Umfjöllun og viðtöl: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júlí 2019 23:00 Kennie Chopart átti fínan leik. vísir/bára KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. Björgvin Stefánsson átti mjög gott skot í upphafi leiks sem Alexandro Craninx þurfti að hafa sig allan til með að verja. KR voru ekki að skapa sér mörg færi í leiknum en þau voru þó nokkur. Þrír fremstu hjá KR þeir, Björgvin, Ægir og Ástbjörn hlupu eins og vitleysingar í leiknum. KR áttu erfitt með að spila boltanum í gegnum þétta vörn Molde en náðu stundum að skapa sér færi með mikilli baráttu. Björgvin fékk líklega besta færi leiksins alveg í blálokin. Hann var næstum því kominn einn á móti Alexandro fyrir framan markið en tók síðan ekki nægilega góða snertingu sem varð til þess að Alexandro komst út í hann þar sem hann varði vel. Vörnin hjá KR var frábær í kvöld. Molde fengu eitt gott færi eftir tæplega tuttugu mínútur en annars var erfitt að brjóta niður Vesturbæinga. Vörnin hjá KR var góð en á sama tíma voru Molde á köflum smá áhugalausir. Þeir settu aldrei í almennilegan gír og sást vel að þeir vildu alls ekki meiðast í leiknum. Fredrik Aursnes komst þegar klukkutími var búinn af leiknum í frábæra stöðu í teignum og gerðu eflaust einhverjir ráð fyrir að hann væri bara að fara skora. Aron Bjarki Jósepsson var hins vegar á öðru máli en hann náði að stinga sér fyrir skotið. Þessi sókn fangar að mörgu leyti hvað fór fram í þessum leik. Aursnes sýndi frábæra boltatækni við að koma sér í þetta skot en ákefðin í KR-ingunum var bara miklu meiri í leiknum og þess vegna náði Aron Bjarki að stöðva þetta skot.Af hverju varð jafntefli?KR náðu ekki að skora sigurmarkið þrátt fyrir hetjulegar tilraunir. Síðan er ég að einhverju leyti bara ekki viss um að Molde hafi nennt því að skora í kvöld. Þeir voru auðvitað hálf öruggir áfram og gleyma því fljótt hvort þeir hafi unnið eða gert jafntefli á Meistaravöllum. Hverjir stóðu upp úr?Það voru margir KR-ingar sem heilluðu í kvöld. Sérstaklega varnarmennirnir en Aron Bjarki átti frábæra innkomu í seinni hálfleik þar sem hann var með nokkrar mikilvægar tæklingar. Kennie Chopart var duglegur og átti fína spretti. Skúli Jón, Arnór Sveinn og Gunnar Þór voru sömuleiðis mjög agaðir og góðir í kvöld. Finnur Orri Margeirsson meiddist í leik gegn Víkingum í maí og spilaði í kvöld sinn fyrsta leik síðan þá. Það sást að hann hafði engum gleymt en hann var duglegur að vinna boltann fyrir KR og skilaði boltanum oftar en ekki á samherja. Pablo Punyed var sömuleiðis drjúgur í dag en hann var með margar fínar sendingar auk þess að vinna boltann trekk í trekk. Björgvin Stefánsson og Ástbjörn Þórðarson voru ógeðslega duglegir í þessum leik en það er ekki alltaf nóg. Þeir gerðu nokkrum sinnum mjög vel í að skapa færi fyrir KR en það vantaði alltaf smá gæði uppá að boltinn kæmist yfir línuna. Samt sem áður góð frammistaða hjá þeim í kvöld.Hvað gekk illa?Það er spurning hvort Molde liðið hafi farið á Bæjarins Bestu fyrir leik en þeir virtust saddir í kvöld. Þeir höfðu auðvitað lítið sem ekkert að spila um svo ég skil þá vel. Það var sömuleiðis smá áhugaleysi yfir stúkunni á köflum og gríðarlega fámennt auðvitað. Leiðinlegt fyrir stuðningsmenn KR að eini Evrópuleikurinn þeirra á heimavelli allt árið hafi verið búinn áður en hann byrjaði auðvitað. Þetta var hins vegar eini Evrópuleikurinn á Meistaravöllum árið 2019 og þess vegna hefði verið gaman að sjá fleiri stuðningsmenn og stemningu í kringum leikinn.Hvað gerist næst?KR taka á móti Stjörnunni í gríðarlega mikilvægum leik í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn. KR eru farnir að finna lykt af titlinum og núna þurfa þeir að klára leikina ef þeir vilja fá bikarinn heim. Molde mætir Čukarički frá Serbíu á fimmtudaginn í Evrópudeildinni en ég efast um að margir Íslendingar séu að kippa sér upp yfir því einvígi.Rúnar var ánægður með varnarleik KR í kvöld.vísir/báraRúnar: Ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra liði„Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“Björgvin fékk bestu færi KR í leiknum.vísir/báraBjörgvin: Væri ekki í KR ef ég væri hræddur við smá samkeppni„Það er frábært að vera kominn til baka. Ég spilaði fimm mínútur úti en annars er ansi langt síðan að ég spilaði síðast. Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri þannig að ég er mjög feginn að vera kominn tilbaka.“ Björgvin Stefánsson sóknarmaður KR aðspurður hvort það væri ekki að vera kominn aftur en Björgvin er ekki búinn að spila mótsleik fyrir KR síðan í maí. KR tapaði fyrri leiknum 7-1 og sýndu án efa sitt versta andlit. Frammistaðan í dag var hins vegar töluvert betri. „Þessi leikur gekk klárlega betur. Ég meina við töpum 7-1 úti og gerum 0-0 jafntefli hér heima. Ég held að við höfum sýnt það í dag að getu munurinn á þessum liðum er ekki eins mikill og úrslitin úti gefa til kynna. Það var kærkomið að ná allavega að sýna betri leik heldur en úti.“ Björgvin kom sér í nokkur mjög fín færi í leiknum en náði aldrei að koma boltanum yfir línuna. Það vantaði alltaf eitthvað smá uppá. „Strákarnir hjálpa mér að komast í færi. Ég var óheppinn með eitt skot sem fór í stöngina. Í færinu hérna undir lokin tek ég lélega fyrstu snertingu sem gerir það að verkum að ég þarf að lagfæra stöðu mína og þar af leiðandi þrengi ég færið alltof mikið. Þetta er bara illa gert hjá mér, ég á að klára þetta.“ Pepsi Max-deildin er núna meira en hálfnuð auk þess sem KR eru í undanúrslitunum í mjólkurbikarnum. Þessi leikur gæti verið gott veganesti inn í það erfiða prógram sem er framundan í Vesturbænum. „Við lögðum svolítið upp með það að þetta hafi verið fyrsti liðurinn í seinni hlutanum af tímabilinu. Það sem gerðist úti var bara endirinn á fyrri partinum. Við ákváðum að gleyma þeim leik bara sem fyrst. Við tökum þetta inn í seinni hlutann og nýtum þennan leik til að byggja ofan á framhaldið.“ Kristján Flóki Finnbogason gekk á dögunum til liðs við KR frá Start í Noregi. Kristján Flóki er framherji eins og Björgvin en KR eru líka með Tobias Thomsen sem hefur verið einn besti framherji deildarinnar í sumar. Björgvin hræðist þó ekki smá samkeppni. „Flóki er frábær leikmaður og góður vinur minn. Maður fagnar alltaf að fá góða leikmenn í klúbbinn. Það er bara mjög góð samkeppni og ef ég myndi hræðast einhverja samkeppni þá væri ég ekki í KR þannig að það er bara þannig.“ Evrópudeild UEFA
KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. Björgvin Stefánsson átti mjög gott skot í upphafi leiks sem Alexandro Craninx þurfti að hafa sig allan til með að verja. KR voru ekki að skapa sér mörg færi í leiknum en þau voru þó nokkur. Þrír fremstu hjá KR þeir, Björgvin, Ægir og Ástbjörn hlupu eins og vitleysingar í leiknum. KR áttu erfitt með að spila boltanum í gegnum þétta vörn Molde en náðu stundum að skapa sér færi með mikilli baráttu. Björgvin fékk líklega besta færi leiksins alveg í blálokin. Hann var næstum því kominn einn á móti Alexandro fyrir framan markið en tók síðan ekki nægilega góða snertingu sem varð til þess að Alexandro komst út í hann þar sem hann varði vel. Vörnin hjá KR var frábær í kvöld. Molde fengu eitt gott færi eftir tæplega tuttugu mínútur en annars var erfitt að brjóta niður Vesturbæinga. Vörnin hjá KR var góð en á sama tíma voru Molde á köflum smá áhugalausir. Þeir settu aldrei í almennilegan gír og sást vel að þeir vildu alls ekki meiðast í leiknum. Fredrik Aursnes komst þegar klukkutími var búinn af leiknum í frábæra stöðu í teignum og gerðu eflaust einhverjir ráð fyrir að hann væri bara að fara skora. Aron Bjarki Jósepsson var hins vegar á öðru máli en hann náði að stinga sér fyrir skotið. Þessi sókn fangar að mörgu leyti hvað fór fram í þessum leik. Aursnes sýndi frábæra boltatækni við að koma sér í þetta skot en ákefðin í KR-ingunum var bara miklu meiri í leiknum og þess vegna náði Aron Bjarki að stöðva þetta skot.Af hverju varð jafntefli?KR náðu ekki að skora sigurmarkið þrátt fyrir hetjulegar tilraunir. Síðan er ég að einhverju leyti bara ekki viss um að Molde hafi nennt því að skora í kvöld. Þeir voru auðvitað hálf öruggir áfram og gleyma því fljótt hvort þeir hafi unnið eða gert jafntefli á Meistaravöllum. Hverjir stóðu upp úr?