Bodö/Glimt keypti Oliver frá Breiðabliki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 16:14 Oliver Sigurjónsson er hér boðinn velkominn til Bodö/Glimt. Mynd/Bodö/Glimt Norska félagið Bodö/Glimt hefur gengið frá kaupum á íslenska miðjumanninum Oliver Sigurjónssyni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Oliver hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bodö/Glimt eða út 2020 tímabilið. Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni síðasta haust. „Frábært. Þetta er gott skref fyrir mig að koma hingað. Ég vil verða betri leikmaður og hjálpa mínu nýja félagi. Ég er mjög ánægður núna,“ sagði Oliver í viðtali við heimasíðu Bodö/Glimt. Oliver kom til Bodö/Glimt á mánudagskvöldið og hefur því ekki séð mikið af nýja bænum sínum. Hannes Þór Halldórsson kom til reynslu hjá félaginu í fyrra og Oliver segist hafa talað við Hannes um þá reynslu. „Ég talaði við Hannes og hann sagði að leikvangurinn væri flottur og það þetta væri rólegur bær. Þeir voru að selja Normann í ensku úrvalsdeildina og ég veit að hér er gott unglingastarf eins og hjá Breiðabliki,“ sagði Oliver.BEKREFTET: Oliver Sigurjonsson er klar for Bodø/Glimt. Han har signert en kontrakt til august 2020. pic.twitter.com/QXeITwdkmA — FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 25, 2017 En hvernig lýsir Oliver sér sem leikmanni. „Ég les leikinn vel og er með góðan sendingafót. Ég vil tala mikið við leikmennina í kringum mig og fer í allar tæklingar til að vinna þær,“ sagði Oliver. Þetta er í annað skiptið sem Oliver fer út en hann fór mjög ungur til danska félagsins AGF. Nú er hann reynslunni ríkari. „Ég vil hjálpa félaginu að komast aftur upp í úrvalsdeildina og ná góðri fótfestu þar. Ég vil verða besti miðjumaðurinn í Bodö/Glimt á þessum tíma,“ sagði Oliver. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Norska félagið Bodö/Glimt hefur gengið frá kaupum á íslenska miðjumanninum Oliver Sigurjónssyni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Oliver hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bodö/Glimt eða út 2020 tímabilið. Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni síðasta haust. „Frábært. Þetta er gott skref fyrir mig að koma hingað. Ég vil verða betri leikmaður og hjálpa mínu nýja félagi. Ég er mjög ánægður núna,“ sagði Oliver í viðtali við heimasíðu Bodö/Glimt. Oliver kom til Bodö/Glimt á mánudagskvöldið og hefur því ekki séð mikið af nýja bænum sínum. Hannes Þór Halldórsson kom til reynslu hjá félaginu í fyrra og Oliver segist hafa talað við Hannes um þá reynslu. „Ég talaði við Hannes og hann sagði að leikvangurinn væri flottur og það þetta væri rólegur bær. Þeir voru að selja Normann í ensku úrvalsdeildina og ég veit að hér er gott unglingastarf eins og hjá Breiðabliki,“ sagði Oliver.BEKREFTET: Oliver Sigurjonsson er klar for Bodø/Glimt. Han har signert en kontrakt til august 2020. pic.twitter.com/QXeITwdkmA — FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 25, 2017 En hvernig lýsir Oliver sér sem leikmanni. „Ég les leikinn vel og er með góðan sendingafót. Ég vil tala mikið við leikmennina í kringum mig og fer í allar tæklingar til að vinna þær,“ sagði Oliver. Þetta er í annað skiptið sem Oliver fer út en hann fór mjög ungur til danska félagsins AGF. Nú er hann reynslunni ríkari. „Ég vil hjálpa félaginu að komast aftur upp í úrvalsdeildina og ná góðri fótfestu þar. Ég vil verða besti miðjumaðurinn í Bodö/Glimt á þessum tíma,“ sagði Oliver.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira