Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 87-76 | Tap hjá Pavel í endurkomunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2019 21:30 Pavel sækir að Michael Craion. vísir/vilhelm Eftir þrjú töp í röð vann KR mikilvægan sigur á Val, 87-76, í Domino's deild karla í kvöld. Þetta var sjötta tap Valsmanna í röð en þeir eru í tíunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. KR-ingar eru hins vegar í 5. sætinu. Þetta var fyrsti leikur Pavels Ermolinskijs gegn KR eftir að hann gekk í raðir Vals í sumar. Hann átti fínan leik en vantaði meiri hjálp. Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox voru fjarri góðu gamni hjá KR. Finnur Atli Magnússon spilaði hins vegar sinn fyrsta leik í vetur og skilaði sínu. KR var með frumkvæðið allan leikinn en gekk erfiðlega að slíta sig frá Val. KR-ingar hittu frábærlega fyrir utan í 1. leikhluta þar sem fimm af sjö þriggja stiga skotum þeirra rötuðu rétta leið. KR var sex stigum yfir eftir 1. leikhluta, 24-18. Þar voru Helgi Már Magnússon og Frank Aron Booker í aðalhlutverkum og skoruðu ellefu stig hvor. Sóknarleikur Vals var slakur undir lok 1. leikhluta og í upphafi 2. leikhluta en lagaðist svo. Jakob Örn Sigurðarson kom KR sex stigum yfir, 42-36, en Valur skoraði fimm síðustu stig fyrri hálfleik. Munurinn var því aðeins eitt stig í hálfleik, 42-41. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og skoruðu fyrstu tíu stig hans. Valssóknin var afleit og gestirnir komust ekkert áleiðis gegn vörn heimamanna. Þrátt fyrir sóknarvandræði Vals náði KR ekki að stinga af og munurinn fyrir lokaleikhlutann var tíu stig, 61-51. Í 4. leikhluta náðu Valsmenn aldrei að þjarma almennilega að KR-ingum sem voru með góð tök á leiknum. Valur náði engu alvöru áhlaupi í 4. leikhluta og KR vann nokkuð þægilegan sigur, 87-76.Af hverju vann KR? KR-vörnin var öflug á köflum, sérstaklega í 3. leikhluta, og hélt betur en Valsvörnin. KR-ingar hittu illa inni í teig en voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og skoruðu 19 stig af vítalínunni. KR setti niður 14 þrista í 33 tilraunum (42%). Á meðan var þriggja stiga nýting Val 32%.Hverjir stóðu upp úr? Helgi byrjaði báða hálfleikana vel og var stigahæstur í liði KR með 21 stig. Brynjar Þór Björnsson var einnig beittur og skoraði 18 stig sem og Michael Craion. Matthías Orri Sigurðarson skoraði sjö stig en var sérstaklega öflugur undir körfunni og tók 13 fráköst. Pavel hitti illa en tók 18 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Frank Aron var góður í fyrri hálfleik og undir lokin og var stigahæstur Valsmanna með 22 stig.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var slakur á of löngum köflum, sérstaklega í 3. leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins tíu stig. Valsmenn voru klaufalegir í brotum í 4. leikhluta og sendu KR-inga ítrekað á vítalínuna. Gestirnir vörðust skyttum heimamanna einnig illa en KR skoraði 42 fyrir utan þriggja stiga línuna.Hvað gerist næst? Í síðustu umferð Domino's deildarinnar fyrir jól sækir KR botnlið Þórs Ak. heim á meðan Valur tekur á móti Haukum. Ingi var ánægður með frammistöðu KR í kvöld.vísir/vilhelm Ingi Þór: Finnur kom sterkur inn og Helgi sýndi leiðtogahæfileika „Ég er mjög sáttur. Ég vildi að menn myndu berjast. Í fyrri hálfleik voru hlutir sem við gerðum vel en það vantaði að klára færslur. Við löguðum það í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í okkar leik,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir sigurinn á Val. Þrír leikmenn KR skoruðu 18 stig eða meira í leiknum og liðsheildin var sterk. „Þetta vill maður sjá. Svona virkar þetta best, þegar allir leggja í púkkið. Þá er erfitt að stoppa okkur. Mér fannst við gera vel í kvöld,“ sagði Ingi og hrósaði bræðrunum Finni Atla og Helga Má Magnússyni. Sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta leik fyrir KR í vetur en sá síðarnefndi var stigahæstur KR-inga með 21 stig. „Hann kom mjög sterkur inn. Þetta var ekkert auðveld staða, hvorki fyrir hann né liðið. Helgi gaf síðan tóninn og sýndi sína leiðtogahæfileika.“ Vörn KR var sterk á köflum, sérstaklega í 3. leikhluta þar sem Valur skoraði aðeins tíu stig. „Við vorum mjög óánægðir með vörnina seinni hluta 2. leikhluta. Við skerptum á þessu í hálfleik. Við réðumst á þeirra veikleika og ég er mjög ánægður með stigin tvö,“ sagði Ingi að endingu. Pavel hefði viljað skora meira í kvöld.vísir/vilhelm Pavel: Pældi ekkert í því hvar ég var að spila Pavel Ermonlinskij lék sinn fyrsta leik í búningi Vals í DHL-höllinni í kvöld. Hann sótti þó ekki gull í greipar sinna gömlu félaga. „Þetta eru mikil vonbrigði. Við þurftum á sigri að halda en töpuðum,“ sagði Pavel eftir leik. Hann sagði að ýmislegt hafi vantað upp á hjá Val í kvöld. „KR-liðið er takmarkað í dag en þetta er það sem þeir geta, skotið fyrir utan og þeir fengu að gera það í dag. Í sókninni vantaði okkur nokkrar körfur,“ sagði Pavel sem hitti aðeins úr tveimur af ellefu skotum sínum í leiknum. Hann tók þó 18 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. „Ég verð aldrei stigakóngur í þessari deild en fjandinn hafi það, ég verð að koma boltanum oftar ofan í körfuna.“ Valur hefur tapað sex leikjum í röð og er í 10. sæti Domino‘s deildarinnar. „Auðvitað er minna sjálfstraust en þegar við vinnum. Við erum að tapa og menn eru fljótir að detta niður þegar það gengur illa. Það er minna sjálfstraust í liðinu en þú færð það ekki nema með sigrum. Þetta er vítahringur. Þú þarft sjálfstraust til að vinna og þú færð sjálfstraust með því að vinna,“ sagði Pavel. En hvernig var að spila á gamla heimavellinum, á móti liðinu sem Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með? „Það var fínt, gaman. Þetta var ekki jafn tilfinningamikið og fólk myndi halda. Ég nálgaðist leikinn bara út frá því að mig langaði í sigur, hvort sem það var á móti KR eða grænlenska landsliðinu. Ég pældi ekkert í því hvar ég var að spila,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla
Eftir þrjú töp í röð vann KR mikilvægan sigur á Val, 87-76, í Domino's deild karla í kvöld. Þetta var sjötta tap Valsmanna í röð en þeir eru í tíunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. KR-ingar eru hins vegar í 5. sætinu. Þetta var fyrsti leikur Pavels Ermolinskijs gegn KR eftir að hann gekk í raðir Vals í sumar. Hann átti fínan leik en vantaði meiri hjálp. Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox voru fjarri góðu gamni hjá KR. Finnur Atli Magnússon spilaði hins vegar sinn fyrsta leik í vetur og skilaði sínu. KR var með frumkvæðið allan leikinn en gekk erfiðlega að slíta sig frá Val. KR-ingar hittu frábærlega fyrir utan í 1. leikhluta þar sem fimm af sjö þriggja stiga skotum þeirra rötuðu rétta leið. KR var sex stigum yfir eftir 1. leikhluta, 24-18. Þar voru Helgi Már Magnússon og Frank Aron Booker í aðalhlutverkum og skoruðu ellefu stig hvor. Sóknarleikur Vals var slakur undir lok 1. leikhluta og í upphafi 2. leikhluta en lagaðist svo. Jakob Örn Sigurðarson kom KR sex stigum yfir, 42-36, en Valur skoraði fimm síðustu stig fyrri hálfleik. Munurinn var því aðeins eitt stig í hálfleik, 42-41. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og skoruðu fyrstu tíu stig hans. Valssóknin var afleit og gestirnir komust ekkert áleiðis gegn vörn heimamanna. Þrátt fyrir sóknarvandræði Vals náði KR ekki að stinga af og munurinn fyrir lokaleikhlutann var tíu stig, 61-51. Í 4. leikhluta náðu Valsmenn aldrei að þjarma almennilega að KR-ingum sem voru með góð tök á leiknum. Valur náði engu alvöru áhlaupi í 4. leikhluta og KR vann nokkuð þægilegan sigur, 87-76.Af hverju vann KR? KR-vörnin var öflug á köflum, sérstaklega í 3. leikhluta, og hélt betur en Valsvörnin. KR-ingar hittu illa inni í teig en voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og skoruðu 19 stig af vítalínunni. KR setti niður 14 þrista í 33 tilraunum (42%). Á meðan var þriggja stiga nýting Val 32%.Hverjir stóðu upp úr? Helgi byrjaði báða hálfleikana vel og var stigahæstur í liði KR með 21 stig. Brynjar Þór Björnsson var einnig beittur og skoraði 18 stig sem og Michael Craion. Matthías Orri Sigurðarson skoraði sjö stig en var sérstaklega öflugur undir körfunni og tók 13 fráköst. Pavel hitti illa en tók 18 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Frank Aron var góður í fyrri hálfleik og undir lokin og var stigahæstur Valsmanna með 22 stig.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var slakur á of löngum köflum, sérstaklega í 3. leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins tíu stig. Valsmenn voru klaufalegir í brotum í 4. leikhluta og sendu KR-inga ítrekað á vítalínuna. Gestirnir vörðust skyttum heimamanna einnig illa en KR skoraði 42 fyrir utan þriggja stiga línuna.Hvað gerist næst? Í síðustu umferð Domino's deildarinnar fyrir jól sækir KR botnlið Þórs Ak. heim á meðan Valur tekur á móti Haukum. Ingi var ánægður með frammistöðu KR í kvöld.vísir/vilhelm Ingi Þór: Finnur kom sterkur inn og Helgi sýndi leiðtogahæfileika „Ég er mjög sáttur. Ég vildi að menn myndu berjast. Í fyrri hálfleik voru hlutir sem við gerðum vel en það vantaði að klára færslur. Við löguðum það í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í okkar leik,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir sigurinn á Val. Þrír leikmenn KR skoruðu 18 stig eða meira í leiknum og liðsheildin var sterk. „Þetta vill maður sjá. Svona virkar þetta best, þegar allir leggja í púkkið. Þá er erfitt að stoppa okkur. Mér fannst við gera vel í kvöld,“ sagði Ingi og hrósaði bræðrunum Finni Atla og Helga Má Magnússyni. Sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta leik fyrir KR í vetur en sá síðarnefndi var stigahæstur KR-inga með 21 stig. „Hann kom mjög sterkur inn. Þetta var ekkert auðveld staða, hvorki fyrir hann né liðið. Helgi gaf síðan tóninn og sýndi sína leiðtogahæfileika.“ Vörn KR var sterk á köflum, sérstaklega í 3. leikhluta þar sem Valur skoraði aðeins tíu stig. „Við vorum mjög óánægðir með vörnina seinni hluta 2. leikhluta. Við skerptum á þessu í hálfleik. Við réðumst á þeirra veikleika og ég er mjög ánægður með stigin tvö,“ sagði Ingi að endingu. Pavel hefði viljað skora meira í kvöld.vísir/vilhelm Pavel: Pældi ekkert í því hvar ég var að spila Pavel Ermonlinskij lék sinn fyrsta leik í búningi Vals í DHL-höllinni í kvöld. Hann sótti þó ekki gull í greipar sinna gömlu félaga. „Þetta eru mikil vonbrigði. Við þurftum á sigri að halda en töpuðum,“ sagði Pavel eftir leik. Hann sagði að ýmislegt hafi vantað upp á hjá Val í kvöld. „KR-liðið er takmarkað í dag en þetta er það sem þeir geta, skotið fyrir utan og þeir fengu að gera það í dag. Í sókninni vantaði okkur nokkrar körfur,“ sagði Pavel sem hitti aðeins úr tveimur af ellefu skotum sínum í leiknum. Hann tók þó 18 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. „Ég verð aldrei stigakóngur í þessari deild en fjandinn hafi það, ég verð að koma boltanum oftar ofan í körfuna.“ Valur hefur tapað sex leikjum í röð og er í 10. sæti Domino‘s deildarinnar. „Auðvitað er minna sjálfstraust en þegar við vinnum. Við erum að tapa og menn eru fljótir að detta niður þegar það gengur illa. Það er minna sjálfstraust í liðinu en þú færð það ekki nema með sigrum. Þetta er vítahringur. Þú þarft sjálfstraust til að vinna og þú færð sjálfstraust með því að vinna,“ sagði Pavel. En hvernig var að spila á gamla heimavellinum, á móti liðinu sem Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með? „Það var fínt, gaman. Þetta var ekki jafn tilfinningamikið og fólk myndi halda. Ég nálgaðist leikinn bara út frá því að mig langaði í sigur, hvort sem það var á móti KR eða grænlenska landsliðinu. Ég pældi ekkert í því hvar ég var að spila,“ sagði Pavel að lokum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti