísir/ErnirHrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með þær framfarir sem liðið sýndi frá því í síðustu leikjum og sagði að þrátt fyrir slakan varnarleik í fyrri hálfleik hefði hann lagast mikið eftir því sem leið á leikinn. „Það var miklu meira jákvætt úr þessum leik heldur en þeim síðustu, burt séð frá úrslitunum því það er það sem skiptir máli. Við byrjuðum mjög illa varnarlega. Mér fannst við spila mjög fínan sóknarleik í 34-35 mínútur í leiknum en varnarlega vorum við ekki beittir í fyrri hálfleik en það lagaðist í þeim síðari,“ sagði Hrafn í samtali við Vísi eftir leik. Stjörnumenn náðu góðum kafla um miðjan þriðja leikhlutann og skoruðu þá 20 stig gegn 6 stigum heimamanna. Þessi kafli lagði grunninn að sigrinum í kvöld. „Það þýðir samt ekkert að hugsa um það sem hendingu eða glópalán. Þarna vorum við að stoppa þá í sókninni, sækja hratt, hreyfa boltann og opna fyrir skotmenn. Þannig viljum við spila og við höfum verið ansi langt frá því að finna þann takt í svolítinn tíma. Það var frábært að sjá það,“ bætti Hrafn við. Stjarnan er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn en Hrafn vildi meina að liðið ætti ekki mikinn möguleika á að ná þeim titli en Garðbæingar eru aðeins tveimur stigum á eftir KR. „Eins og þetta er að spilast er ég ekkert viss um að deildarmeistaratitillinn sé líklegur. Ég held að það sé mikilvægast fyrir okkur sem lið að sleppa því sem getur gerst eftir tvo leiki heldur hugsa um frammistöðuna. Taka það sem var jákvætt núna, byggja ofan á það og helst sýna aðeins meira í næsta leik. Það myndi skipta máli að vera með sólskin í hjartanu þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Justin Shouse hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum vegna höfuðmeiðsla og óvíst er hvenær hann mun snúa aftur. Hrafn sagði ekki víst að hann myndi spila meira með Stjörnunni á tímabilinu. „Þetta er ekki endilega það skýrt fyrir honum sjálfum. Eina sem við vitum er að við viljum taka þetta nákvæmlega eftir bókinni og ekki taka neinar áhættur, að minnsta kosti reyna að komast hjá því ef við getum. Hann hefur tekið fleiri skref fram á við heldur en aftur síðustu vikur og það er alls ekki ómögulegt að hann sjáist aftur í Stjörnubúning í vetur en það er ekki hægt að segja til um það akkúrat núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að lokum. Jóhann: Menn verða að taka ábyrgðJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur kallar eftir því að menn taki á sig meiri ábyrgð inni á vellinum.Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur kallaði eftir að menn í sínu liði tækju á sig ábyrgð og sagði að varnarleikurinn gegn Stjörnunni í kvöld hefði verið slakur. „Við erum nánast allan leikinn nánast „off“ varnarlega. Við náum ekki nema 2-3 mínútum í sitt hvorum hálfleiknum þar sem við náum alvöru ákefð í vörninni. Við erum að fá á okkur 96 stig, yfir 20 stig í hverjum leikhluta og á móti svona góðu liði eins og Stjörnunni er það ekkert að ganga upp,“ sagði Jóhann þegar Vísir spjallaði við hann að leik loknum í kvöld. Lykilmenn eins og Lewis Clinch og Dagur Kár Jónsson náðu sér ekki á strik en Jóhann talaði um að allt liðið þyrfti að taka sig á. „Heilt yfir hittum við illa. Það var ákveðið vonleysi í þessu. Mínir menn héldu áfram að reyna og við höfum talað um í allan vetur að taka leik okkar upp á næsta stig. Á meðan mínir hafa ekki kjark eða dug til að slást við þessi bestu lið og við erum hvað eftir annað að gera okkur seka um aulamistök þá erum við ekkert að fara að gera neitt.“ „Það eru tveir leikir eftir og svo þessi úrslitakeppni. Við þurfum bara að fara að girða okkur í brók,“ sagði Jóhann og vildi meina að hans menn væru ekki að fara eftir leikskipulaginu sem sett væri upp. „Ég væri til í að sjá mína menn spila heilan leik þar sem þeir halda sig við leikskipulag, sérstaklega varnarlega, það væri fróðlegt. Sömuleiðis að taka ábyrgð á því sem verið er að gera og leggja upp. Ef það er sagt eitthvað við menn þá er bara svarað „ég veit, ég veit“ og einhverjar afsakanir í staðinn fyrir að taka ábyrgð á því sem er verið að gera. Það þarf að gera hlutina eins og menn,“ sagði Jóhann að lokum. Tómas Heiðar: Getur orðið betraTómas Heiðar Tómasson var góður hjá Stjörnunni í sigrinum gegn Grindavík í kvöld. Hann setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur þegar Garðbæingar lögðu grunninn að forskoti sínu og endaði með 19 stig í kvöld. „Þetta var skrýtinn fyrri hálfleikur. Bæði lið voru að skora ótrúlega mikið og svo náðum við nokkrum stoppum og nokkrum þristum sem gerði þetta eiginlega fyrir okkur. Þetta getur alveg orðið betra. Ég hefði viljað sjá betri leik, þar á meðal hjá mér, heilt yfir allan leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Tómas Heiðar við Vísi að leik loknum. Stjörnumenn settu niður fimm þriggja stiga skot á stuttum kafla í 3.leikhluta og þar af skoraði Tómas þrjár þriggja stiga körfur á innan við mínútu. „Ég held þetta hafi byrjað á einum þristi og svo urðu þeir fimm í röð hjá okkur sem lið. Það gerði heilmikið fyrir okkur. Stundum er það þannig að maður finnur bragðið og svo byrja skotin að detta,“ bætti Tómas við. Stjarnan byggði upp ágætis forskot í þriðja leikhluta sem þeir létu aldrei af hendi þrátt fyrir ágætis áhlaup heimamanna fyrir lokafjórðunginn. „Við vissum að það myndi gerast. Við komust 15 stigum yfir og maður veit að Grindavík kemur alltaf til baka. Það var okkar að standast það og klára leikinn. Við gerðum það.“ Stjörnumenn eru enn með í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en liðið mætir KR í lokaumferðinni í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um titilinn. „Deildarmeistaratitillinn er fínn en það er aðallega heimavallarétturinn í úrslitakeppninni sem skiptir máli. En ég hef aldrei unnið deildarmeistaratitil og það væri ekkert verra,“ sagði Tómas Heiðar að lokum. Ólafur: Hef ekki áhyggjurÓlafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu liðsins gegn Stjörnunni í kvöld en hafði ekki áhyggjur af fyrir úrslitakeppnina sem hefst innan skamms. „Við erum með lykilmenn sem eru að hugsa um eitthvað allt annað en að spila. Reyndir leikmenn sem eru að pæla í því að fá ekki villu þarna megin og svo er skorað í andlitið á okkur. Við þurfum að skoða þetta og finna lausn,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leik. Grindavík fékk á sig 96 stig í leiknum í kvöld og augljóst að það er erfitt að ná sigri gegn jafn sterku liði og Stjörnunni fáir þú á þig svona mörg stig. „Það er erfitt að vinna svona. Við skoruðum þegar við vildum en vorum allt of veikir varnarlega og þeir skoruðu þegar þeir vilja. Þá töpum við, það er ekki flóknara en það.“ Leikur Grindavíkur hefur verið sveiflukenndur og var það svo sannarlega í kvöld. „Það fara 2-3 skot niður og svo dettum við í það að halda áfram að taka skot í staðinn fyrir að stilla upp, setja kerfi í gang og skora þannig. Hægja kannski aðeins á þessu. Við þurfum bara að setjast niður, skoða leikinn og laga ákveðna hluti. Það er stutt í fjörið og við þurfum að mæta tilbúnir fyrir það. Ég hef ekki áhyggjur, þetta er eitthvað sem við þurfum að laga og við bara gerum það,“ sagði Ólafur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Stjörnumenn unnu öruggan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni suður með sjó í kvöld. Gestirnir halda sig því í námunda við KR í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Það var mikið skorað í upphafi og lítið um varnir. Eysteinn Bjarni Ævarsson fór mikinn