Það voru margir KR-ingar sem heilluðu í kvöld. Sérstaklega varnarmennirnir en Aron Bjarki átti frábæra innkomu í seinni hálfleik þar sem hann var með nokkrar mikilvægar tæklingar. Kennie Chopart var duglegur og átti fína spretti. Skúli Jón, Arnór Sveinn og Gunnar Þór voru sömuleiðis mjög agaðir og góðir í kvöld. Finnur Orri Margeirsson meiddist í leik gegn Víkingum í maí og spilaði í kvöld sinn fyrsta leik síðan þá. Það sást að hann hafði engum gleymt en hann var duglegur að vinna boltann fyrir KR og skilaði boltanum oftar en ekki á samherja. Pablo Punyed var sömuleiðis drjúgur í dag en hann var með margar fínar sendingar auk þess að vinna boltann trekk í trekk. Björgvin Stefánsson og Ástbjörn Þórðarson voru ógeðslega duglegir í þessum leik en það er ekki alltaf nóg. Þeir gerðu nokkrum sinnum mjög vel í að skapa færi fyrir KR en það vantaði alltaf smá gæði uppá að boltinn kæmist yfir línuna. Samt sem áður góð frammistaða hjá þeim í kvöld.Hvað gekk illa?Það er spurning hvort Molde liðið hafi farið á Bæjarins Bestu fyrir leik en þeir virtust saddir í kvöld. Þeir höfðu auðvitað lítið sem ekkert að spila um svo ég skil þá vel. Það var sömuleiðis smá áhugaleysi yfir stúkunni á köflum og gríðarlega fámennt auðvitað. Leiðinlegt fyrir stuðningsmenn KR að eini Evrópuleikurinn þeirra á heimavelli allt árið hafi verið búinn áður en hann byrjaði auðvitað. Þetta var hins vegar eini Evrópuleikurinn á Meistaravöllum árið 2019 og þess vegna hefði verið gaman að sjá fleiri stuðningsmenn og stemningu í kringum leikinn.Hvað gerist næst?KR taka á móti Stjörnunni í gríðarlega mikilvægum leik í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn. KR eru farnir að finna lykt af titlinum og núna þurfa þeir að klára leikina ef þeir vilja fá bikarinn heim. Molde mætir Čukarički frá Serbíu á fimmtudaginn í Evrópudeildinni en ég efast um að margir Íslendingar séu að kippa sér upp yfir því einvígi.Rúnar var ánægður með varnarleik KR í kvöld.vísir/báraRúnar: Ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra liði„Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“Björgvin fékk bestu færi KR í leiknum.vísir/báraBjörgvin: Væri ekki í KR ef ég væri hræddur við smá samkeppni„Það er frábært að vera kominn til baka. Ég spilaði fimm mínútur úti en annars er ansi langt síðan að ég spilaði síðast. Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri þannig að ég er mjög feginn að vera kominn tilbaka.“ Björgvin Stefánsson sóknarmaður KR aðspurður hvort það væri ekki að vera kominn aftur en Björgvin er ekki búinn að spila mótsleik fyrir KR síðan í maí. KR tapaði fyrri leiknum 7-1 og sýndu án efa sitt versta andlit. Frammistaðan í dag var hins vegar töluvert betri. „Þessi leikur gekk klárlega betur. Ég meina við töpum 7-1 úti og gerum 0-0 jafntefli hér heima. Ég held að við höfum sýnt það í dag að getu munurinn á þessum liðum er ekki eins mikill og úrslitin úti gefa til kynna. Það var kærkomið að ná allavega að sýna betri leik heldur en úti.“ Björgvin kom sér í nokkur mjög fín færi í leiknum en náði aldrei að koma boltanum yfir línuna. Það vantaði alltaf eitthvað smá uppá. „Strákarnir hjálpa mér að komast í færi. Ég var óheppinn með eitt skot sem fór í stöngina. Í færinu hérna undir lokin tek ég lélega fyrstu snertingu sem gerir það að verkum að ég þarf að lagfæra stöðu mína og þar af leiðandi þrengi ég færið alltof mikið. Þetta er bara illa gert hjá mér, ég á að klára þetta.“ Pepsi Max-deildin er núna meira en hálfnuð auk þess sem KR eru í undanúrslitunum í mjólkurbikarnum. Þessi leikur gæti verið gott veganesti inn í það erfiða prógram sem er framundan í Vesturbænum. „Við lögðum svolítið upp með það að þetta hafi verið fyrsti liðurinn í seinni hlutanum af tímabilinu. Það sem gerðist úti var bara endirinn á fyrri partinum. Við ákváðum að gleyma þeim leik bara sem fyrst. Við tökum þetta inn í seinni hlutann og nýtum þennan leik til að byggja ofan á framhaldið.“ Kristján Flóki Finnbogason gekk á dögunum til liðs við KR frá Start í Noregi. Kristján Flóki er framherji eins og Björgvin en KR eru líka með Tobias Thomsen sem hefur verið einn besti framherji deildarinnar í sumar. Björgvin hræðist þó ekki smá samkeppni. „Flóki er frábær leikmaður og góður vinur minn. Maður fagnar alltaf að fá góða leikmenn í klúbbinn. Það er bara mjög góð samkeppni og ef ég myndi hræðast einhverja samkeppni þá væri ég ekki í KR þannig að það er bara þannig.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti