Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 19:42 Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir. Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir.
Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira