Íslenski boltinn

Morten Beck Andersen á leið til FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morten Beck Andersen í leik með KR fyrir þremur árum.
Morten Beck Andersen í leik með KR fyrir þremur árum. vísir/eyþór
Danski framherjinn Morten Beck Andersen æfði með FH í hádeginu. Samkvæmt heimildum Vísis er hann á leið til félagsins.

Andersen þekkir vel til hér á landi en hann lék með KR sumarið 2016. Hann skoraði þá sex mörk í 21 deildarleik.

FH hefur verið í framherjaleit og reyndi m.a. að fá Kristján Flóka Finnbogason frá Start í Noregi. Hann ákvað hins vegar að ganga í raðir KR.

Andersen lék síðast með Viborg í Danmörku en samningur hans við félagið rann út 1. júlí. Hann hefur lengst af leikið í dönsku B-deildinni. Þar hefur hann skorað 68 mörk í 175 leikjum. Hann á einnig 41 leik og fimm í dönsku úrvalsdeildinni á ferilskránni.

FH er í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla með 19 stig. Næsti leikur liðsins er gegn KA á Greifavellinum á Akureyri á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×