Íslenski boltinn

Kári kominn aftur í Víking

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári og Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, handsala samninginn.
Kári og Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, handsala samninginn. vísir/vilhelm
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er genginn í raðir Víkings R. Kári skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir út tímabilið 2020.

Kári er uppalinn Víkingur og lék síðast með liðinu 2004. Hann lék 15 leiki með Víkingi í efstu deild, 26 í B-deildinni auk átta bikarleikja.



Kári ætlaði að koma heim í Víking eftir HM 2018 en gekk til liðs við Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni. Liðið vann sér sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur.

Miðvörðurinn öflugi, sem verður 37 ára í október, fær leikheimild 1. júlí. Sama dag tekur Víkingur á móti ÍA og Kári gæti þá leikið sinn fyrsta leik í búningi Víkings í 15 ár.

Kári kom víða við á atvinnumannaferlinum og lék með níu félögum í sex löndum.

Hann hefur leikið 77 landsleiki og skorað sex mörk. Kári lék alla leiki Íslands á EM 2016 og tvo af þremur leikjum íslenska liðsins á HM 2018.

Víkingur er með sjö stig í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Liðið sækir KA heim á sunnudaginn.

Kári og Sölvi Geir Ottesen eru sameinaðir hjá Víkingi að nýju.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×