hjá heimamönnum í upphafi og setti niður góðar körfur. Stjörnumenn voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en Grindvíkingar komu alltaf til baka og náðu að minnka muninn ef Stjarnan jók forskotið að ráði. Eysteinn Bjarni lenti í villuvandræðum og var kominn með 4 villur í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 49-45 fyrir Garðbæinga og mikið skorað. Í þriðja leikhluta náði Stjarnan áhlaupi sem lagði grunninn að sigrinum. Tómas Heiðar setti niður þrjú þriggja stiga skot á innan við mínútu og skyndilega var munurinn orðinn 18 stig. Grindvíkingar náðu muninum niður í 6 stig en Stjarnan átti síðasta orðið fyrir lok leikhlutans en staðan að honum loknum var 73-63 fyrir Stjörnuna og varnarleikur Garðbæinga töluvert betri en í fyrri hálfleiknum. Þennan 10 stiga mun náðu Grindvíkingar aldrei að brúa. Stjörnumenn spiluðu skynsamlega í síðasta leikhlutanum og héldu heimamönnum í öruggri fjarlægð. Skot heimamanna voru ekki að detta og þar að auki voru þeir í vandræðum á vítalínunni. Stjörnumenn juku forystuna á síðustu sekúndunum og unnu að lokum góðan sigur 96-77 og eru því enn með í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.Af hverju vann Stjarnan?Þeir náðu að bæta sinn varnarleik eftir því sem leið á leikinn, annað en heimamenn sem voru í vandræðum varnarlega allan tímann. Stjörnumenn náðu góðum kafla um miðjan þriðja leikhluta sem lagði grunninn að sigrinum og litu aldrei um öxl eftir það. Leikur Grindvíkinga var svipaður og tímabilið hefur verið, afar sveiflukenndur. Þeir virtust ætla að halda spennu í leiknum þegar þeim tókst að minnka muninn í 6 stig rétt fyrir lok þriðja leikhluta en þegar Stjörnumenn komu forystunni aftur í 10 stig var ekki aftur snúið. Lykilmenn Grindvíkinga brugðust þegar á reyndi og Jóhann þjálfari þarf að fá Lewis Clinch betur í gang því með hann ryðgaðan verður úrslitakeppnin erfið fyrir Suðurnesjamenn.Bestu menn vallarins:Ólafur Ólafsson átti fínan leik fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók oft af skarið í sóknarleiknum. Lewis Clinch Jr. skoraði 19 stig en hitti illa og þá átti Ingvi Þór Guðmundsson ágætan leik. Hjá Stjörnunni var Anthony Odunsi duglegur að keyra á körfuna og skora. Hann endaði með 21 stig og sótti margar villur á leikmenn Grindvíkinga. Þá áttu þeir Eysteinn Bjarni Ævarsson og Tómas Heiðar Tómasson fínan leik og skoruðu báðir 19 stig en Eysteinn byrjaði leikinn frábærlega áður en hann lenti í villuvandræðum og hvíldi eftir það að mestu fram í fjórða leikhluta. Tómas var maðurinn á bakvið áhlaup Stjörnunnar í þriðja leikhluta þegar hann skoraði þrjár þriggja stigur á innan við mínútu. Hlynur Bæringsson skilaði svo sínu og vel það með 18 stig og 11 fráköst.Áhugaverð tölfræði:Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var innan við 15% í kvöld og þeir settu aðeins niður fjórar þriggja stiga körfur. Nýting þeirra var almennt slök og lykilmenn eins og Lewis Clinch Jr. og Dagur Kár Jónsson áttu í erfiðleikum með að koma boltanum í körfuna. Þá voru vítaskot Grindvíkinga ekki góð í kvöld og nýtingin einungis rúmlega 60%. Tómas Heiðar Tómasson setti niður 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og Eysteinn Bjarni skoraði 19 stiga á aðeins 27 mínútum í kvöld. Hvorugt liðið skoraði stig úr hraðaupphlaupum og þá voru Grindvíkingar aldrei í forystu í leiknum.Hvað gekk illa?Varnarleikur Grindvíkinga var slakur nær allan leikinn og eins og áður segir voru þeir sömuleiðis að hitta illa í sókninni. Lewis Clinch Jr. sem er algjör lykilmaður í þeirra liði náði sér ekki á strik og það er ekki í fyrsta sinn undanfarið sem það gerist. Hann verður að finna fjölina sína fyrir úrslitakeppnina. Vörn Stjörnunnar var slök framan af en þeim tókst að laga hana þegar leið á leikinn. Hvorugt liðið fékk mikið af stigum frá bekknum í leiknum og það gæti orðið vandamál þegar spilað verður þétt í úrslitakeppninni. Þá fer breiddin að telja og stigin af bekknum mikilvæg. Hrafn: Ekki ómögulegt að Shouse sjáist aftur í Stjörnubúning í veturHrafn Kristjánsson þjálfari StjörnunnarVísir/ErnirHrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með þær framfarir sem liðið sýndi frá því í síðustu leikjum og sagði að þrátt fyrir slakan varnarleik í fyrri hálfleik hefði hann lagast mikið eftir því sem leið á leikinn. „Það var miklu meira jákvætt úr þessum leik heldur en þeim síðustu, burt séð frá úrslitunum því það er það sem skiptir máli. Við byrjuðum mjög illa varnarlega. Mér fannst við spila mjög fínan sóknarleik í 34-35 mínútur í leiknum en varnarlega vorum við ekki beittir í fyrri hálfleik en það lagaðist í þeim síðari,“ sagði Hrafn í samtali við Vísi eftir leik. Stjörnumenn náðu góðum kafla um miðjan þriðja leikhlutann og skoruðu þá 20 stig gegn 6 stigum heimamanna. Þessi kafli lagði grunninn að sigrinum í kvöld. „Það þýðir samt ekkert að hugsa um það sem hendingu eða glópalán. Þarna vorum við að stoppa þá í sókninni, sækja hratt, hreyfa boltann og opna fyrir skotmenn. Þannig viljum við spila og við höfum verið ansi langt frá því að finna þann takt í svolítinn tíma. Það var frábært að sjá það,“ bætti Hrafn við. Stjarnan er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn en Hrafn vildi meina að liðið ætti ekki mikinn möguleika á að ná þeim titli en Garðbæingar eru aðeins tveimur stigum á eftir KR. „Eins og þetta er að spilast er ég ekkert viss um að deildarmeistaratitillinn sé líklegur. Ég held að það sé mikilvægast fyrir okkur sem lið að sleppa því sem getur gerst eftir tvo leiki heldur hugsa um frammistöðuna. Taka það sem var jákvætt núna, byggja ofan á það og helst sýna aðeins meira í næsta leik. Það myndi skipta máli að vera með sólskin í hjartanu þegar úrslitakeppnin byrjar.“ Justin Shouse hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum vegna höfuðmeiðsla og óvíst er hvenær hann mun snúa aftur. Hrafn sagði ekki víst að hann myndi spila meira með Stjörnunni á tímabilinu. „Þetta er ekki endilega það skýrt fyrir honum sjálfum. Eina sem við vitum er að við viljum taka þetta nákvæmlega eftir bókinni og ekki taka neinar áhættur, að minnsta kosti reyna að komast hjá því ef við getum. Hann hefur tekið fleiri skref fram á við heldur en aftur síðustu vikur og það er alls ekki ómögulegt að hann sjáist aftur í Stjörnubúning í vetur en það er ekki hægt að segja til um það akkúrat núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að lokum. Jóhann: Menn verða að taka ábyrgðJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur kallar eftir því að menn taki á sig meiri ábyrgð inni á vellinum.Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur kallaði eftir að menn í sínu liði tækju á sig ábyrgð og sagði að varnarleikurinn gegn Stjörnunni í kvöld hefði verið slakur. „Við erum nánast allan leikinn nánast „off“ varnarlega. Við náum ekki nema 2-3 mínútum í sitt hvorum hálfleiknum þar sem við náum alvöru ákefð í vörninni. Við erum að fá á okkur 96 stig, yfir 20 stig í hverjum leikhluta og á móti svona góðu liði eins og Stjörnunni er það ekkert að ganga upp,“ sagði Jóhann þegar Vísir spjallaði við hann að leik loknum í kvöld. Lykilmenn eins og Lewis Clinch og Dagur Kár Jónsson náðu sér ekki á strik en Jóhann talaði um að allt liðið þyrfti að taka sig á. „Heilt yfir hittum við illa. Það var ákveðið vonleysi í þessu. Mínir menn héldu áfram að reyna og við höfum talað um í allan vetur að taka leik okkar upp á næsta stig. Á meðan mínir hafa ekki kjark eða dug til að slást við þessi bestu lið og við erum hvað eftir annað að gera okkur seka um aulamistök þá erum við ekkert að fara að gera neitt.“ „Það eru tveir leikir eftir og svo þessi úrslitakeppni. Við þurfum bara að fara að girða okkur í brók,“ sagði Jóhann og vildi meina að hans menn væru ekki að fara eftir leikskipulaginu sem sett væri upp. „Ég væri til í að sjá mína menn spila heilan leik þar sem þeir halda sig við leikskipulag, sérstaklega varnarlega, það væri fróðlegt. Sömuleiðis að taka ábyrgð á því sem verið er að gera og leggja upp. Ef það er sagt eitthvað við menn þá er bara svarað „ég veit, ég veit“ og einhverjar afsakanir í staðinn fyrir að taka ábyrgð á því sem er verið að gera. Það þarf að gera hlutina eins og menn,“ sagði Jóhann að lokum. Tómas Heiðar: Getur orðið betraTómas Heiðar Tómasson var góður hjá Stjörnunni í sigrinum gegn Grindavík í kvöld. Hann setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur þegar Garðbæingar lögðu grunninn að forskoti sínu og endaði með 19 stig í kvöld. „Þetta var skrýtinn fyrri hálfleikur. Bæði lið voru að skora ótrúlega mikið og svo náðum við nokkrum stoppum og nokkrum þristum sem gerði þetta eiginlega fyrir okkur. Þetta getur alveg orðið betra. Ég hefði viljað sjá betri leik, þar á meðal hjá mér, heilt yfir allan leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Tómas Heiðar við Vísi að leik loknum. Stjörnumenn settu niður fimm þriggja stiga skot á stuttum kafla í 3.leikhluta og þar af skoraði Tómas þrjár þriggja stiga körfur á innan við mínútu. „Ég held þetta hafi byrjað á einum þristi og svo urðu þeir fimm í röð hjá okkur sem lið. Það gerði heilmikið fyrir okkur. Stundum er það þannig að maður finnur bragðið og svo byrja skotin að detta,“ bætti Tómas við. Stjarnan byggði upp ágætis forskot í þriðja leikhluta sem þeir létu aldrei af hendi þrátt fyrir ágætis áhlaup heimamanna fyrir lokafjórðunginn. „Við vissum að það myndi gerast. Við komust 15 stigum yfir og maður veit að Grindavík kemur alltaf til baka. Það var okkar að standast það og klára leikinn. Við gerðum það.“ Stjörnumenn eru enn með í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en liðið mætir KR í lokaumferðinni í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um titilinn. „Deildarmeistaratitillinn er fínn en það er aðallega heimavallarétturinn í úrslitakeppninni sem skiptir máli. En ég hef aldrei unnið deildarmeistaratitil og það væri ekkert verra,“ sagði Tómas Heiðar að lokum. Ólafur: Hef ekki áhyggjurÓlafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu liðsins gegn Stjörnunni í kvöld en hafði ekki áhyggjur af fyrir úrslitakeppnina sem hefst innan skamms. „Við erum með lykilmenn sem eru að hugsa um eitthvað allt annað en að spila. Reyndir leikmenn sem eru að pæla í því að fá ekki villu þarna megin og svo er skorað í andlitið á okkur. Við þurfum að skoða þetta og finna lausn,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leik. Grindavík fékk á sig 96 stig í leiknum í kvöld og augljóst að það er erfitt að ná sigri gegn jafn sterku liði og Stjörnunni fáir þú á þig svona mörg stig. „Það er erfitt að vinna svona. Við skoruðum þegar við vildum en vorum allt of veikir varnarlega og þeir skoruðu þegar þeir vilja. Þá töpum við, það er ekki flóknara en það.“ Leikur Grindavíkur hefur verið sveiflukenndur og var það svo sannarlega í kvöld. „Það fara 2-3 skot niður og svo dettum við í það að halda áfram að taka skot í staðinn fyrir að stilla upp, setja kerfi í gang og skora þannig. Hægja kannski aðeins á þessu. Við þurfum bara að setjast niður, skoða leikinn og laga ákveðna hluti. Það er stutt í fjörið og við þurfum að mæta tilbúnir fyrir það. Ég hef ekki áhyggjur, þetta er eitthvað sem við þurfum að laga og við bara gerum það,“ sagði Ólafur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti