Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 66-67 | KR marði Keflavík með einu stigi í háspennuleik Árni Jóhannsson skrifar 15. nóvember 2019 22:45 vísir/daníel Menn vinna kannski ekki neitt í nóvember en maður getur fengið upphitun fyrir úrslitakeppnina í nóvember. Það sýndu Keflavík og KR fyrr í kvöld þegar þau mættust í sjöundu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur og er því fyrsta liðið til að stöðva Keflvíkinga á þessu tímabili. Bæði lið áttu góða spretti í fyrri hálfleik þar sem Keflvíkingar byrjuðu betur áður en KR náði rosalega góðum kafla og voru komnir 10 stigum yfir áður en heimamenn rönkuðu við sér og skoruðu 14 stig í röð. Fyrsta leikhluta lauk með stöðunni 28-24 og eins og glöggir lesendur sjá var leikurinn hraður og nóg skorað. Það átti heldur betur eftir að breytast í öðrum leikhluta en þá varð leikurinn mjög hægur og bæði lið ákváðu að spila varnirnar af meiri krafti. Keflavík náði að standa sig örlítið betur og fóru með sjö stig forskot inn í hálfleik 43-36. Bæði lið héldu áfram að spila varnarleik af fítonskrafti í upphafi þriðja leikhluta en heimamenn áttu að sama skapi afleitan sóknarleik í fjórðungnum þar sem KR hreinlega lokaði á allar þær ógnir sem Keflavík hafði sýnt framan af ásamt því að lykilmenn tóku ekki af skarið þegar á þurfti að halda. Gestirnir hinsvegar sýndu eðlilegan sóknarleik í svona miklum varnarleik og unnu leikhlutann 6-15 og máttu heimamenn prísa sig sæla að vera bara tveimur stigum undir. Keflvíkingar náðu upp fínum sóknarleik í fjórða leikhluta en náðu þó ekki að stinga af en hótuðu því þó þegar þeir náðu 6-0 sprett en KR neitar að gefast upp þegar sá gállinn er á þeim. Á ögurstundu voru KR-ingar að ná í sóknarfráköst og að stoppa sóknir Keflvíkinga og eftir að Brilli stöðvaði Keflvíkinga í næst seinustu sókn heimamanna og skora seinustu körfu gestanna þá voru úrslitin ráðin þar sem Khalil Ullah Ahmad klikkaði á seinasta skoti Keflvíkinga. 66-67 urðu lokatölur og gefur þessi leikur góð fyrirheit fyrir spennu deildarinnar sem koma skal.Afhverju vann KR? Jón Arnór hafði orð á því að hans menn hefðu verið hundar í seinni hálfleik og það er ágætis lýsing. Barátta þeirra var örlítið meiri á ögurstundu og þegar varnarstoppin voru nýtt sóknarlega þá var það munurinn á liðunum þegar upp er staðið.Bestir á vellinum? Dominykas Milka var stigahæstur allra með 26 stig en aðeins sex þeirra komu í seinni hálfleik. Þegar á þurfti að halda þá þurfti hann meiri hjálp frá sínum mönnum en KR gerði vel í að stöðva það. Hjá KR var það Craion sem var stigahæstur en ef það þyrfti að velja mann leiksins þá var það Brynjar Þór Björnsson sem myndi fá þá nafnbót. Hann skoraði 13 stig og átti góð stopp í vörninni og skoraði sigurkörfuna.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn gekk illa en aftur á móti gekk varnarleikurinn mikið betur. Keflvíkingar hafa skora yfir 90 stig í leik í vetur en ná ekki 70 í þessum leik.Tölfræði sem vekur athygli? Keflvíkingar hafa verið að skora um og yfir 40 stig í teignum í vetur en í kvöld náðu þeir ekki nema í 26 stig. Það er til marks um góða vörn KR-inga.Hvað næst? Keflvíkingar þurfa að endurstilla sig og gera sig klára í útileik á móti Haukum sem eru mjög góðir á heimavelli. KR-ingar geta verið mjög ánægðir með sig en mega ekki slaka á því Njarðvíkingar ætla að kíkja í heimsókn í næstu viku. Jón Arnór Stefánsson: Gaman að sækja sigur hingaðFyrirliði KR var hæst ánægður með allt saman eftir leik. „Við vorum eins og hundar í seinni hálfleik. Mér líður mjög vel. Þetta var frábær sigur það er eins og maður hafi verið að vinna titil. Við höfum verið að reyna að vinna upp baráttu og stemmningu í liðinu og vorum inni í leiknum í fyrri hálfleik og töluðum um það í hálfleik að koma, ekki hugsandi um einhver kerfi og taktík, heldur berja okkur leið í átt að sigri og við gerðum það. Við áttum þetta skilið“. Varnarleikur KR var ógurlegur og sérstklega í þriðja leikhluta og var Jón sammála því að þetta hafi mögulega verið besta vörn þeirra í vetur. „Við vorum mjög þéttir og leyfðum þeim ekki að fá boltann auðveldlega og fá hann auðveldlega undir körfunni. Þetta var allt miklu erfiðara fyrir þá í seinni hálfleik og ég er mjög stoltur af vörninni í seinni hálfleik. Liðsvörnin í seinni hálfleik skilaði þessu og það er hægt að byggja á þessu“. Jón var að lokum spurður út í ástandið á sjálfum sér en hann meiddist illa í seinasta leik og ekki verður hann yngri. „Ég er kannski ekki alveg í besta standinu en ég skemmti mér alveg konunglega í dag. Að spila í þessu húsi fyrir framan allt þetta fólk er alltaf áskorun og það er alltaf gaman. Ég hef spilað hérna síðan ég var gutti og það er alltaf gaman. Það er ótrúlega gaman að koma hingað og sækja sigur“. Hjalti Vilhjálmss.: Það var flott að fá alvöru leikÞað er skiljanlegt að þjálfari Keflvíkinga hafi verið fúll í leikslok enda fyrsta tap hans manna komið í hús. „Við vorum að dreifa okkur í vörninni mjög illa, vorum fyrir hvorum öðrum og það leit út fyrir að við vissum ekki hvað við vorum að hlaupa. Við vorum rosalega villtir eitthvað og vitlaust stilltir“. Milka fékk ekki mikla sénsa í seinni hálfleik og var Hjalti spurður út í það hvort aðrir hefðu ekki átt að taka af skarið og að það hefði átt að leita meira til annarra leikmanna. „Hann var kominn með 20 stig í fyrri hálfleik og það gekk vel að finna. Þetta var samt pínu einhæft og við vorum kannski fullmikið að leita að honum en hefðum átt að fá fleiri inn í þetta. Það er eitthvað sem við lærum af“. Hjalti var óánægður með ruðning sem var dæmdur á hans menn og talaði um að svona væri bara lífið og körfuboltinn og stundum ekkert við því að gera hvernig hlutir æxlast. Dominykas Milka var veittur brottrekstur í lok leiks fyrir æsing og Hjalti vissi ekki hvort hann yrði með í næsta leik. „Þetta er bara eitthvað sem hann verður að læra af. Menn verða að vera með hugann við það sem er inn á vellinum en ekki eitthvað sem menn ráða engu um. Þetta er samt bara eitt tap og það á móti sexföldum Íslandsmeisturum. Ég meina þeir spiluðu fínt, bæði liði spiluðu fast og þetta var hörkugaman“. Hjalti var samt spurður út í hugarástand leikmanna sinna en í lok leiks klikkuðu víti og fleira sem hefði getað skila Keflvíkingum sigri. „Ég hef engar áhyggjur. Það var flott að fá alvöru leik, við höfum ekki lent í þessu áður. Við höfum verið að ná 15-20 stiga forystu í þriðja leikhluta og svo dettum við alltaf niður á hælana áður en við spólum okkur aftur í gang. Við höfum ekki lent í svona leik sem er jafn allan tímann og við þurfum að læra af þessu. Kannski höfum við ekki kunnáttuna sem lið til að klára þetta“. Dominos-deild karla
Menn vinna kannski ekki neitt í nóvember en maður getur fengið upphitun fyrir úrslitakeppnina í nóvember. Það sýndu Keflavík og KR fyrr í kvöld þegar þau mættust í sjöundu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur og er því fyrsta liðið til að stöðva Keflvíkinga á þessu tímabili. Bæði lið áttu góða spretti í fyrri hálfleik þar sem Keflvíkingar byrjuðu betur áður en KR náði rosalega góðum kafla og voru komnir 10 stigum yfir áður en heimamenn rönkuðu við sér og skoruðu 14 stig í röð. Fyrsta leikhluta lauk með stöðunni 28-24 og eins og glöggir lesendur sjá var leikurinn hraður og nóg skorað. Það átti heldur betur eftir að breytast í öðrum leikhluta en þá varð leikurinn mjög hægur og bæði lið ákváðu að spila varnirnar af meiri krafti. Keflavík náði að standa sig örlítið betur og fóru með sjö stig forskot inn í hálfleik 43-36. Bæði lið héldu áfram að spila varnarleik af fítonskrafti í upphafi þriðja leikhluta en heimamenn áttu að sama skapi afleitan sóknarleik í fjórðungnum þar sem KR hreinlega lokaði á allar þær ógnir sem Keflavík hafði sýnt framan af ásamt því að lykilmenn tóku ekki af skarið þegar á þurfti að halda. Gestirnir hinsvegar sýndu eðlilegan sóknarleik í svona miklum varnarleik og unnu leikhlutann 6-15 og máttu heimamenn prísa sig sæla að vera bara tveimur stigum undir. Keflvíkingar náðu upp fínum sóknarleik í fjórða leikhluta en náðu þó ekki að stinga af en hótuðu því þó þegar þeir náðu 6-0 sprett en KR neitar að gefast upp þegar sá gállinn er á þeim. Á ögurstundu voru KR-ingar að ná í sóknarfráköst og að stoppa sóknir Keflvíkinga og eftir að Brilli stöðvaði Keflvíkinga í næst seinustu sókn heimamanna og skora seinustu körfu gestanna þá voru úrslitin ráðin þar sem Khalil Ullah Ahmad klikkaði á seinasta skoti Keflvíkinga. 66-67 urðu lokatölur og gefur þessi leikur góð fyrirheit fyrir spennu deildarinnar sem koma skal.Afhverju vann KR? Jón Arnór hafði orð á því að hans menn hefðu verið hundar í seinni hálfleik og það er ágætis lýsing. Barátta þeirra var örlítið meiri á ögurstundu og þegar varnarstoppin voru nýtt sóknarlega þá var það munurinn á liðunum þegar upp er staðið.Bestir á vellinum? Dominykas Milka var stigahæstur allra með 26 stig en aðeins sex þeirra komu í seinni hálfleik. Þegar á þurfti að halda þá þurfti hann meiri hjálp frá sínum mönnum en KR gerði vel í að stöðva það. Hjá KR var það Craion sem var stigahæstur en ef það þyrfti að velja mann leiksins þá var það Brynjar Þór Björnsson sem myndi fá þá nafnbót. Hann skoraði 13 stig og átti góð stopp í vörninni og skoraði sigurkörfuna.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn gekk illa en aftur á móti gekk varnarleikurinn mikið betur. Keflvíkingar hafa skora yfir 90 stig í leik í vetur en ná ekki 70 í þessum leik.Tölfræði sem vekur athygli? Keflvíkingar hafa verið að skora um og yfir 40 stig í teignum í vetur en í kvöld náðu þeir ekki nema í 26 stig. Það er til marks um góða vörn KR-inga.Hvað næst? Keflvíkingar þurfa að endurstilla sig og gera sig klára í útileik á móti Haukum sem eru mjög góðir á heimavelli. KR-ingar geta verið mjög ánægðir með sig en mega ekki slaka á því Njarðvíkingar ætla að kíkja í heimsókn í næstu viku. Jón Arnór Stefánsson: Gaman að sækja sigur hingaðFyrirliði KR var hæst ánægður með allt saman eftir leik. „Við vorum eins og hundar í seinni hálfleik. Mér líður mjög vel. Þetta var frábær sigur það er eins og maður hafi verið að vinna titil. Við höfum verið að reyna að vinna upp baráttu og stemmningu í liðinu og vorum inni í leiknum í fyrri hálfleik og töluðum um það í hálfleik að koma, ekki hugsandi um einhver kerfi og taktík, heldur berja okkur leið í átt að sigri og við gerðum það. Við áttum þetta skilið“. Varnarleikur KR var ógurlegur og sérstklega í þriðja leikhluta og var Jón sammála því að þetta hafi mögulega verið besta vörn þeirra í vetur. „Við vorum mjög þéttir og leyfðum þeim ekki að fá boltann auðveldlega og fá hann auðveldlega undir körfunni. Þetta var allt miklu erfiðara fyrir þá í seinni hálfleik og ég er mjög stoltur af vörninni í seinni hálfleik. Liðsvörnin í seinni hálfleik skilaði þessu og það er hægt að byggja á þessu“. Jón var að lokum spurður út í ástandið á sjálfum sér en hann meiddist illa í seinasta leik og ekki verður hann yngri. „Ég er kannski ekki alveg í besta standinu en ég skemmti mér alveg konunglega í dag. Að spila í þessu húsi fyrir framan allt þetta fólk er alltaf áskorun og það er alltaf gaman. Ég hef spilað hérna síðan ég var gutti og það er alltaf gaman. Það er ótrúlega gaman að koma hingað og sækja sigur“. Hjalti Vilhjálmss.: Það var flott að fá alvöru leikÞað er skiljanlegt að þjálfari Keflvíkinga hafi verið fúll í leikslok enda fyrsta tap hans manna komið í hús. „Við vorum að dreifa okkur í vörninni mjög illa, vorum fyrir hvorum öðrum og það leit út fyrir að við vissum ekki hvað við vorum að hlaupa. Við vorum rosalega villtir eitthvað og vitlaust stilltir“. Milka fékk ekki mikla sénsa í seinni hálfleik og var Hjalti spurður út í það hvort aðrir hefðu ekki átt að taka af skarið og að það hefði átt að leita meira til annarra leikmanna. „Hann var kominn með 20 stig í fyrri hálfleik og það gekk vel að finna. Þetta var samt pínu einhæft og við vorum kannski fullmikið að leita að honum en hefðum átt að fá fleiri inn í þetta. Það er eitthvað sem við lærum af“. Hjalti var óánægður með ruðning sem var dæmdur á hans menn og talaði um að svona væri bara lífið og körfuboltinn og stundum ekkert við því að gera hvernig hlutir æxlast. Dominykas Milka var veittur brottrekstur í lok leiks fyrir æsing og Hjalti vissi ekki hvort hann yrði með í næsta leik. „Þetta er bara eitthvað sem hann verður að læra af. Menn verða að vera með hugann við það sem er inn á vellinum en ekki eitthvað sem menn ráða engu um. Þetta er samt bara eitt tap og það á móti sexföldum Íslandsmeisturum. Ég meina þeir spiluðu fínt, bæði liði spiluðu fast og þetta var hörkugaman“. Hjalti var samt spurður út í hugarástand leikmanna sinna en í lok leiks klikkuðu víti og fleira sem hefði getað skila Keflvíkingum sigri. „Ég hef engar áhyggjur. Það var flott að fá alvöru leik, við höfum ekki lent í þessu áður. Við höfum verið að ná 15-20 stiga forystu í þriðja leikhluta og svo dettum við alltaf niður á hælana áður en við spólum okkur aftur í gang. Við höfum ekki lent í svona leik sem er jafn allan tímann og við þurfum að læra af þessu. Kannski höfum við ekki kunnáttuna sem lið til að klára þetta“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti